Skagamenn skitu í skóinn sinn

Eins og við var að búast valdi stjórn rekstrafélags ÍA auðveldustu leiðina út úr vanda sínum. Það virðist alltaf vera eina ráðið að reka þjálfara þegar illa gengur.  Alla vega hugsa flestar knattspyrnustjórnir ekki lengra.

Með brottrekstri Guðjóns gerðu Skagamenn tvennt.  Fyrst skitu þeir í skóinn sinn og bitu svo í skottið á sér þegar þeir leituðu til tvíburanna til að taka við skútunni sem þeir réttu við fyrir tveimur árum og fengu uppsagnarbréfið að launum. 

Að reka Guðjón hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun sem kemur til með að kosta félagið milli 5 og 10 milljónir. Ekki kæmi á óvart þó þeir þyrfti að selja Bjarna til að fjármagna þjálfaraskiptin. Og svo situr Þórður sem framkvæmdastjóri félagsins.  Dallas og Falcon Crest voru bara gamanmyndir í samanburðinum við sápuóperuna á Akranesi. 

Skammsýni og skömm eru fyrstu orðin sem manni detta í hug.

Í dag þakkar maður fyrir að vera fæddur í KR og hafa hjartað í Grindavík.

Nú er bara að vona að Gísla og félögum  gangi allt í haginn.  Guðjón er þjálfari með mikla reynslu sem margir vilja njóta. Kæmi mér ekki á óvart þegar upp er staðið að hann sæði eftir sem sigurvegarinn. 


mbl.is Guðjón hættur með ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið kr-ingar hafið auðvitað aldrei rekið þjálfara.....................

Fyrst að þú hefur svona mikið vit á þessu segðu mér þá hverjar hinar leiðirnar voru fyrir skagamenn ? 

Siggi (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:20

2 identicon

Tvö fyrstu orðin sem mér datt í hug voru: MIKIÐ og VAR.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Dunni

Það er svo helvíti gott að á Íslandi og reyndar víðar i álfunni hefur fólk leyfi til að hafa margar og mismunandi skoðanir á hlutunum. En það finnast þó alltaf nokkrir sem ekki þola skoðanir annara og og telja sig vita betur.

En ég vitna gjarnan í sögu Liverpool, Arsenal, og Man. United semafar sjaldan grípa til þess ráðs að reka þjálfara. Í staðinn leysa þessi félög málin í búningsklefanum og skrifstofunum.

Auðvitað geta komið upp þær aðstæður að engin önnur lausn finnst en að losa sig við þjálfarann. En það er oftast neyðarúrræði. Má vel vera að sú hafi verið raunin á Skaganum. Ég bara veit ekki til þess að leitaðahafi verið annara lausna. Þess vegna finnst mér skömmin Skagamanna. Þeir ráku jú tvíburana til að ráða Guðjón. Af hverju gerðu þeir það???

En eitt er þó deginum ljósara. Nú er kominn tími til að fá nýtt þjálfarablóð inn í íslenska boltann. Pólverjinn hjá Fram og Rússinn hjá Val lyftu íslensku knattspyrnunni verulega þegar þeir voru hér á 8. og 9 áratug síðust aldar. Nú þurfum við andlitslyftingu aftur.

Dunni, 21.7.2008 kl. 21:06

4 identicon

Þú sagðir "Eins og við var að búast valdi stjórn rekstrafélags ÍA auðveldustu leiðina út úr vanda sínum".

Ég spurði um hinar leiðirnar fyrir skagamenn. Ekkert svar.

Fyndið líka að þú skulir segja "Ég bara veit ekki til þess að leitaðahafi verið annara lausna".

Hefur þú sambönd inn í stjórn ÍA eða áttirðu von á að aðrar lausnir væru bornar undir þig ?

Ég held að þú ættir bara að halda þig við Dallas..............

Siggi (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 07:35

5 Smámynd: Dunni

Ég hef ágætis sambönd inn í inn í íslenskar íþróttir enda hafa þær verið stór hluti af mínu lifibrauði í næstum 23 ár.

En Siggi!!  Halt þú þig við að spila Lúdó meðan þú getur ekki skrifað Skagamenn rétt.  Það er skrifað með STÓRUM upphafstaf.

Dunni, 22.7.2008 kl. 14:54

6 identicon

Ég hef ekki áhuga fyrir Lúdó og aldrei gefið það í skyn en þú virtist greinilega vera vel inni í Dallas og Falcon Crest.

Það er kannski sorglegt að þú skulir fara út í einhverjar stafsetningarvillur þegar ég hélt að við ætluðum að ræða um fótbolta en það sýnir kannski lélegan málflutning hjá þér. Þú vilt t.d. ekki ræða hversu marga þjálfara "kr-ingar" hafa rekið seinustu ár en það er auðvitað skrýtið að þú skulir fara að vitna í sögu þjálfaramála hjá Man Utd. Gaman af því. 

En ég lærði þó af þér stafsetningu og líka eins og þú skrifar að eftirtalin orð séu samföst "Man. United semafar sjaldan" og "að leitaðahafi verið". Reyndar skildi ég ekki þetta síðara "leitaðahafi". En það er kannski bara ég.

Kveðja úr Keflavík.

Siggi (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 08:51

7 Smámynd: Dunni

Það er nú þannig félagi að ég hef nánast alltaf verið á móti þegar KR hefur rekið þjálfara.  Fékk heldur betur að heyra það frá stjórnarmönnum þegar ég sagði skoðun mína á brottrekstri Luka sínum tíma. Ég var líka undrandi á því þegar Teitur var rekinn og lá ekki á skoðunum mínum um það.

Ef þú hefur fylgst með hvernig Man United hefur unnið úr sínum "krísum" þá hafa þeir fundið aðrar lausnir enn að reka þjálfara. Sama má segja um Liverpool sem reyndar "ráku" 2 þjálfara með tiltölulega stuttu millibili. Þ.e Gerard Houllier og Gream Souness.

Það er nú ekki lengra síðan en rúm 2 ár að Keflvíkingar voru að íhuga að Kristján fjúka.  Ég er klár á að þeir eru ánægðir í dag með þá ákvörðun sem þeir tóku og vinnuferlið eftir það.  Það sýnir staða Keflavíkur í dag.

 Með stafsetningarvillurnar.  Auðvitað á maður aldrei að fetta fingur út í þær hér á blogginu. Er alveg sammála þér um um það. Bloggið er fyrir alla. Sama hvernig þeir skrifa orðin eða eru með svo légar tölvur að stundum renna orðin saman án þess að maður taki eftir þvi. En þá á maður auðvitað að lesa yfir það sem maður hefur skrifað.

Hafðu það fínt í Keflavíkinni.  Ég veit af góðri reynlu að það hafa menn kjaftin fyrir neðan nefið og eru ófemnir við að nota hann. 

Dunni, 23.7.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband