VIð brugðum okkur í snartúr" til Danmerkur eftir tónleikana á laugardagsköldið. Það var síðsata ferð sumarsins en á morgun er það vinnan á ný eftir sumarfríið.
Við ókum sem leið lá til Larvíkur til að taka splunkunýja hraðferju frá Colorline. Ferjan sú er byggð af miklu leyti úr plasti og er upp á 11 hæðir. Hún tekur 1928 farþega, 764 bíla og 117 flutningabíla og tengivagna. Þá er báturinn 211,3 metrar á lengd og bílabrautirnar eru samtals rúmlega 4 km.
Báturinn er 211,3 metrar að lengd og mæld 33.500 brúttotonn að stærð. Ganghraðinn er yfir 30 mílur á klukkustund en undir 70% álagi gengur hún 27 sjómílur og á þeirri ferð tekur túrinn aðeins 3 tíma og 45 mínútur yfir Skagerakið. Gamli báturinn var um 8 tíma að dóla sömu leið.
Verst þótti mér að finna ekki upplýsingar um vélarstærðina. En hún er örugglega nokkuð stærri en Lister rokkurinn í Seley gömlu sem var 660 hestöfl.
Verð að segja að sem gamall sjómaður hafði ég gaman að þessari ferð. Lentum í SV-strekkingi og um 5 metra ölduhæð án þess að maður yrði átakanlega var við það. Eitt og eitt bank heyrðist, með viðeigandi hristingi, þegar öldurnar náðu að kyssa botninn á bátnum. Hélt að að svona sigling væri bara ekki möguleg á 27 sjómílum og úfnum sjó. En ég varð að viðurkenna að þetta var bara einfalt mál.
Annars er N-Jótlandið alltaf jafn skemmtilegt heim að sækja. Hirtshals, Fredriskhavn og Sæby eru allt lifandi og skemmtilegir bæjir sem vert er að heimsækja ár hvert. Hafði með mér heim slatta af rauðvíni og hvítvíni sem kostar í Super Brugsen svipað og tveggja lítra kók á Íslandi.
Er bara singjandi, sæll og glaður þó ég hafi ekki komið nálægt síldveiðum í þessari ferð.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.