Mér finnst það nú full langt gengið að halda því fram að þegar leikmenn Grindavíkur ná ekki að standa sig eftir væntingum að allt bæjarfélagið þurfi a skammast sín.
Ég er alveg klár á því að hafnarvörðurinn, skólabílstjórinn eða hjúkkan hefur ekkert að skammast sín fyrir þó UMFG tapi leik. Ekki einu sinni gangaverðirnir í skólanum þurfa að skammst sín.
Ef einhver þarf að skammast sín fyrir að tapa leik eru það þeir leikmenn sem ekki hafa gefið sig 100% í leikinn af einhverri ástæðu. En það er nú bara þannig að menn eru misjafnlega upplagðir á stundum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Hitt er annað mál þegar menn nenna ekki að leggja sig fram eiga þeir að skammast sín oní rassgat fyrir að svíkja félaga sína í liðinu, stuðningsmenn og styrktaraðila. Þar með talið bæjarfélagið sem reitir ótæpilega úr sjóðum sínum til þess að hægt sé að keppa með höfuðið hátt í Grindavík.
En það er góður eiginleki hjá leikmönnum að horfast í augu við staðreyndir og skilja og viðurkenna þegar þeir hafa klikkað. Þá geta þeir tekið sig saman í andlitinu og gert betur næst. Annars ekki.
Áfram Grindavík
Bæjarfélaginu til skammar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | 25.8.2008 | 06:10 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Þú ert nú eitthvað að tapa niður íslenskunni þarna út í Noregi. Orri Freyr segir að frammistaða leikmannanna sé bæjarfélaginu til skammar. Það er á engan hátt hægt að skilja það að aðrir íbúar bæjarins þurfi að skammast sín fyrir frammistöðuna. Eitt er að gera eitthvað til skammar, sjálfum sér eða öðrum. Annað er svo að skammast sín. Annars allt i góðu bróðir, þú lest betur yfir næst.
Óttar Felix Hauksson, 25.8.2008 kl. 23:23
Er alveg sammála. Ég þarf virklega að passa mig orðið í málnotkun minni. Er byrjaður að blanda, einkum í stafsetnignu, rugla vaffi og effi. En eftir að hafa verið íslenskukennari í aldarfjórðung get ég ekki skilið fyrirsögnina í Mogganum öðruvísi en að bæjarfélagið þurfi að skammsat sín fyrir frammistöðu UMFG. Hefði hljómað öðrivísi ef fyrirsögnin hefði verið "Við urðum bæjarfélaginu til skammar."
Ég veit samt 110% að það var ekki meining Orra Freys. En ótrúleg flausturslegt af blaðamanninum sem skrifaði fréttina að setja hana upp með þessum hætti. Við vitum það báðir að orð sem detta út úr leikmönnu strax eftir leiki eru ekki alltaf í samræmi við það sem þeir meina. Það tekur tíma að róa sig niður eftir góða sigra eða slæm töp og í örvæntingu augnabliksins geta oft skondnar ambögur orðið til.
Hafðu það sem allra best og haltu áfram að halda mér við efnið. Tek svona alls ekki nærri mér þegar það er sett fram með þeim hætti sem þú gerir.
Áfram Grindavík
Dunni, 26.8.2008 kl. 05:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.