Ekki vitlaus hugmynd

Það væri gaman að vita hvað er að gerast innan Frjálslynda flokksins.  Hefur Guðjón Arnar ákveðið að hætta í stjórnmálum og segja af sér sem formaður F.  Ef svo er er það ekki vitlaus hugmynd að Sigurjón taki við í brúnni.  Hann er yfirleitt bæði faglegur og  málefnalegur í umræðunni um sjávarútvegsmálin.  Nokkuð sem ekki verður sagt um trúðana Magnús H. og Jón M. 

 Svo er náttúrulega Ólafur Friðrik Magnússon góður kostur fyrir flokkinn.

En séu menn að brugga launráð gegn Guðjóni Arnari eru menn að skjóta sig í fótinn.  Guðjón Arnar er persónugervingur Frjálslynda flokksins og sá leiðtogi hans sem lang mestrar virðingar nýtur hjá þjóðinni. Hann hefur marg oft sýnt að hann er vel hæfur  flokksleiðtogi. En því miður fyrir hann og flokkin eru meðal þingliðsins aumkunarverðir sirkusapar sem aðeins eru eftir persónulegum frama.


mbl.is Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Guðjón var besti kostur sem formaður FF á sínum tíma og hefur lengst af staðið sig vel.  Hann er orðinn fullorðinn maður og það er afskaplega lýjandi að stýra flokknum.  Harðvítug innanflokksátök hafa ítrekað komið upp og leitt til þess að fjórðungur þingflokksins hvarf á braut (Gunnar Örlygsson),  síðan framkvæmdarstjórinn,  Margrét Sverrisdóttir,  og hópur með henni sem stofnaði Íslandshreyfinguna.  Borgarstjórnarflokkur F-listans hefur valdið erfiðri stöðu.  Á tímabili voru allir í efstu sætum hans,  þar á meðal borgarstjórinn,  flokksbundnir í öðrum flokki.  Bæjarfulltrúi flokksins á Akranesi lenti í útistöðum við varaformann flokksins og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.  Kristinn H.  Gunnarsson hefur verið í stríði við forystu flokksins og fleiri það sem af er þessu kjörtímabili.

  Þannig mætti áfram telja.  Við sem störfum í flokknum göngum út frá því sem vísu að formannsskipti verði á landsþinginu í janúar.  Flokksmenn hafa verið að velta fyrir sér þeim kostum sem bestir eru í stöðunni.  Af mörgum góðum kostum er Sigurjón Þórðarson sá besti.

Jens Guð, 9.9.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Dunni

Frjálslyndi flokkurinn er ekki fyrsta nýja stjórnmálaflið á Íslandi sem étur sig innan frá í átökum einstaklinga, oft þar sem málefin skipta engu máli. Því miður.  Flokkurinn hefur margt gott á stefnuskrá sinni, sérstaklega í sjávarútvegsmálum.  Hef reynt að fylgjast með eins vel og ég hef getað hérna handan hafsins.

Raunarsagan sem þú rekur hér að ofan segir sitt. Þess vegna er ég hjartanlega sammála þér að þegar finna á nýjan formann þarf að vanda valið.  En ég held  að formannaskipti í Frjálslyndaflokknum verði að fara fram í samráði við Guðjón Arnar. Alveg sama hversu góða kosti menn hafa í stöðuna. 

En eins og staðan er nú er Sigurjón örugglega besti kosturinn sætti Guðjón sig við að stíga af stalli sínum.  Sigurjón nýtur virðingar andstæðinga sinna og það er meira en hægt er að segja um margan pólitíkusinn.

Gangi ykkur vel

Dunni, 9.9.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband