1000% Þensla og 550% skuldir

Merkilegt plagg þessi gamla skýrsla IMF.  En hún lýsir í hnotskurn því ástandi sem á landinu ríkiti áður en spilaborgin hrundi.  Fjármálakerfið fór í 1000% prósent af þjóðarframleiðslu og skuldirnar í 550% af vergri þjóðarframleiðslu.  Allt heimatilbúin gerviuppsveifla framkvæmd í skjóli meingallaðrar lagasetningar og sofandi stjórnvalda sem héldu að sér höndunum meðan vinir þeirra, sem fenfu bankana á silfurfati, fjárfestu um heim allan fyrir lánsfé sem íslenskir launþegar þurfa svo að borga.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart þó ungir mótmælendur safnist saman við ráðherrabústaðin og hrópi að ráðherrunum sem bera ábyrgð á skuldaklafa þeirra.  Við skulum bara vona að mótmælin verði ekki að grískri fyrirmynd þar sem mannslíf er ekki í havegum höfð.


mbl.is IMF birtir fjögurra mánaða gamla skýrslu um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Vona bara að ríkistjórnin fari frá áður en þetta versnar.

Líttu við á siðuna mína.

Heidi Strand, 9.12.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er nefnilega ekki rétt að núverandi ríkisstjórn beri ábyrgð á hruninu. Ekki meiri heldur en Alþingi allt og fólkið í landinu, sem tók þátt í veislunni. Afhverju fara þessir mótmælendur ekki og terrorisera Baugsfeðga, Björgúlfsfeðga, Bakkarvararbræður og fleiri?

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.12.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Dunni

Það er einfalt svar við því Gunnlaugur.  Baugsfeðgar, Björgólfsfeðgar og Bakkavararbræður störfuðu innan ramma sem fyrrverandi ríkisstjórn og kanski stjórnir ef við tökum Viðeyjarstjórnina með, bjuggu útrásarvíkingunum. 

Hitt er svo annað að mér dettur ekki í hug að kenna Samfylkingunni um hvernig fór.  En ljóst er að ef töggur hefði verið í viðskiptaráðherranum hefði hann sjállfsagt krafist meiri upplýsinga en hann fékk frá bæði viðskiptabönkunum og Seðlabankanum.   Það er ekki bara Davíð að kenna að þeir hittust ekki í heilt ár.

Verð að viðurkenna að sem samfylkingarmaður er ég mjög óánægður með frammistöðu ráðherra flokksins ef frá er talin Jóhanna sem nú virðist vera búið að kefla.

Dunni, 9.12.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband