Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn

Hvað er það eiginlega sem Sjálfstæðisflokkurinn vill.  Eru það eingöngu völdin sem hann sækist eftir eða vill hann í raun vinna málefnaleg að framþróun borgarmála. Enn og aftur kemur flokkurinn fram sem persónuleg hagsmunasamtök borgarfulltrúanna en ekki stjórnmálaflokkur.

Það voru hamingjustundir er flokkurinn myndaði meirihluta með Birni Inga og Framsókn. Er það samstarf rauk út í veður og vind voru Birni Inga og Framsókn ekki vandaðar kveðjurnar.  Öllu óvægnari skítkasti hafa fáir mátt sitja undir en Björn Ingi á þeim tíma.  Framsókn var ekki treystandi sögðu borgarfulltrúar Stjálfstæðisflokksins.

Svo kom Tjarnarkvartettinn og niðurlæging Stjálfstæðisflokksins í Reykjavík varð veruleg. Fólk skreið undir felld og fann það ráð að hrekkja kvartettinn og borgarbúa sem mest þeir máttu. Að lokum tókst þeim, með hjálp fársjúks læknis, að koma Degi og hjörð hans frá völdum.

En sá sigur var dýru verði keyptur. Sjúklingurinn og fyrrum flokksbróðir Vilhjálms og co, heimtaði borgarstjórastólinn.  Enn beið virðing Sjálfstæðisflokksins hnekki og niðurlægingin varð meiri en áður hafði þekkst í sögu flokksins.  Hveitibrauðsdagarnir urðu fáir. Kannski voru það bara hveitibrauðsklukkutímar.  Ólafur var óhlýðinn og lét illa að stjórn. Hin metnaðarfulla Hanna Birna, sem eins og Gísli Marteinn, Vilhjálmur og Júlíus V sem öll óskuðu að fá að orna sér í borgarstjórastólnum leist ekkert orðið á blikuna. Í gær sauð svo upp úr.

Auðvitað er það best fyrir borgarbúa að þessu meirihlutasamstarfi ljúki strax. Það hefur kostað borgina mikið og hefði aldrei átt að verða til. Engin hefur tapað meira á vitleysunni en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík. Ef leiðtogar flokksins hafa ekki séð þetta ástand fyrir þegar þeir stofnuðu til hjónabandsins með Ólafi hafa þeir ekki næga yfirsýn til að geta leitt stærsta stjórnmálaflokkinn í stærsta sveitafélagi landsins.  Enda hrundi trúnaðartraustið sem flokkurinn hefur alla tíð haft í borginni og nú stefnir í að stærð flokksins sé að verða eins og VG.

Best væri fyrir Sjálfstæðismenn að taka sér frí frá valdafíkninni það sem af er kjörtímabilinu og skila borginni aftur til Tjarnarkvartettsins. Flokkurinn þar tíma til að sleikja sár sín og koma sér upp af sjúkrabeðinu. 

Með nýju bónorð til Framsóknar verður persónuleg niðurlægin borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins algjör og þeim mun seint takast að þvo stimpil valdagræðginnar úr andlitum sínum. 


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í mínum huga sníst pólitík um það að hafa áhrif og ef fólk er í minnihluta þá hefur það minni áhrif ekki satt? Þannig að það er ekkert skrítið ef sjálfstæðismenn vilja vera við völd ég tel að þegar þessi vitleysa verður nú vonandi yfir borgabúa gengin verði Hanna Birna orðin borgarstjóri og hef ég fulla trú á því að hún muni koma hlutunum í það horfa sem þeir eiga að vera. Ef það er einhver sem hefur dregið sjálfstæðismen niður í þann skít sem þeir eru í dag er það Vilhjálmur Þ. Og ég segi nei takk ekki Tjarnarkvarttetinn aftur af tvennu yllu þá vil ég nú frekar fara í eina sæng með framsókn heldur en að fá þennan Alþýðuflokkssoðning.

Karl Þ Indriðason (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband