Geir segir Davíð ljúga

Þar kom að því að Geir Haarde steig fram og sagði í þinginu að Davíð færi með lygar þegar hann sagðist hafa sagt ríkistjórninni að 0% líkur væru á að bankarnir lifðu.

Það ber að fagna þessu risaskrefi forsætisráðherra í vörn sinni gegn Seðlabankastjóranum sem hefur unnið leynt og ljóst gegn yfirmanni sínum, forsætisráðherra, sem og ríkistjórninni allri.  Nú er bara spurningin hvort Geir verði karfainn svars um hvort hann treysti Davíð lengur sem Seðlabankastjóra eins og hann hefur þráfaldlega sagt.  Það er nánast ómögulegt fyrir hann eftir að hann hefur sagt manninn ljúga.

Það ber að þaka Jóni Magnússyni fyrir að hafa komið með þessa spurningu til forsætisráðherra.  Vonandi að Geir fái næu að finna fyrir miklum stuðningi í þinginu til þess að fjarlægja Davíð úr Seðlabankanum.  Maður sem gengur um ljúgandi og ber fyrir sig bankaleynd fyrir þingnefndum er að sjálfsögðu óhæfur sem Seðlabankastjóri.


mbl.is Kannast ekki við 0%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir er alls ekki að saka Davíð um lygi, hann er búinn að viðurkenna það að Davíð hafi varað hann við slæmri stöðu bankanna í sumar. Hann man bara ekki hvernig það það orðað enda var þetta ein setning sem fór fram í sumar og það væri mjög óeðlelegt ef einhver myndi hvernig þetta hefði verið orðað.

Axel (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Dunni

Auðvitað er Geir að benda á lygi Davíðs.  Enda eðlilegt þar sem Seðlabankastjórinn, forstjóri æðstu fjármálastofnunar lýðveldisins, hefur marg opinberað sig sem lygara á síðustu vikum.   Davíð talar um að hafa haldið fundi með ríkissjórninni sem aldrei voru haldnir. T.d. júnífundurinn þar sem hann sagðist hafa sagt frá 0% lífslíkum bankanna.  Sá fundur var aldrei haldin.

Ég vona að þú sért ekki svo vitlaus að halda að fundir Seðlabankastjóra með  ríkisstjórn séu ekki lengri en ein óbókuð setning. 

Dunni, 9.12.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bíddu, en kannast Jón Magnússon við manninn sem situr sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins.  Bara til að minna þig á það, þá er hann sonur Jóns !!!!!!!

Sigurður Sigurðsson, 9.12.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Dunni

Veit allt um það. Og líka það að Jón hefur lagt til að rannsókn fari fram á FME og gjörðum drengsins.

Dunni, 9.12.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband