Bullandi ágreiningur í ríkistjórninni um Seðlabankann

Ekkert nýtt komfram á blaðamannafundi Geirs og Ingibjargar í dag. Þau komu þó vel fyrir. Huggulega klædd og Geir var svo landsföðurlegur að þrátt fyrir að hann hafi gabbað fólk á þennan svokallaða blaðamannafund getur maður ekki reiðst út í hann.

En eitt fengum við staðfest. Það er bullandi ágreiningur í ríkistjórninni um hvað gera eigi við Davíð. Mesta fjármálaóreiðumann í sögu lýðveldisins.  Ingibjörg vill reka hann en enn og aftur endurtekur Geir að hann beri fullt traust til hans.  Greinilegt að Geir er hundtryggur vinum sínum. Góður kostur það en í þetta sinn dálítið dýr íslensku þjóðinni.

En það sem kemur manni mest á óvart í öllu þessu moldviðri er að atvinnunöldrarinn og formaður VG, Steingrímur Sigfússon, hefur ekki hallað einu orði að Seðlabankastjóranum.  Hvað hafa þeir, gömlu fjendurnir í pólitíkinni, verið að plotta sín á milli?


mbl.is Skorar á útflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem VG eru að steypa núna er líka einskins virði...

Þó að erindi sé sent til sjóðsisn og samningaviðræður hafnar þarf Alþingi að koma saman áður en nokkuð er samþykkt.

Þar sem engin skilyrði hafa verið sett um einkavæðingu eða veð í auðlindum hefur ekki þurft að bera þetta undir viðeigandi ráðherra og því enn í raun á hálfgerðu "seðlabanka leveli"...

Það er eins og þeir séu að betla eftir upplýsingum sem þeir hafa bara ekkert við að gera í augnablikinu.

Þeir eru voðalega breskir í hugsun að vilja hafa eftirlit með öllu...   . 

KK (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það væri nú ekki gáfuleg Ríkisstjórn ef ekki væri ágreiningur. Hann er af hinu góða. Það eru hinsvegar ekki margir, líklega enginn stjórnmálamaður sem hefði stjórnað þjóðarskútunni í gegnum þessa erfiðleika og Geir hefur gert. Það verður aldrei af honum tekið. Hans mesti styrkur, sem reynist honum svo vel núna er traust, dugnaður og að vera vel gefinn sem hann sýnir best við þessar aðstæður. Það er fáránegt að skella skuldinni á hann. Hvað segir fólk um Greenspan? Eða Svissneska ríkið? Eða allan hinn vestræna heim? Allt Geir og Davíð að kenna?

Baldvin Jónsson, 24.10.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Eigi skil ég þetta,mesta fjármálaóreiðumann Íslandssögunar?????????? Ónei....

Ég vil draga bankastjóranna og þá auðmenn sem áttu bankanna til ábyrgðar,ekkert annað en landráðamenn sem rústuðu hagkerfinu hér,beint í fangelsi með þá...en ekki í svítunum hér á landi.

Ætli þeir séu ekki hlæjandi af okkur núna,sem þurfa að borga skellinn eftir þá,með sína milljarða á vísum stað...

Ég var dæmalaus heimskur að hafa ekki tekið mína aura úr bankanum þegar þeir fengu þá á skottprís.

Þeir eiga að kunna að nota frelsið,en ætluðu sér ekkert annað en að rústa okkur.

Vona að þeim líði vel.

Áfram Ísland. 

Halldór Jóhannsson, 24.10.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Dunni

Skrifaði aldrei um Íslandsöguna.  Bara lýðveldisins.  Seðlabankinn er banki bankanna og á að sjá til þess, samkcæmt lögumum seðlabanka, að viðskiptabankarnir fari ekki fram úr sjálfum sér.  Davíð Oddson var forsætisráðherra þegar "nýfrjálshyggjulögin" voru samýkkt. Hann hefur verið Seðlabankastjóri í tæp 2 ár.  Hann ber, perssónulega, mikla ábyrgð á efnahagslífi þjóðarinnar og penigamálastefnu ríkistjórnarinnar sem helsti ráðgjafi hennar.

Dunni, 24.10.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband