Anders Fogh Rasmussen hefur margt látið út úr sér síðan hann varð forsætisráðherra í Danmörku og ekki allt þótt jafn gáfulegt. En karlinn hefur unnið sig upp í áliti meðal þjóðarleiðtoga í Evrópu og nú er svo komið að menn eru farnir að hlusta þegar danskurinn opnar á sér munninn.
Anders er ekki eini ESB-leiðtoginn sem hefur viðrað þá hugmynd að Danmörk væri betur komin nú með evruna með sem gjaldmiðil. Flestir leiðtoga ESB landanna sem ekki hafa evruna eru á sama máli. Menn gera sér grein fyrir því að sterkur og trúverðugur gjaldmiðill er nauðsynlegur.
Af hverju gera íslensk stjórnvöld sér ekki grein fyrir því sama. Erum við alltaf að finna upp hjólið og telja sjálfum okkur trú um við séum bestir. Nú er komið í ljós að við höfum verið vitlausastir allra í viðskiptalífi Evrópu. Ekker land í veröldinn fer eins illa út úr kreppunni eins og litla Ísland sem átti að vera fyrirmynd heimsins um heilbrigði markaðrins og nýfrjálshyggjunnar.
Norska blaðið VG gerði efnahagshrunið á Íslandi að umtalsefni um helgina. Þar er ástandinu á Íslandi líkt við Þýskaland á millistríðsárunum. Reyndar tók VG fram að þeir reiknuðu ekki með að Íslendingar þyrftu að aka fullum pokum af peningaseðlum í hjólbörum í bakaríið til að kaupa fransbrauð en bentu líka á að ekki þyrfti mikið til að svo yrði.
Eins og í Þýskalandi eftir fyrrastríðið er hér mjög há verðbólga. Verðlaus gjaldmiðill og fyrirséð atvinnuleysi. þó svo að sjálfstætt ríki geti aldrei orðið raunverulega gjaldþrota telja Norðmenn Ísland eins nálgæt gjaldþroti og komist verði. Og fari svo að Ísland velji að leita á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þá fúm við ekkert öðruvísi meðhöndlun en þau lönd S-Ameríku og Afríku hafa fengið. Efnahagsstjórnin flyst úr höndum Íslendinga og yfir til sjóðsins. Þetta þýðir að við töpum hluta sjálfstæðis okkar.
VG líkir ástandinu á Íslandi við ástandið í Bandaríkjunum að því leyti að við lifðum um efni fram á erlendum lánum. Það hafi komið íslensku þjóðinni verulega á óvart hvað útrásarvíkingarnir hefðu greitt sjálfum sér í mánaðrlaun. Nákvæmlega eins og bandarískur almenningur trúði hvorki eyrum sínum né augum þegar hann komst að því hve bankastórar þeirra tækju sér í laun. Munurinn væri þó sá að bandaríska efnahhgskerfið er það stærsta í heimi meðan það íslenska er það minnsta.
Að lokum spáir VG því að æði stór hluti hinna 300 þúsund Íslendinga eigi fyrir höndum harðan vetur. Allt vegna þess að stjórnvöld og efnahagsráðgjafar þeirra hlustuðu ekki á fjölmargar viðvaranir sem þeim bárust.
Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.