Það má sjálfsagt margt segja um stjórnmálakonuna Valgerði Sverrisdóttur, formann Framsóknar. En því verður seint klínt á hana að hún sé vitlaus.
Ákvörðun hennar um að láta öðrum eftir formennskuna í Framsóknarflokknum eftir flokksþingið í vor er klók ákvörðun. Hún hefur örugglega kannað bakland sitt í flokknum áður en hún tók endanlega ákvörðun og komist að því að hún nýtur ekki trausts. Til þess er hun alltof tengd þeim hörmungum sem yfir þjóðina ganga nú eftir að hafa setið í faðmlögum við Davíð og Halldór á annan áratug. Valgerður ber mikla ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þeim hrunadansi sem honum fylgdi.
Fylgi Framsóknar er í sögulegu lágmarki um þessar mundir og Valgerður veit að gömlu vendirnir ná ekki að sópa upp allan skítinn í framsókanrflórnum að þessu sinni. Flokkurinn á engan Eystein eða Steingrím í dag. Þess vegna verður flokkurinn að finna 5. formanninn á tveimur árum núna. Sá verður að vera ungur og sakleysislegur í framan og ekki tengdur spillingargenginu sem tröllriðið hefur flokknum árum saman.
Flokkurinn hefur verið iðinn við að svæla heiðarlega þingmenn út úr fjósi sínu að undanförnu. Nú er einfaldlega komið að því að manna fjósið upp á nýtt. Með andlitum sem fólk treystir.
Formaður fram að flokksþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.