Heimavöllurinn hættulegur

Það lítur einna helst út fyrir að heimavöllurinn sé Grinvdíkingum hættulegur þessa leiktíðina.  Alla vega gengur okkur illa að safna stigum á annrs fínum fótboltavellinum í höfuðstað Suðurnesjanna. Frömmurum tókst að lappa örlítið upp á tölfræði sína á Grindavíkurvelli þar sem þeir hafa ekki alltaf riðið feitum hestum frá viðureignum sínum.

 Annars hefur greinilega verið háspennna í leikum kvöldisns.  Keflavík tapar stigum með nánast unnin leik gegn KR og það sama gerist í leik Fjölnis og FH þar sem FH-ingar jafna seint í viðbótartíma.  Það var þó alveg ljómandi gott. Það verð ég að segja.  Get ekki unað Keflvíkingu að hirða Íslandsmeistarabikarinn baráttulaust.   Hef fulla trú á að Heimir komi sínum mönnum á skrið aftur.

Nú er nokkuð ljóst að hörmungar Skagamanna eru tilkomnar vegna Guðjóns Þórðarsonar.  Bræðurnir eru búnir að fá einhverjar vikur til að lappa upp á liðið en það dugir bara ekki til.  Skagamenn hljóta að vera með afspyrnu slakt lið að þessu sinni og kanski er það besta lausnin fyrir þá finna sig í 1. deildinni  þar sem þeir finna jafningja sína.  Þeir gulu og glöðu mega muna sinn fífill fegurri.


mbl.is Framarar sigruðu 2:0 í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband