Góð ákvörðun Þorgerðar

Það eru nætum ekki takmörk fyrir heimskulegum fyrirspurnum Jóns Magnússonar í Þinginu.  Hann hefur rausað um bruðlið í Þorgerði Katrínu í sambandi við Kínaferðirnar á ÓL og farið mikinn.

Ég held að hver einasti viti borinn Íslendingur sjá það í hendi sér að það var glæsileg ákvörðun íþróttaræapherrans að gefa sér tíma til að vera viðstödd þann atburð þegar íslenskt lið vinnur í fyrsta sinn til verðlauna á Ólympíuleikum.  Það sýnir þó að a.m.k einn ráðherra í ríkisstjórninni hefur áhuga á verkefni sínu.  Og ef fólki vex í augum að ríkasta þjóð heims geti ekki fórnað 1,8 milljónum í slíka ferð ættum við einfaldlega að leggja niður allar keppnisíþróttir í sparnaðarskyni.  Þá væri kanski hægt að gleðja þjóðina með smá skattalækkun. 1.800.000.oo gefa jú nokkra aura í skattaafslátt ef þeim er jafnað út yfir skattpínda þegnanna.

Ég er engin sérstakur stuðningsmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur en í þessu tilfelli finnst mér hún eiga heiður skilinn. Bæði fyrir að sýna stuðning sinn í verki í Peking, ásamt forsetanum og eins fyrir móttökurnar er landsliðið kom heim.

Áfram Ísland


mbl.is Myndi taka þessa ákvörðun aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband