Er Seðlabankastjórinn brjálaður eða kanski heimskur?

Það er merkilegt að lesa viðtalið við Davíð.  Hann hótar því að snúa aftur í stjórnmálin verði hann rekinn úr bankastjórastólnum við Kalkofnsveg. Ég velti því fyrir mér hver ætti svo sem að óttast þá hótun. Nema kanski Geir Haarde.  Þarna er komin skýringin á því, með orðum bankastjórans, af hverju Geir hefur farið undan í flæmingi þegar minnst hefur verið á að hreinsa til í Seðlabankanum.  Geir er sennilega eini Íslendingurinn sem hefur eitthvað að óttast og er því skíthræddur við fyrrum formann sinn.

Það er nefnilega alveg ljóst að Davíð lætur sér ekki nægja að verða bara óbreyttur þingdáti án ráðherrastóls eða formannstitlis. Það ber hótun hans vel með sér.  Hann hefur því bara tvo kosti.  Að ryðja Geir úr vegi í Sjálfstæðisflokknum eða stofna nýjan flokk með Hannesi Hólmsteini. 

Það þarf ekki sálfræðing til að sjá að Davíð veit ekki sinn vitjunartíma.  90% þjóðarinnar vill ekkert hafa með hann að gera. Hann er aðal brennuvargurinn í kreppubrunanum núna og svo hefur hann þvælst fyrir björgunarmönnum frá fyrsta degi og gerir enn.  Seðlabankastjórinn er einfaldlega hlægilegur maður.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: nicejerk

Auðvitað á að reka aulann, láta hann stofna eigin flokk og kljúfa eigin grunn. Það væri það bezta sem hann gæti gert samfélaginu. Þá myndu vonandi ”gæðingarnir” flykkjast um ”forystusauðinn” og skera sig bæði úr og frá öðrum sem ”óhæfur valkostur” í kosningum.

Það yrði væntanlega Eiginhagsmunaflokkurinn sem hann myndi stofna, þar sem ekkert kæmi neinum öðrum við. Stefnan gengi út á að davíð oddson réttlætti sig í klúðurmálum Seðlabanka Íslands. Önnur mál kæmu öðrum heldur ekki við.

En það á undir öllum kringumstæðum að reka manninn fyrir óstjórn, spillingu, getuleysi, vanhæfi og allt hitt sem hann hefur gert sig sekan um.

nicejerk, 4.12.2008 kl. 07:02

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég geri ráð fyrir að hann hafi farið í stjórnmál til þess að skilja eftir sig spor í sögu Íslands. Það er talað um að þá sé best að hætta á toppinum. Hann er gjörsamlega búinn að klúðra því. Hans verður minnst í sögunni sem Hitler Íslands.

Sumarliði Einar Daðason, 4.12.2008 kl. 07:18

3 identicon

Það þarf ekki vitnana við Davíð er slæmur á geðinu.Það ku vera rólegt að gera upp á Geðdeild,það er allavega slæmt ástand á honum núnna.Eitkver verður að hjálpa honum úr þessu hugarástndi.En það er erfitt að hjálpa Davíð þessi geðveila í honum er í ættini.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 07:50

4 identicon

DO er valdasjúkur geðsjúklingur ( eða kannski kjúklingur ) og HANA NÚ !!!!

Ólöf (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:22

5 Smámynd: Smjerjarmur

Það er ljótt að sjá fólk leggja stjórnmálamenn í einelti, sér í lagi á nafnlausu bloggi.  Leiðinlegt að fólk skuli naga svona í bakið á náunganum. 

Skamm!

Smjerjarmur, 4.12.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband