"Það er engin kreppa í skólunum okkar"

Svo sagði Þorgerður Katrín fyrr í haust.  Samkvæt ráðherranum ættu áhyggjur Kristins að vera ástæðullausar.  Varla er menntmálaráðherrann með neitt gaspur út í loftið þegar hún tjáir sig um málefni grunnskólans.

Aðstæður sveitafélaga hafa verið mjög misjafnar til reksturs grunnskólanna allt síðan skólinn var fluttur frá ríkinu til sveitafélaganna.  Á þessa staðreynd var bent áður en gjörningurinn átti sér stað og þurfti ekki neina spámenn til að sjá það fyrir að sumir skólar fengu vítamínsprautu við flutninginn en aðrir fengu doðakast.   Allt eftir getu og áhuga sveitastjórnanna til að reka skóla.  Og þannig verður það áfram.

Það er alveg ljóst að sveitafélögin verða að skera niður útgjöld á næstu árum meðan við komumst út úr verstu kreppunni.  Það er líka alveg öruggt að sum sveitafélög munu klípa meira af útgjöldum til grunnskólanna heldur en önnur.  Kontrastarnir á milli hinna ýmsu skóla eiga eftir að verða enn skarpari en þeir eru í dag. Ástæðan er að sveitastjórnamenn hafa mis mikinn áhuga fyrir skólunum og svo eru ekki öll sveitafélög jafn heppin með skólastjóra og kennaralið sem skiptir sköpum þar sem misvitrar sveitastjórnir sitja að völdum.

Það skiptir því litlu þó Þorgerður hrópi, "Það er engin kreppa í skólunum okka." Skussarnir halda áfram að vera skussar.  En það skiptir máli að hún standi við stóru orðin og sjái til þess að þau sveitafélög sem bæði hafa vilja og getu til að reka almennilega grunnskóla fái gert það. Metnaðarfull sveitafélög, þó auralítil séu, eiga því að fá aðstoð til að halda uppi öflugu skólastarfi.  Á því byggist framtíð þjóðarinnar


mbl.is Getur bitnað á skólastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband