Sorglegur sauðsháttur í sparnaði

Það er hreint með ólíkindum hvað íslensk stjórnvöld velja alltaf vitlausustu leiðir hægt er að fara þegar þau þurfa að grípa til örþrifa ráða.  Þetta á við um nánast allar ríksistjórnir eftir Nýsköpunarstjórnina frá miðri síðustu öld.

Meðan góðærið geisaði á Íslandi var ríkisvaldið í bullandi samkeppni á markaðnum með stórar framkvæmdir í flestum landshlutum og tugþúsundir manna í vinnu sem hefðu getað unnið hjá öðrum á hinum "frjálsa markaði" ef ríkið hefði ekki staðið í þessum framkvæmdum.

Á Norðurlöndunum hefur það tíðkast að í góðæri heldur ríkið að sér höndunum og safnar til mögru áranna.  Þar af leiðandi eru þau miklu betur í stakk búin til að takast á við kreppuástandið nú en íslenska ríkið sem  í stað þess að ráða fólk, sem missir atvinnuna í á hinum fjrálsa markaði, lokar ríkið líka dyrunum og í ofanálag sker það niður framlög til skólanna, m.a. Háskóla Íslands sem þýðir að við drögumst enn meira aftur úr velferðaríkjunum sem við höfum gjarnan talið okkur standa framar að flestu leyti.

Það sér hver heilvita maður að þáttaka ríkisins í kapphlaupinu um framkvæmdir á tímum góðæris er rugl.  Það þarf ekki flóknari fræði en gömlu Biblíusögurnar til að sjá það.  Sagan af Jósef Jakobssyni, sem hafnaði sem ráðagjafi hjá farónum í Egyptalandi og ráðlagði honum að safna korni í góðærinu til að eiga til mögru áranna, ætti ekki að vera alltof torskilin fyrir Árna Matt og Geir Harða.   


mbl.is Bitnar á gæðum námsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband