Er Ísland gjaldþrota.

Það eru ekki margir dagar síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var nánast bannyrði á vörum stjórnvalda.  Okkur var tjáð að hann hjálpaði aðeins þeim ríkjum sem römbuðu á barmi gjaldþrots eða væru orðin gjladþrota.  Þá kæmi sjóðurinn inn með gjaldeyri og tæki um leið yfirstjórn efnahagsmála í viðkoamndi ríkis í sínar hendur.

Í gær töldu hins vegar þeir báðir, Geir og Björgvin, að til greina kæmi að sjóðurinn aðstoðaði okkur til að komast á lappirnar á ný.  Því vaknar sú spurning hvort íslenska ríkið sé nær því að vera gjaldþrota í dag en það var fyrir helgi þegar það var ekki inni í myndinni að leita hjálpar IMF.

Eftir því sem dagarnir liða finns manni einhvern veginn að stjórnvöld upplýsi ekki þjóðina um hver hin raunverulega staða er. Getur það verið að hin skuldlausa íslenska þjóð sé að verða gjaldþrota vegna afglapa leiðtoga hennar?

Við verðum að vona að samningaviðræurnar vð Rússa komi til með að ganga vel.  En við skulum vera alveg klár á því að í þeim eru við með bakið upp að veggnum. Svigrúmið er ekkert.

Kristinn Pétursson skrifaði flott blogg um hin góðu viðskipti sem við áttum á sínum tíma við Sovétríkin. Þeir fengu sjávarútvegsafurðir og minkaskinn fráokkur og við fengum olíu og Lödur frá þeim.  Það féll aldrei neinn skuggi á þessi samskipti og bæði ríkin undu glöð við sitt.  En nú er öldin önnur í Rússlandi. Stjórnvöld þar eru ekki minna gírug en í Bandaríkjunum.  Þau fara með ofbeldi gegn vanmáttugum nágrönnum sínum.  Við getum ekki búist við að þeir rétti að okkur einhverjar rúblur án þess að fá eitthvað í staðinn.  Verðum bara að vona að þeir reynsit sangjarnari í samningunum við okkur en þeir hafa verið í smaningum við Norðmenn um innflutning á eldisfiski.

En eftir stendur áleitin spurning um hvort íslenska lýveldið sé að verða gjaldþrota?


mbl.is Rússar og IMF sameinist um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband