Vilhjįlmur meš tóma vitleysu

Ég hef aldrei veriš ķ sama bįt og Vilhjįlmur Egilsson į hinum pólitķska sjó. Hitt er annaš mįl aš ég hef alltaf lagt viš hlustirnar žegar hann hefur eitthvaš fram aš fęra žvķ žaš er sem oftast einhver broddur og góšar hugmyndir ķ žvķ sem hann segir.  En ķ kvöld brįst honum algerlega bogalistin er hann įtti aš rökręša viš Ögmund um IMF.  Žvķ mišur mętti Vilhjįlmur algerlega óundirbśinn ķ Kastljósiš og bullaši gamla frjįlshyggjufrasa.

Ögmundur mętti hins vegar stķgvélafullur af upplżsingum ķ žįttinn.  Vitnaši ķ nżjustu skķrslu sjóšsnins žar sem tķunduš eru žau skilyrši sem sjóšurinn setur žeim löndum sem hann kemur til hjįlpar.  Aušvitaš er įstandiš öšruvķsi hér į landi en ķ Mósabķk og Argentķnu. En žaš eru litlar lķkur į žvķ aš sjóšurinn bylti vinnureglum sķnum žegar hann ętlar aš hjįlpa Ķslandi. 

IMF leggur höfuš įherslu į frjįls markašvišskipti og sem allra minnst afskipti rķkisins af višskiptalķfinu.  Viš erum einmitt aš ganga ķ gegnum reynsluna aš žvķ nśna.  Og okkar litla hagkerfi žoldi einfaldlega ekki frjįlshyggjuna  Blašran sprakk og efnahagur žjóšarinnar fauk śt ķ vešur og vind.  Viš žurfum ekki į IMF aš halda til aš endurreisa žaš kerfi aftur.  Viš žurfum aš lķta til Noršurlandanna sem bśa viš miklu blandašra hagkerfi en viš. 

Ķ Noregi er kreppa. Og hśn kemur illa viš bankana. En hér er stöšugleiki. Rķkiš į um 30% ķ stęrstu bönkunum og hefur žvķ fulla yfirsżn um hvaš er aš gerast į markašnum.  Gengiš er nokkuš tryggt og veršbólga ķ lįgmarki. Rķkiš į nęgan gjaldeyri og ekki er hętta į stöšvun hjóla atvinnulķfisins og fjöldaatvinnuleysi.  Ljóst er žó aš atvinnuleysi mun aukast og žaš mest į kostnaš śtlendinga sem komiš hafa ķ haugum hingaš til aš vinna ķ byggingarišnašinum.

Noregur nęr sér śt śr kreppunni į 2 - 4 įrum mešan Ķsland veršur aš eyša 10 - 20 įrum ķ aš koma žjóšinni aftur į žaš efnahagsstig sem hśn var į fyrir įri sķšan.  Žökk sé stöšugleika ķ efnahagskerfinu.


mbl.is IMF tilbśinn aš hjįlpa Ķslandi
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nżjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband