Hefðbundin viðbrögð

Sagan sem hér er sögð frá Flateyri gæti alveg eins verið frá hvaða stað á Norðurlöndum sem er. Alla vega frá Noregi.  Á þeim uppgangstímum sem hér hafa verið síðustu árin hafa hátt í 100 þúsund Póverjar flutt til Noregs.  Þeir hafa haldið iðanðinum byggingariðnaðinum gangandi þar sem nroskir byggingaverkamenn og smiðir hafa komið sér fyrir í betur launuðum störfum í samgélagiu.  Auk þess hefur aldrei verið meira byggt í þessu konungsríki svo Pólverjarnir hafa verið "algert must" hér í landinu.

Margir Norðmenn hafa ekki skilið mikilvægi Pólverjanna í samfélaginu og hnýtt í þá ókvæðisorðum. Margir atvinnurekendur hafa farið með þá eins og skepnur og staflað allt að 8 pólverjum inn í 20 feta vörugáma sem veirð hafa þeirra heimili þar til Alþýðusambandið greip inn í.

Ég verð að segja eins og er að dæmið frá Flateyri er svolítið dæmigert fyrir fleiri staði á Íslandi þar sem heimamenn nenna ekki lengur að vinna í fiski of finna sér einhver þurr og þrifalegri störf í staðin. Gjaran betur borguð. Nú þegar velmegun fer vaxandi í Póllandi eftir að landið varð meðlimur af ESB, vilja margir Pólverjar gjarnan flytjast heim.  Atvinnuleysi fer ört minnkandi og launin hafa hækkað umtalsvert á nokkrum árum. Yfir hverju eiga þeir að hanga á Íslandi í dag.

Þeir 100 Flateyringar sem eftir verða þegar Póverjarnir eru farnir verða nú að sjá um sig sjálfir. Þeir verða að taka sig saman í andlitinu og halda fiskvinnslunni gangandi sjálfir.  Annars verður Flateyri bara líflaus draugabær. Og það er ekki ákkurat það sem Flateyri á skilið eftir allt sem þar á undan er gengið síðustu áratugina.

Nú á það  víða við á Íslandi að Guð hjálpar þeim sem reyna að hjálpa sér sjálfir.  Aðrir eiga ekki hjálp skilið. 


mbl.is Fólksflótti frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Velmegun er vaxandi í Póllandi af stórum hlutaf af því að milljónir Pólverja hafa unnið í öðrum löndum og sent peningana heim. Það skapar gríðarlegar tekjur. 

Fannar frá Rifi, 21.10.2008 kl. 11:26

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Svona hefur þetta nú líka verið hér á Íslandi Dunni held að hafi verið farið illa með þetta fólk ansi víða. Ég þekki nokkra pólverja og það er allt hið besta fólk. Er að leigja Pólverjum gamla húsið mitt og skilvísara fólk er ekki til. En auðvitað eru svartir sauðir allstaðar. En eru ekki mestu glæpamenn Íslandssögunar fyrr og síðar að poppa upp núna, og það eru Íslendingar. Annars bestu kveðjur til þín Dunni minn.

Grétar Rögnvarsson, 21.10.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Dunni

Mikið rétt.Pólverjar hafa verið duglegir að senda peninga heim hvar sem þeir hafa verið í vinnu.  En nú er bara öldin önnur í Póllandi. Stöðugleiki í efnahagslífinu og mikil uppbygging með hjálp frá ESB. Nú er það að gerast í Póllandi semgerðist fyrir 5 árum í Eistlandi og Lettlandi. Ekkert nema gott um þetta að segja.

Veit að það hefur verið farið illa með marga útlendinga á Íslandi.  Það er lítið betra þar en hér í landi.  Finnast alltaf  einhverjir sem vilja notfæra sér málleysi farandverkafólksins. Get vel tekið undir að Pólverjar eru heiðarlegt fólk. Í mínum skóla, sem er nýbúaskóli í miðborg Óslar, eru Pólverjar orðnir þeir þriðju fjölmennustu i skólanum.  Á eftir Pakistönum og Sómölum. Annars er ég með nemendur frá 23 þjóðlöndum. Dágóður kokteill það.  

Dunni, 21.10.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband