Færsluflokkur: Bloggar

Frábærir tónleikar hjá Hensley og Haukssyni

Í góðum gír 

Ég fór á tónleika í gærkvöldi.  Ekki með Eiríci Clapton heldur með Eiríki Haukssyni og Ken Hensley með ljómsvitina Live Fire sér til aðstoðar.  Live Fire er í raun hljómsveit sem Eiríkur stofnaði fyrir nokkrum árum gagngert til að spila með Ken Hensley en þeir félagarnir hafa starfað saman meira og minna í hart nær 6 ár.

Þegar ég spurði Hensley hver væri munurinn á að vera í Hljómsveit eins og Uriah Heep og að vera sóló var svarið einfalt.  "Ég er ekki sóló í dag. Ég er í hljómsveitinni Live Fire og sú er ein besta hljómsveit sem ég hef verið í"

Þetta er í annað skiptið sem ég fer á "Gressvik Summer weekwnd" sem venjulega er haldin fyrstu vikuna í ágúst.  Í fyrra var Glenn Huges gestur þeirra og þeir tónleikar eru einvherjir bestu rokktónleikar sem undirritaður hefur verið á.

Væntingarnar voru ekki sérlega miklar að þessu sinni þar sem þetta áttu að vera kveðjutónleikar Hensley í Gressvik en þetta er 5.árið í röð sem hann mætir á svæðið. En tónleikarnir fóru langt fram úr öllum okkar væntingum. Karlinn var í bana stuði og lék á alls oddi þegar hann spjallaði við tónleikagesti og reitti af sér brandara.

Hensley klár í CircleOf Hands

Bandið kom á sviðið nákvæmlega kl 21:30 og eftir það var stanslaus keyrsla til kl 23:00.  Í þetta sinn tóku þeir bara eitt aukalang en náðu að teygja Gipsy upp í ca 12 mínútur.  Að sjálfsögu tók  bandið alla stærstu Uriah Heep standardana.  Persónulega fannst mér tónleikarnir ná toppnum þegar Eiki söng Sweet Freedom eins og engill og þegar hann og Hensley skiptu um hlutverk og þar sem orgelelikarinn tók sér kassagítar og míkrafón í hönd og söng Circle Of Hands meða Eiki lék á hljómborðið.  Hensley er ekki besti söngvari í heimi en þvílíkur "feelingur" í karlinum þegar hann söng eitt af sínum allra fallegust lögum.

Það sem er svo skemmtilegt við Ken Hensley er að hann, eins og flestir aðrir rokkgúrúar, blandar saman gömlu og nýju efni en munurinn er sá á honum og mörgumöðrum, m.a. Eric Clapton, er að nýa Hensley efnið gefur gömlu hit-lögunum ekkert eftir.  Lögin sem hann  tók af Blood On The Higway diskinum voru einfaldlega frábær og lýðurinn kunni þau utan að rétt eins og The Wizard. Fólkið söng með frá fyrstu tónum til þeirra síðustu.

Við gömlu hjónin spjölluðum um það á leiðinni heim að þessir tónleikar hefðu ekkert gefið þeim í fyrra eftir þó Glenn Huges hafi vantað. Sem sagt.  Frábærir tónleikar.

Flottur


Illgirni

Mönnum er í sjáfsvald sett hvaða álit þeir hafa á listamanninum Bubba Morthens.  Svona prívat og persónulega hef ég ekki verið hrifin að honum síðan hann hætti að rokka með Utangarðsmönnum og Egóinu. En það gefur mér ekki rétt til þess að gleðjast yfir því að Bubbi tapi peningum vegna vitlausra fjárfestinga.

Það er eitt að hafa skoðanir á mönnum og málefnum en allt annað að vera stígvélafullur af illgirni eins og þeir sem hlakka yfir því að Bubbi hafi tapað öllum sparnaði sínum.  Það segir einfaldlega miklu meira innræti þeirra en Bubba Morthens sem í einlægni og með heiðarlegum hætti greinir frá óvarlegum fjárfestingum sínum.

Þeir sem hlakka yfir óförum annara ættu að skammast sín og hafa vit á því að opinbera ekki heimsku sína og illt innræti á blogginu.


mbl.is Allur sparnaðurinn fór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bonanza

Þá er laugardags morgunandaktinni lokið.  Hún felst í því að sá sem þessi orð ritar sest í og kveikir á sjónvarpinu og horfir  á Bonanza á TV2.

bonanza2

Hjá þeim Cartwright feðgum örlar ekki á gyðingahatri. Heldur ekki á hartir til Palestínumanna né blökkumanna, indíana eða eskimóa. Ben og drengirinir hata ekki heldur Múhameðstrúafók eða Búddista.  Manngæskan skín úr hverjum andlitsdrætti feðganna á Ponderosa.

Ben vil öllum vel. Engu skiptir hverja synir hans daga heim á stórbýlið.  Ben býður alla velkomna. Sama gera reyndar bræðurnir. Einfeldningurinn Hoss, ofurhuginn "little Joe" og töffarinn Adam eru allir gull af manni.

Það er því hverjum manni bæði hollt og gott að fá með sér boðsapinn frá Ponderosa. Allar illar hugsanir hverfa eins og dögg fyrir sólu og maður tekur á móti deginum  glaður í bragði.

En hvað ætli feðgarir hafi drepið mörg illmenni á árunum 1959 - 1973.


Flott framtak

Ég hefði gjarnan viljað vera á Dalvík í gær.  Fiskur og fiskmeti er minn eftirlætis fæða og þegar ég las um fyrirhugaða fiskisúpu á  netmiðlunum í  gær  vaarð ég hungraðri en ég man eftir að hafa orðið á þessari öld.  En hafði ekki aðstæður til að hafa til mikið í matseld svo ráðið var að sækja harðfisk í frystinn.  Maður verður að bjarga sér á svona stundum.

 Verð að segja að fiskidagurinn er frábært framtak hjá Dalvíkingum og vekur milkla athygli á bænum. Spurning hvort ekki ætti að selja útlendingum ferðir á fiskidaginn.


mbl.is Um 20 þúsund manns á fiskisúpukvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar er ókátur

Gunnar í Krossinum er ókátur nú og getur ekki hugsað sér að gleðjast með þeim sem rölta um í gleðigöngunni.

Það var leiðinlegt að heyra. Ég hélt að Gunnar væri alltaf kátur (í íslenskri merkingu en ekki norskri) því ég man varla eftir að hafa séð trýnið hans á skjánum án þess að þar vottaði fyrir brosi.

Ég er ekki "sódó" en ég gleðst innilega með þeim sem koma út út skápnum og reyna að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er í okkar fordómafulla samfélagi.


Hugsið ykkur!!!!!!!!

Aldrei hefur oppnunarhátíð OL verið glæsilegri en í dag.

Samt sáu kínversk stjónvöld til þess að þeir sem gerðu draum þeirra að veruleika voru reknir úr borginni án launa til þess að hinir tignu erlendu gestir sæu þá ekki.

Margir verkamannanna voru bínir að vinna í 3 ár við Ólympíumannvirkin en voru reknir heim með tómt launaumslag að verkalaunum.

Og svo eigum við bæði forseta og ráðherra sem brostu framan í glæpamennina er þeir stóðu upp og stoltir vefuðu til áhorfenda og heimsbyggðarinnar.


Hermann er einfaldlega einstakur

Það sagpi Drillo og það hefur Redknap sagt líka.

Hermann, Heiðar, Ívar og Brynjar eru einfaldlega verðugir sendiherrar okkar í Englandi.


mbl.is „Hermann, hættu nú að leika við börnin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ási aumur

Það var aumt af Ásmundi stýrimanni að láta Moggann verða fyrstan til að segja frá hagnaði hans sjálf af kvótkerfinu.

Staðreyndin er nefnilega sú að Ási hefur aldeilis ekki alltaf verið á móti kvótkerfinu. Ekki meðan hann sá sér hag í því. Það vita þeir sem voru með honum til sjós.  Hann var bara óheppinn að þurfa að selja sig út áður en kvótaverðið á hinum ýmsu fisktegundum rauk upp úr öllu valdi. 

En Ásmundur er kvótagreifi og notaði hluta kvótagróðans til að fjárfesta í veitingahúsi sem gerði út gleðipinna og bjórþambara.


mbl.is Ásmundur seldi kvótann fyrir 17 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Þetta er mjög flottur árangur hjá Fjölnisstrákunum og þeir geta verið stoltir af frammistöðu sinni.  Þetta sýnir enn og aftur hve vel hefur verið haldið utan um íþróttafélagið í Grafarvoginum. Hef fylgst með úr fjárlægð hvernig félagið er að blómstra bæði í körfubolta og fótbolta.

Svona árangur næst ekki nema góð stjórn og hæfir þjálfarar séu til staðar ásamt ódrepandi áhuga foreldra í hverfinu.


mbl.is Fjölnisstrákar sterkir í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

fóru Grindvíkingar í Grafarvoginn til að sækja stigin þrjú sem í boði voru. Annað hvort væri það. Held að Grindavík ná í 4. sætið eða jafnvel það 3. þegar upp verður staðið í haust.

Leiðinlegt fyrir minn góða vin, Óla Stefán, að vera í vitlausu liði í dag.  Ég veit þó að vinstri helmingur hjarta hans slær með Grindavík.

Þá var það nú aldeilis frábært hjá Austra að bregða sér til Siglufjarðar eftir þremur stigum. Eskifjarðarliðið kemur á óvart.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband