Gengur Geir fyrir lygi og blekkingum

Geir Haarde var marg oft spurður um skilyrði IMF lánsinn eftir að samningaviðræunum í Reykjavík lauk.  Geir sagði alltaf að engin óeðlileg skilyrði væru í samningsuppkastinu sem leggj átti fyrir stjórn sjóðsins.  Nú virðist annað komið í ljós.  Skilyrði fyrir láninu er að samningar náist við Breta, sem eiga ekki  minnstan þátt í erfiöleikum þjóðarinnar og Hollendiga um Icesave reikningana.

Íslensku þjóðinni er stillt upp við vegg og sagt að sleikja hendurnar á Gordon Brown og borga það sem hann vill. Þá hlaupi Alþjóða gjaldeyrissjóurinn undir bagga.  

Það er löngu vitað að aðstoð Norðurlandanna og annara landa er háð aðstoð IMF.  Þar með er það ljóst að verðum við ekki við fjárkúgun Breta og Hollendinga verðum við að hjálpa okkur sjálf án utanað komnandi aðstoðar.

Geir Haarde hefur því sagt þjóðinni ósatt þegar hann talaði um ágæti IMF-samningsins.  Hann laug líka að þjóð sinni þegar hann neitaði að staða Davíðs hefði verið rædd á ríkistjórnarfundi.

 Ætlar þjóðin að láta lygara komast upp með vera forsætisráðherra sinn.

Sem dæmi má nefna að í Noregi, þaðan sem Geir er ættaður, hafa tveir ráðherrar verið reknir á kjörtímabilinu vegna þess að þeir lugu að þjóðinni.  Lýðræðið í Noregi er því öllu virkara en á Íslandi þar sem stjórnvöld komast upp með að ljúga og svíkja, troða vinum og ættingjum í feitustu embættin og neita svo að bera ábyrgð á gerðum sínum þegar augljóst er að þeir hafa framið embættisafglöp af versta tagi.

Hver er munurinn á siðferði forsætisráðherra Íslands og Augusto Pinochet, Mugabe og Putin?

 


mbl.is Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan Davíð var borgarstjóri hef ég aldrei skilið þessa þrælslund íslensku þjóðarinnar. Ég er viss um að þó það kæmi í ljós að maðurinn væri mannæta og fjöldamorðingi myndu stuðningsmenn ekki missa móðinn. Þeir myndu sennilega bjóða fram sjálfa sig á matseðil hans. Þetta er mér nokkuð umhugsunarefni. Ef það að vera íslendingur er að láta ljúga sig fullann, ræna sig aleigunni og almennt troða sér í drulluna, tja þá er ég kannski ekki eins mikill íslendingur og ég hélt. Kannski er ég frekar færeyingur?

Jón (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:03

2 identicon

Ég er ekki að verja ríkisstjórnina eða seðlabankann, ég vill að þau beri ábyrgð á gjörðum sínum. En við vitum ekki hvort það er í skilmálum IMF að það þurfi að vera búið að gera upp við Hollendinga og Breta. Þær þjóðir og nokkrar aðrar eru að beita sér fyrir því innan sjóðsins að lánið verði ekki samþykkt nema þetta verði útkljáð.

Gams (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir-laug, og gerir enn.

Nú fara heykvíslar á loft. Lengi lifi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Heidi Strand

Svarið er augljóst.

Heidi Strand, 6.11.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband