Alltaf sama andskotans nöldrið í Wenger

Það er alveg með ólíkindun hve hinn frábæri knattspyrnustjóri, Arsene Wenger, hefur litla sjálfsgagnrýni.  Í hver einasta sinn sem sem Nalarnir tapa finnur hann allltaf einhverja hvöt hjá sér til að kenna öðrum en sjálfum sér og leikmönnunum um.  Ekki einu sinni Ferguson er eins smásmugulegur og Wenger hvað þetta varðar.  Wenger skeytir jafnvel skapi sínu á vallarstarfsfólki svo fáránlegt sem það er nú.

Liverpool náði aðeins jefntefli við Stoke á Anfield um daginn.  Ekki var Benni að kenna dómurunum um tvö töpuð stig eða þá hörku leikmanna Stoke.  Benitez sagði einfaldelga að þeir hefðu einfaldlega ekki verið nógu góðir.

Þá sjaldan Chelsea tapaði undir Murino varð hann alltaf grautfúll.  En hann úthúðaði ekki dómurum eða andstæðingunum.  Arsene Wenger verður að fara að vaxa upp úr þessari barnalegu áráttu sinni og einbeita sér að sínum eigin leikmönnum þegar hann þarf að skeyta skapi sínu á einherjum eftir tapleiki Arsenal.  Þetta er leiðinlegur blettur á lang næstbesta stjóranum í enska boltanum


mbl.is Wenger sakar Stokemenn um hrottaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona Svona

 Þessar tæklingar eru helvíti grófar elsku vinur og þú sérð það væntanlega ef þú skoðar þær betur.

Já Wenger var svoldið að tuða yfir hrottaskap í fyrra - enda meiddust tveir leikmenn í liðinu og óvíst hvort þeir komi til með spila fótbolta framar,það eru þeir Rosiscky og Eduardo meiddust báðir verulega illa, sem og Van Persie sem var meiddur meirihlutann af season inu.

Hluti af ástæðunni er hvernig liðið spilar, það eru margar stuttar sendingar sem auka áhættu á contact - sérstaklega þegar menn eru yfirspilaðir að mönnum hitni í hamsi og fari í manninn eftir að boltinn er farinn. 

Nefndu mér annað lið sem missti tvo af sínum fastamönnum í yfir ársmeiðsl og óvissu um að myndu spila aftur á ævinni!

 Í þessu samhengi hlýturu að sjá að þér og að Wengerinn veit hvað hann er að tala um.

Wengerinn hefur líka kvartað mikið yfir franska landsliðssjúkraþjálfaranum sem hefur verið að kalla inn leikmenn sem hafa ekki verið í formi fyrir Arsenal - afhverju ættur þeir að vera í formi fyrir Frakkland.

Og knattspyrnusambands afríku og bitnar Afríkubikarinn meir á Arsenal en nokkru öðru meistaradeildarliði enda hefur hann ærna ástæðu til þess einnig.  

Tryggvi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Dunni

Karlinn er alltaf kvartandi. Það er eiginlega það eina sem ég set út á hann. Ekkert eiginelga.  Það er það eina. En þetta er hvimleiður ávani að tuða alltaf út í allt og alla en líta aldrei í eigin barm.

Dunni, 4.11.2008 kl. 21:48

3 identicon

Góður pistill, algjörlega sammála.

En ég er ekki sammála þv, Tryggvi, að Afríkukeppnin bitni mest á Arsenal - hvernig var það með Portsmouth í fyrra, þurfti Redknapp ekki að fullnýta janúargluggann vegna þess hversu margir af hans mönnum fóru að spila fyrir landslið sitt?

Pálmi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband