"Ég fagna þessari ákvörðun seðlabankans mjög. Mér finnst hún mjög skynsamleg í ljósi aðstæðna.
Svo mælir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, um stýrivaxtalækkun Seðlabanki Íslands.
Ég efast ekki um að jörgvin trúir á skynsemi þeirra í Seðlabankanum. Hún er sjáfagt til staðar. Hitt er annað málá þessi stýrivaxtalækkun kemur allt of sient og er alltof lítil. Það bendir til að djúpst sé á skynsemi þeirra í bankanum.
En batnandi mönnum er best að lifa. Þetta er eina lífsmarkið sem sést hefur í Seðlabankanum síðan hann rústaði efnahag þjóðarinnar með þjóðnýtingu Glitnis. Mér finnst tími til kominn að Björgvin fari nú að taka undir orð formanns síns og utanríkisráðherra um að fjarlægja beri þessa ofur skynsömu Seðlabankastjórn. Eða er Björgvin kannski genginn í Sjáfstæðisflokkinn og ætlar að hasla sér völl í hinum fámenna Davíðs-Geirs armi frjálshyggjuflokksins?
Skynsamleg ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Innlent
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
Erlent
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Höfundur síðunnar má ekki líta fram hjá þeirri alþjóðlegu þróun sem átt hefur sér stað og skellur með hvað mestum þunga hér hjá okkur. Stjórnvöld ákváðu sameiginlega hvernig taka bæri á Glitni - og reyndar má benda á að nýr Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, Paul Krugman, taldi þessa leið skynsamlega. Við ráðum ekki við alheimsþróunina hér á landi - en vissulega hefur stærð bankakerfisins haft sín áhrif.
Teddi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:54
Mér þykir þú bara jákvæður í dag, elsku vin!! Mér sýnist þetta verða blátt áfram hlægilegt. Mér er þó sagt að mér vitrari mönnum í hagstýringum og vaxtafræðum, að þetta skipti máli. Ég finn eitthvað svo voðalega fyrir óþolinmæðistendensum mínum þessa dagana. Finnst engum nema mér þetta ganga alltof hægt?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:49
Teddi. Höfundur síðunnar lítur alls ekki framhjá þeirri alþjóðlegu þróun sem átt hefur sér stað. En af hverju voru Íslendingar verr í stakk búnir til að mæta heimskreppunni en nágrannalöndin? Ástæðan var einföld. Á Íslandi var óðaverðbólga. Stýrivextir voru þeir hæstu í heiminum. Og gjaldmiðilinn, krónan, var ónýt og stóð ekki undir efnahagskerfinu á eyjunni. Þetta höfðu menn vitað lengi án þess að gera nokkuð. Bankarnir höfðu hvað eftir annað beðið um að fá að gera upp í evrum en Seðlabankinn sagði nei.
PS Krugman hefur hevrgi minnst á að þjóðnýting Glitnis hafi verið skynsamleg.
GAA Þú ert ekki ein um að finnast aðgerðirnar ganga hægt. Frændur okkar í olíu og konungsríkinu eru undrandi á gaufinu á stjórnvöldum á Íslandi sem ekki hafa slegið á þráðinn til Jens þó hann sé marg búinn að bjóða fram aðstoð. Þetta er bara ekki hægt.
Annars hringdi norsk vinkona mín á Íslandi í mig. Sú er kennari á topplaunumog nú fær hún útborgaðar 9000 NOK á mánuði eftir skatt. Hér myndu útborguð laun vera í kringum 23000 NOK.
Dunni, 15.10.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.