Frábærir tónleikar hjá Hensley og Haukssyni

Í góðum gír 

Ég fór á tónleika í gærkvöldi.  Ekki með Eiríci Clapton heldur með Eiríki Haukssyni og Ken Hensley með ljómsvitina Live Fire sér til aðstoðar.  Live Fire er í raun hljómsveit sem Eiríkur stofnaði fyrir nokkrum árum gagngert til að spila með Ken Hensley en þeir félagarnir hafa starfað saman meira og minna í hart nær 6 ár.

Þegar ég spurði Hensley hver væri munurinn á að vera í Hljómsveit eins og Uriah Heep og að vera sóló var svarið einfalt.  "Ég er ekki sóló í dag. Ég er í hljómsveitinni Live Fire og sú er ein besta hljómsveit sem ég hef verið í"

Þetta er í annað skiptið sem ég fer á "Gressvik Summer weekwnd" sem venjulega er haldin fyrstu vikuna í ágúst.  Í fyrra var Glenn Huges gestur þeirra og þeir tónleikar eru einvherjir bestu rokktónleikar sem undirritaður hefur verið á.

Væntingarnar voru ekki sérlega miklar að þessu sinni þar sem þetta áttu að vera kveðjutónleikar Hensley í Gressvik en þetta er 5.árið í röð sem hann mætir á svæðið. En tónleikarnir fóru langt fram úr öllum okkar væntingum. Karlinn var í bana stuði og lék á alls oddi þegar hann spjallaði við tónleikagesti og reitti af sér brandara.

Hensley klár í CircleOf Hands

Bandið kom á sviðið nákvæmlega kl 21:30 og eftir það var stanslaus keyrsla til kl 23:00.  Í þetta sinn tóku þeir bara eitt aukalang en náðu að teygja Gipsy upp í ca 12 mínútur.  Að sjálfsögu tók  bandið alla stærstu Uriah Heep standardana.  Persónulega fannst mér tónleikarnir ná toppnum þegar Eiki söng Sweet Freedom eins og engill og þegar hann og Hensley skiptu um hlutverk og þar sem orgelelikarinn tók sér kassagítar og míkrafón í hönd og söng Circle Of Hands meða Eiki lék á hljómborðið.  Hensley er ekki besti söngvari í heimi en þvílíkur "feelingur" í karlinum þegar hann söng eitt af sínum allra fallegust lögum.

Það sem er svo skemmtilegt við Ken Hensley er að hann, eins og flestir aðrir rokkgúrúar, blandar saman gömlu og nýju efni en munurinn er sá á honum og mörgumöðrum, m.a. Eric Clapton, er að nýa Hensley efnið gefur gömlu hit-lögunum ekkert eftir.  Lögin sem hann  tók af Blood On The Higway diskinum voru einfaldlega frábær og lýðurinn kunni þau utan að rétt eins og The Wizard. Fólkið söng með frá fyrstu tónum til þeirra síðustu.

Við gömlu hjónin spjölluðum um það á leiðinni heim að þessir tónleikar hefðu ekkert gefið þeim í fyrra eftir þó Glenn Huges hafi vantað. Sem sagt.  Frábærir tónleikar.

Flottur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Hann er flottur.

De beste har flyttet til Norge.

Heidi Strand, 10.8.2008 kl. 19:13

2 identicon

Blessaður, hefði viljað sá þessa höfðingja en þó sérstaklega snillinginn Glen Huges. Ég var einmitt að hlusta á sérlega kraftmikinn og skemtilegan disk með honum, Tommy Iommy og Kenny Aronoff, fyrrum trommara John Mellencamp. Gripurinn heitir Fused tékkaðu endilega á honum, kveðjur og kleinur til ykkar Ingu.

Álið er málið! 

viðar (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

-- viss um að þetta var betra en Clapton í Egilshöll .....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.8.2008 kl. 22:22

4 identicon

Gaman að sjá þig, Dunni. Skal oppdatere hjemmesiden i løpet av denne uken, og ser frem til å legge ut både nytt og gammelt fra deg. Hils kona di.

Ranja (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 19:02

5 Smámynd: Dunni

Sammála Heidi.  Þeir bestu hafa flutt til Noregs. Vantar bara þig og Matta.

Ég skal segja þér það, kæra vinkona GAA, að ég hefði verið ánægðir með eitt kvöld með Eika og Hensley en  tvö kvöld með Clapton í dag. Mér finnst hann vera orðinn meira eins og afbragðs iðnaðarmaður en listamaður.

Já mágur sæll. Það er nokkuð ljóst að ég kem til með að þefa þennan disk uppi. Glenn Huges er pottþéttur og það er líka Kenny Aronoff.  Á tvær skífur með J.C.M þar sem hann kemur við sögu. Iommy er heldur ekki neitt til að fúlsa við svo framarlega hann er ekki að dragnast með hræið af Ozzy með sér.

Hei Ranja.  Jeg leggir til bildene på en penn og sender deg.  Denne konserten var ikke noe til ð forakte. Den var mega bra synes jeg.  Synes trommeslagern var god men det er fingre gymnastikken til Ken som jeg er ikke helt fornæyd med.  Men han er en kjempe gitarspiller og det som jeg liker med han er at han synes det er så gøy på sena. Han er livlig gutt han. 

Dunni, 12.8.2008 kl. 18:52

6 identicon

Ja, vi er enige når det gjelder Ken Ingwersen - det er noe som mangler. Teknikken er på plass, men det er lite innovativt og gir ikke musikken det løftet den fortjener. Og med Sid på bass burde ikke det vært noe problem! Men en entertainer er han, definitivt! Og jentene liker ham, hehe. Var, som du, spent på trommeslageren. Han var helt grei, men anonym (dvs ingen "signatur"). Litt tung og definert på labben, men det var som forventet. Men det blir bare flisespikking. Herregud, så bra lyd det var i B3'en til Hensley etter reparasjonen! Vá! Og Eiki sang jo helt topp, som så ofte ellers. Men hva synes du om lydbildet? Jeg var ikke fornøyd. Du skulle vært i Reykjavík da de spilte der... Dét var lydbilde, det!

Ranja (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:46

7 Smámynd: Dunni

Jeg var ikke så misfornøyd med lydbildet. Det var  selvsagt ikke helt topps men syntes det passet bra i dette miljøet.  Jeg foretrekker litt mykt og mørkt lydbilde.  Var alltid imponert over lyden hos Ten Years After. De var blandt mine fav vettu.

Har hørt om hvordan det sounded i Reykjavik.  Der var det helt topps etter det jeg har hørt. Vi har mange gode lydteknikere på øya.

Dunni, 13.8.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband