Ég bý í landi þar sem engar auglýsingar eru í ríkisútvarpinu, NRK. Hvorki útvarpi eða sjónvarpi. Það finnst mér ótvíræður kostur enda horfi ég ekki jafn mikið á neina aðra sjónvarpstöð.
Munurinn á íslenska RÚV-inu og því norska er sá að þrátt fyrir auglýsingatekjur hefur stofnunin alltaf verið í fjársvelti hjá eiganda sínum, ríkinu. Ekkert virðist fjárhagurinn hafa lagast við að gera útvarpið að hlutfélagi. Ýmislegt hefur verið gert til að spara, m.a. sameining fréttastofanna og niðurskurður í mannahaldi en það virðist hvergi nóg til að koma skútunni á réttan kjöl. Því virðist takmörkun á auglýsingasölu RÚV nú vera vindhögg nema stofnuninni verði tryggðar verulegar tekjur úr ríkissjóði.
Annað sem mér virðist vera hálf heimskulegt við takmarkanir á auglýsingunum er að aðrir ljósvakamiðlar á landinu eru ekki með sömu dreifingu og RÚV. Hvernig ætlar t.d. Skjárinn að markaðsetja vörur fyrir fólk á Mjóafirði? Ég er ekkert viss um að landsbyggðarfólkið verði ánægt með að missa auglýsingarnar á RÚV-inu meðan það nær þeim ekki á örðum sjónvarpsstöðvum.
Munurinn á norskri og íslenskri fjölmiðlaflóru er með þeim hætti að NRK þarf ekki að þjónusta landsbyggðina með auglýsingum. Það gerir TV2, TV Norge og staðbundnar sjónvarps og útvarpsstöðvar um landið allt. Auk þess finnst varla það krummaskuð að ekki sé gefið þar út dagblað.
Á Íslandi er fjölmiðlun þannig háttað að RÚV er lang stærsti þjónustuaðlinn bæði með menningarefni og afþreyingu sem og auglýsingar. Ætlar ríkið kanski að styrkja Skjáinn, Stöð 2 og Omega til að senda út auglýsingar til allra byggða bóla í landinu eða skiptir það fólk sem ekki nær þessum stöðvum engu máli í samfélaginu. Þegar aulýsingarnar verða takmarkaðar á RÚV.
Ég vildi óska þess að RÚV þyrfti ekki að lifa af auglýsingatekjum. Það er svo miklu skemmtilegra að horfa á auglýsingalausar sjónvarpsstöðvar. Íslendingar eiga það skilið að eiga eina slíka stöð. En því miður eru aðstæður ekki þannig að það sé framkvæmanelgt. Til þess eru tekjustofnar RÚV alltof takmarkaðir og dreifing annarra ljósvakamiðla líka.
Frumvarp: miklar takmarkanir á auglýsingar RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 8.12.2008 | 21:07 (breytt kl. 21:08) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Ef þú vilt ekki RÚV á auglýsingamarkaði finnst þér þá eðlilegt að við landsmenn þurfum að borga hærri afnotagjöld eða nefskatt?
Norska ríkið er vellauðugt og þarf ekkert að hafa fyrir því að styðja NRK. Samt gefur RUV ríkisstöðvunum á hinum Norðurlöndunum ekkert eftir í gæðum nema síður sé og bjó ég m.a. í Svíþjóð allan síðasta vetur.
Ég tek samt undir margt sem kemur fram í færslu þinni.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 8.12.2008 kl. 21:26
Ég tek enga afstöðu til afnotagjalda eða nefskatts. Hér borgum við einhverjar 1500 NOK á ári í afnotagjöld til NRK og það finnst mér bara allt í lagi. Ísland er fámennara land en Noregur og því segir það sig sjálft að það er dýrara á hvert mannsbarn að halda úti öflugu sjónvarpi þar en hér.
Ég lét hins vegar í jós þá ósk mína um að Íslendingar gætu átt auglýsingalaust RÚV. Staðan er bara þannig í dag að það er algerlega óraunhæft. Því miður. Þess vegna verður að fara varlega í auglýsingatakmörkunina. Ekki vegna hinna sjónvarpsstöðvanna. Heldur vegna fólksins í landinu sem ekki kærir sig um Stöð 2 og nær ekki Skjánum.
Dunni, 8.12.2008 kl. 21:38
Stöð 2 og Skjárinn hafa nánast sama dreifisvæði sem er að mér skilst 99% og á að verða 100% 2010. Stöð 2 er nú dreift á ADSL kerfi símans og Skjá Einum er dreift á Digital ísland og ljósleiðarakerfinu. ADSL og ljósleiðarakerfin eru bæði í hraðri uppbyggingu og er meiningin að hætta útsendingum um loftið eftir nokkur ár og verða þá bara þessi tvö kerfi um að ræða og verður öllum stöðvum dreift á þeim. Það er því lítil eða engin skerðin við þetta eina prósent sem nær bara RÚV næsta ár eða rúmlega það.
Það ætti því ekki að vera fyrirstaða þess að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 01:42
Takk fyrir þessar upplýsingar Sigurður. Var ekki búinn að fá með mér framfariranr í dreifingunni heima. Þá er nánast engin ástæða til að láta RÚV lifa lengur á auglýsingum. Nú verður Þorgerður bara að útvega stofnuninni fé úr ríkissjóði eða þá hætta öllu bullinu og gefa samkepninni fullkomlega lausan tauminn á öllum sviðum. Það teldi ég þó miður. Vil aulýsingalaust og betra RÚV.
Dunni, 9.12.2008 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.