Bara til að árétta það þá er ég hand viss um að Jakop F. Magnússon er ekkert síður fær um starf miðborgarstjóra en aðrir hugsanlegir umsækjendur. Og jú. Borgarstjóri hélt sér innan reglugerða við ráðninguna.
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hélt sér langt fyrir utan siðferðiskennd almennra borgara við ráðningu vinar síns. Það er það sem kemur betur og betur í ljós í hvert skipti sem hann og aðstoðarmaður hans, Ólöf Guðný, opna á sér munninn til að réttlæta ráðninguna.
Ólafur auglýsti ekki starfið og gaf því ekki öðrum kost á að sækja um það. Hann valdi vinn sinn og greiðir honum hæstu laun sem borgin getur greitt fyrir starfið. Það lítur út fyrir að ráðningin hafi verið leynimakk milli Ólafs og Vilhjálms Þ. fyrrverandi og væntanles borgarstjóra án vitundar annara meirihlutafulltrúa.
Hvernig eigum við að geta tekið þessum vinnubrögðum sem trúverðugum þegar þau endurspegla augljósa siðblindu borgarstjórans. Aumkunarverð tilraun hans til að réttlæta ráðninguna á sjónvarpstöðvunum í gær misheppnaðist fullkomlega. Þar hann rak í vörðurnar og bullaði eða reyndi að grípa fram í fyrir spyrjenda í rökleysukrísu sinni. Og nú sigar embættismönnum sínum til að réttlæta gjörninginn.
Eftir því sem lengra líður á borgarstjóraferil Ólafs F. verður sú mynd sem Spaugstofan dró upp af honum raunsannari með hverjum deginum.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Takk og sömuleiðis Guðlaug Helga
Dunni, 9.5.2008 kl. 16:11
Sæll elsku frændi.
Ég sé að leðurtúllinn hefur ratað á lyklaborðið og endað í bloggheimum. Mikið er gott að vita af því! Ég þurfti ekki að sækja þennan háttinn langt, sjá: www.kaninka.net/birkirfjalar
Þar getur þú séð óbeina hugleiðingu um Ólaf nokkurn F.
Gaman að hafa fundið þig hér og mun ég fylgjast grant með.
Bið að heilsa elsku Ingu. Viltu minna hana á að ég sakna þess að borða grautalummurnar hennar, síðla kvölds í Varmahlíðinni. Kærar minningar það.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.