Þrútið er loft og þungur sjór Skaganum

Meðan ég sat í sófanum og horfði á Álasund sigra Noregsmeisarana í Brann, 1 - 2, hlustaði ég á lýsinguna á lekjum FH og HK og Breiðabliks og Skagans. Verð að segja að ég vorkenndi Hirti í lýsingunni frá Kópavoginum.  6 - 1 urðu lokatölurnar og nú man ég ekki hvenær Skagamenn hafa tapað svo mörgum leikjum í röð og hvað þá að tapa með 5 marka mun.  Greinilegt að þeir sem nú eru gulir og voru einu sinni glaðir ganga ekki í takt á velinum.

Hvað er eiginlega um að vera??  Kanski Skaginn ætti að reyna að fá æfingaleik við firmalið Húsdýragarðsins til að ná upp sjálfstraustinu.  En það er deginum ljósara að þeir þurfa hjálpa sér sjálfir.  Utanað komandi hjálp fá þeir aldrei inni á vellinum.  

FH fór létt með botnliðið HK eins og við mátti búast eftir 2 tapleiki í röð í deildinni. 

11 mörk í tveimur leikjum er ekki neitt til að fúlsa yfir fyrir knattspyrnuunnendur.  En það hefði gjarnan mátt deila þeim jafnara niður á milli liðanna í kvöld.  Við viljum jú horfa á og heyra lýsingar frá spennandi leikjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband