Ráðamenn með alzheimer eða lýgur Seðlabankastjóri

Össur veltir því fyrir sér hvort eitthvað sé rotið í Seðlabankanum. Það er deginum ljósara að það er eitthvað rotið þar.  En það er líka æði mikið rot sem þjakar ríkstjórnina og ekki síst Samfylkinguna. Bæði Össur og Ingibjörg hafa gasprað um að losa þurfi þjóðina við Davíð úr Seðlabankanum.  En það er svo víðs fjarri að þau fylgi orðum sínum eftir með aðgerðum.

Ég verð að viðurkenna að maður er farinn að hugsa alvarlega um það hvort maður eigi að styðja Samfylkinguna áfram.  Þessi flokkur sem hafði að stefnumáli nr 1 að koma Sjálfstæðisflokknum út úr stjórnaráðinu hefur svikið kjósendur sína á svæsnari hátt en nokkur flokkur hefur áður gert.

Gott og vel.  Menn trúðu að flokkurinn kæmi til með að standa sig vel í ríkistjórn og hafa áhrif þar sem stjórnin væri sterkari, að þingmannatölu, en nokkur stjórn hefur verið til fjölda ára.  Því miður skilur Samfylkingin lítið annað eftir sig en vonbrigði hjá kjsósendum sínum.  Komið hefur berlega íljós að flokkurinn er í farþegasætinu í ríksstjórninni rétt eins og Geir Haarde er í farþegasætinu hjá Seðlabankastjóranum sem hann á að vera yfirmaður yfir.

Taki Ingibjörg og Össur sig ekki saman í andlitinu nú um helgina og hætti lýðskruminu og láti verkin tala er hætt við að fylgið fari að týnast af flokknum.  Það er engin tilviljun að VG er roðinn stærsti flokkur þjóðarinnar samkvæmt könnunum.  Steingrímur berst með þeim vopnum sem hann hefur í höndunum meðan Ingibjörg geltir eins og húsbóndahollur heimilishundur í kjöltu Geirs sem ekki þorir að styggja Davíð.

Ég spyr. Hvað vill Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eiginlega með veru sinni í pólitíkinni?


mbl.is Eitthvað rotið í Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Tek undir hvert orð í pistli þínu, hef haft sömu spurningar um hversu arfaslök Samfylkingin hefur verið í þessu stjórnarsamstarfi. Ingibjög virðistha hafa tekið að fullu við hlutverki Haldórs Ásgríms að gleypa allt er frá íhaldinu kemur, bara til að halda í stólinn.

haraldurhar, 9.12.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband