Kíkti inn á skemmtilega bloggsíđu í morgun. Nánar tiltekiđ hjá Jakobi Kristinssyni. Sá ađ hann hafđi bloggađ um Bjarna Harđarson sem mér finnst skemmtilegasti ţingmađur Framsóknarflokksins. Bloggiđ var skemmtilegt aflestrar en ţađ sem fangađ mig enn meir voru bátamydirnar sem Jakob hefur sett svo skemmtilega á síđuna sína.
Ţarna fann ég bát sem ég hef sjálfur veriđ á og skipar stóran sess í huga mínum sem og fleiri bátar sem mér eru minnistćđir einhverra hluta vegna.
Eftir ađ hafa skođađ myndirnar vel og vandlega fór mađur ađ láta hugan renna vítt og breitt um bátaflotan frá 1960 - 1980. Hvađa bátar voru flottastir, hverjir fiskuđu best, hvađa vélar voru í ţeim o.s.frv.
Upp í hugan komu sterkast tveit bátar. Víđir SU 175 og Ásberg RE 22.
Víđir SU var lengi flaggskip íslenska fiskiskipaflotans ţótt hann vćri bara 80 tonna Svíţjóđarbátur. Báturinn bar af fyrir snyrtimennsku og var allatf miklu líkari stífbónađri snekkju en fiskibáti. Ekki vegna ţess ađ ekki kćmi uggi ţar um borđ ţví Víđir var alla tíđ mikiđ aflaskip. Heldur vegna metnađar skipsjórans, Sigga Magg, sem fékk fyrstur íslenskra sjómanna hina íslensku fálkaorđu frá forsetanum.
Siggi var skrautlegur karakter. Hann skrýddist ákveđnum einkennisbúningi ţegar hann stóđ í brúnni á skipi sínu. Ţađ voru svartar vađmálsbuxsur og hvítir ullarsokkar utan yfir skálmarnar. Ţá var karlinn í hvítri ullarpeysu og međ hvíta húfu á hausnum. Ţađ var stíll á honum.
Sigurđur seldi síđan bátinn til Vestmannaeyja ţar sem hann fékk nafniđ Ágústa VE. Báturinn hafđi ekki veriđ lengi í Eyjum ţegar hann leit orđiđ út eins og svínastía miđađ viđ ţađ sem áđur var. Hann sökk síđan á síldveiđum áriđ 1965 ađ mig minnir. Ţar fór fallegur og góđur bátur fyrir lítiđ.
Síđast ţegar ég hitti Sigga Magg var ég á síldveiđum í Norđursjó. Hann var ţá skipstjóri á ransóknarskipinu Árna Friđrikssyni sem var viđ síldarleit í Norđursjónum. Viđ hittumst einu sinni í Leirvík á Shetlandi ţar sem viđ vorum vegna brćlu. Ég hafđi ţá heyrt ađ karlinn vćri ađ hćtta til sjós og spyr hann eitthvađ út í ţađ. ţá sagđi hann setningu sem ég aldrei gleymi.
"Já ég er ađ hćtta. Ţessir vitleysingar ráku mig af ţví ţeir ćtluđu ađ yngja upp hjá sér. Svo réđu ţeir mann sem er ţremur árum yngri en ég".
Vera mín á Ásberginu minnti mig oft á Víđi SU. Björn Jónnson, skipstjórnn ţar um borđ, var ámóta snyrtipinni og Siggi Magg. Ísbjörninn HF átti bátinn og ţví var Ísbjarnarmerkiđ á skorsteininum. Í hvert einasta skipti sem viđ lögđum af stađ í land ţrifum viđ allan bátinn, innan dyra sem utan. Og sérstaklega var passađ upp á ađ bjarndýriđ vćri vel pússađ og ţađ fćri ekkert á milli mála ađ ţarna vćri ísbjörn en ekki skógarbjörn.
Bjössi átti ţađ líka sameiginlegt međ Sigga ađ vera mikill fiskimađur og sérlega gćtinn og öruggur skipstjóri. Báđir gátu ţeir hvesst sig og ţá fór ţađ ekkert fram hjá neinum á dekkinu. Viđ mokfiskuđum ţennan tíma sem ég var um borđ og ég held ađ viđ gaurarnir á Ásberginu höfum bara veriđ nokkuđ stoltir af plássinu okkar. Enda engin ástćđa til annars.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferđir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverđlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumađist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerđi ţekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mćtti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fćr ekki ađgang ađ stefnumótaforriti
- Jarđarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuđi um miđjar nćtur
- Náđi botninum viđ dánarbeđ ömmu sinnar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.