Fótboltavöllur

Það er alveg sama hve mikið dekra við Laugardalsvöllinn. Hann verður akdrei skemmtilegur fótboltavöllur. Til þess eru áhorfendur alltof langt frá atinu sem á sér stað í hverjum leik.

Ef fótbolti á að verða vinsæl íþrótt á Íslandi þarf að skapa almennilega umgjörð um hann þannig að fólk lifi sig inn í það sem fram fer á vellinum og finnist það vera þátttakendur í iinhverju sem máli skiptir.

Það gerist ekki eins og fótboltavellir á Íslandi eru í dag nema með einni eða tveimur undantekningum.


mbl.is Dekrað við Laugardalsvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að taka hlaupabrautina, þangað til mun ekki nein alvöru stemmning myndast á knattspyrnuleikjum þarna. Verst bara að KSÍ spanderaði svo miklu í þetta VIP plebbasvæði sitt og endurbætur, fyrir sömu upphæð hefði verið hægt að byggja nýjan 15 þús manna fótboltavöll.

Jón H. (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Dunni

Er sammála ykkur báðum. Það var svolítið gaman að liggja í grasbrekku og horfa á fótboltaleik í gamla daga. Það var svona ákveðin sveitastemning yfir þvi. Á Eskifirði neyddumst við til að standa upp á endann og oftar en ekki var mávagerið sveimandi yfir flokknum sem kominn var til að sjá fótbolta enda fiskihjallar í nágrenninu. Men vel eftir því þegar bolti lenti á mávi nokkrum sem edaði æfi sína með magalendingu á vellinum.  Mávurinn hreinlega sprakk.

Við þurfum  a.m.k. 3 til 4 fótboltavelli á suðvestur horninu. Og þá meina ég lokaða velli og lausa við hlaupabrautir.  Kaplakrikinn kemst næst því að kallast fótboltavöllur og svo er KR-völlurinn að mörgu leyti ágætur. Þyrfti bara að loka honum og mynda þar með skjól fyrir leikmenn og áhorfendur.

Laugardalsvöllurinn þætti ekki boðlegur knattspyrnuvöllur á Norðurlöndum. Þangað kæmi engin nema einu sinni væri hann í Ósló, Stokkhólmi eða Kaupmannahöfn.

Dunni, 10.9.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband