Í ljósi þess að fulltrúar stjórnvalda eru núna betlandi um peninga á a.m.k. þrem stöðum í heiminum veltir maður fyrir sér hvort Davíð Odddson bara bullaði í Kastljósinu fræga þegar hann sagði "Við borgum ekki" og brosti út að eyrum.
Allt átti að vera svo auðvelt þegar búið væri að skera útlendu rekstrareiningar bankanna frá þeim íslensku og skilja skuldirnar eftir hjá hinum heimsku Evrópubúum sem voru svo vitlausir að treysta Íslendingum. Erlendu skuldirnar áttu sem sagt að vera vandamál Englendinga, Dana Norðmanna, Hollendinga o.s.frv. meðan íslenska þjóðin gat setið glöð og skuldlaus heima og hlegið að sauðahjörðinni í útlöndum sem sat uppi með skuldir bankanna.
Svo viðriðst sem þetta hafi ekki gengið eftir. Við erum sem sagt að reyna að verða okkur út um gjaldeyri í Rússland, Danmörku og Noregi sem og hjá IMF. Allt er þetta lánsfé sem þýðir, öfugt við það sem Davíð sagði, að þjóðin, sem nú er skuldlaus við útlönd, verður sokkin upp að eyrum í erlendum skuldum þegar öll þessi lán eru komin í höfn.
Sem dæmi um Rússalánið, upp á 4 milljarða evra, mun það skilja hvert einasta mannsbarn á Íslandi eftir með 2.4 milljón króna skuld við risaveldið í austri. Talan er fengin miðað við að NOK sé 20 ÍKR. Það er að öllum líkindum of lágt reiknað þar sem ekkert gengi er á íslensku krónunni í Noregi núna.
Það er því deginum ljósara að Davíð reyndi að slá ryki í augu fólks þegar hann útlistaði fyrir þjóðinni og greinilega Brown og Darling líka, að við yrðum skuldlaus þjóð sem stæði betur eftir töfralausnir Seðlabankans en nokkurn tíman áður. Allt bendir til að íslenska þjóðin sé að fara inn í svartasta skuldatímabil á lýðveldistímanum og sjálfstæði þjóðarinnar er að veði.
Davíð skuldar þjóðinni skýringar og það afdráttarlausar. Það bendir óneitanlega til að Davíð hefur áttað sig á mistökum sínum og glapræði að erlendumfjölmiðlum hefur ekki tekist að fá hann í viðtöl síðan um mánaðamót. Hann getur einfaldlega ekki varið gjörðir sínar fyrir umheiminum. Hann hefur rúið þjóðina trausti á erlendri grund. Sjálfur er hann rúinn trausti bæði heimafyrir og um heim allan. Hann á að sjálfsögðu að sjá sóma sinn í að segja af sér áður en hann gerir illt verra.
PS. Ef ég ætla að græða á því að borga íslenska Visareikninginn með því að borga með NOK fer greiðslan mín aldrei lengra en í norska viðskiptabankann. Þar er sendingin gerð upptæk til að borga skuldir íslensku bankanna í Noregi. Svona er að vera íslendingur í útlöndum í dag.
Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.