Leiðtogar rokksins

Ég las skemmtilegt blogg á síðunni hans Jens Guð. Er reyndar búinn að lesa það tvisvar.  Það fjallaði um kosningu breska tónlistatímaritsins, NME, á fremstu leiðtogum rokkhljómsveitanna gegnum tíðina  

Það er allataf gaman að velta svona kosningum fyrir sér. Þær vekja upp miklu fleiri spurningar en þær svara. Enda eru ær enginn stórisannleikur, sem betur fer. Annars væri tónlistarheimurinn bæði í mónó og sauðalitunum og ekki hlustað á aðra sveit en Bítlana.

Mér þótti vænt um að sjá Marc Bolan, sáluga þarna meðal þeirra fremstu.  Hann var ótrúlegur snillingur. Það varð ég að viðurkenna þó það tæki mig langan tíma. Því miður féll hann í valinn fyrir þjóðveginum alltof snemma. Tónlist T-Rex var léttrokkað popp, aðeins prog einstaka sinnum en vöru,erkið var taktfastur og góður trommu/bassaleikur ásamt gítarriffunum hjá Bolan. Var svo hepinn að ná mér í hörku safndisk með sveitinni í London fyrir ca 10 árum. Þar eru öll lögin "uppáhaldslög"

Steve marriottÉg sakna hins vegar að sjá ekki Steve Marriott, Small Faces leiðtogann, á listanum. Hann var einn allra mesti karakterinn í bresku rokki á sínum tíma. Líka eftir að hann stofnaði Humble Pie með undrabarniu frá Heard, Peter Framton.  Sá stóð allan tíman í Skugga Marriott meðan þeir voru báðir í HP.  Humple Pie varð ekki gömul hljómsveit.  Þeir Framton og Marriott vildu báðir verða leiðtogar og þá rimmu vann Marriott.  Hljómsveitin leystit upp og í stað "heavy rock" snéri Steve Marriott sér að blues tónlist og blúsuðu poppi.  Hann harðneitaði alla tíð að spila Small Faces lögin á tónleikum aðdáendum sínum til mikilla ama.  En bautasteinn hans er sá að allt sem hann gerði var meira en í meðallagi gott.  Marriott lést í eldsvoða á sveitasetri sínu á  Englandi í apríl 1991.  Hvet alla áhugamenn um breska rokkútrásina að kynna sér Steve Marriott rækilega.

Þá finnst mér líka að T.Y. A. höfðinginn hefði vel getað verið í þessum hópi.

Svo langar mig til að nefna einn sem alla tíð hefur verið vanmetinn.  Það er sjálfur Mick Ronson.  Maðurinn á bak við David Bowie. Sá er í raun á stærstsa þáttinn í lagasmíðurm Bowie í upphafinu. Sá er var primus motor í bandinu á sviði og lagði sitt af mörkum í hljóðverinu líka.  Eftir að Bowie rak hann úr sveit sinni hefur hann aldrei gert plötur í sama gæðaflokki og þá ef frá eru talin Heros þar sem hann réði litlu sjálfur en Brian Eno öllu. Eno gerði reyndar 3 plötur með Bowie en hinar tvær standa Heros langt að baki.

Eftir að slitnaði upp úr samtarfinu við Bowie lék Ronson inn á tvær sólóplötur sem báðar eru virkilega góðar.  Mæli með Play Don't Worry.  Hörku fínn diskur það.  Þá vann hann mikið með Ian Hunter og Mott The Hopple genginu. Hopple var ein skemmtilegasta rokkband Breta á sínum tíma og Hunter platan, All American Ailien Boy, með þeim betri í þeim geira rokksins. 

Mic Ronson er látinn. Skömmu áður en hann dó gerði hann upp feril sinn í viðtali í bresku músikkblaði.  Þar kvaddi hann David Bowie og kallaði hann "pínu lítinn karl.

Þá held ég að aldrei verði hægt að ganga fram hjá Alvin Lee, foringja Ten Years After, þegar leiðtogar rokksins eru dregnir fram í sviðsljósið. T.Y.A. sló eftirminnilega í gegn á Woodstokk tónleikunum og þar sýndi Lee að hann er enginn meðalskussi á gítar.  Sólóið í "I'm Going Home" er í safni 100 bestu gítarsóla sem ég held að hafi verið safnað saman af NME.

Gæti sjálfsagt haldið áfram að velta mér upp úr minningunum langt fram á kvöld en læt hér staðar numið að sinni og nýt þess að hlusta á Steve Marriott á "SCRUBBERS" diksinum sem vinur hans Tim Hinkley setti saman úr efni sem Marriott lét eftir sig er hann kvaddi jarðvistina.

 Setve Marriott var og er kallaður "The little lad with the big voice" enda einn allra besti rokksöngvari sem dregið hefur andann á jörðinni.  (Ekki lítil fullyrðing þetta)Smile

osearch?q=Steve+Marriott&rls=com.microsoft:*:IE-SearchBox&ie=UTF-8&oe=UTF-8&sourceid=ie7&rlz=1I7DANO&um=1&sa=X&oi=video_result_group&resnum=4&ct=title#

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband