Enski boltinn og Englendingar

Það er ekki oft sem ég tek undir málflutning Michel Platini. Verð að segja eins og er að mér finnst hann forstokkaður hrokagikkur og það hefur mér fundist allt síðan hann var leikmaður Juventus. Það voru aldeilis ólíkir menn, Platini og danski Laudrup.

En nú get ég ekki annað en tekið undir með Fransmanninum. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni í enska boltanum, einkum í úrvalsdeildinni. Erlendir auðmenn eignast sífellt fleiri af félögunum. Fáir enskir þjálfarar finnst lengur enskur í Úrvalsdeildinni. Harry Redknap er að verða eins og síðasti Móhíkaninn þar. Og það sem verra er að Englendingar eru í minnihluta í öllum bestu liðum deildarinnar.

Það þykir bara gott hjá Liverpool að hefja leik með 2 enska leikmenn. Manchester U. býður einstaka sinnum upp á 4 englendinga í sínu byrjunarliði meðan það hendir að Arsenal hefur leik án nokkurs Englendings í byrjunarliði sínu. Hjá Chelsea hefja að jafnaði 2 Englendingar leik.

Svo eru menn hissa á að enska landsliðið sé jafn slakt og það hefur verið undanfarin ár.  Leikmennina vantar einfaldlega reynslu. Sára fáir þeirra eru reglulega í Meistaradeildinni þar sem boðið er upp á besta fótbolta í heiminum.   


mbl.is Platini ósáttur út í ensku liðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Það fór sögum af því að einhver samherji hrækti í nágrenni við Aurelio á æfingu á dögunum. Aurelio bað u björgunarvesti til að komast yfir slummuna. 

Dunni, 9.10.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Dunni

Klárlega.

Dunni, 9.10.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband