Færsluflokkur: Bloggar
Það er vel skiljanlegt að Pepe Reina og félagar hans í Liverpool séu glaðir. Sigurinn gegn Chelsea á sunnudaginn var ótrúlega mikilvægur fyrir liðið. Eftir eintóm jafntefli í janúar er það að sjálfsögðu frábært að byrja febrúar með sigri yfir einum erfiðasta andstæðingnum.
Og draumurinn lifir. En maður skildi hafa það í huga að Manchester United er 2 stigum á undan núna og þau geta fljótt breyst í 5 stiga forystu. Þess vegna skil ég ekki Benza karlinn þegar hann segir að liðið sé í mjög góðri stöðu ennþá eftir að hafa tapað niður nokkuð góðri forystu.
Liverpool á enn möguleika. En nú er liðið komið í þá stöðu að það þarf að treysta á að önnur lið vinni United. Það finnst mér ekkert sérstaklega góð staða þó við höfum 8 fleiri stig nú en á sama tíma í fyrra. Það er tímabilið 2008 - 2009 sem við þurfum að hugsa um. Við eigum að gleyma 2007 - 2008. Við lifum ekki á því.
Pepe Reina: Mörk Torres héldu draumnum lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.2.2009 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir sem fylgst hafa með Halldóri Blöndal í gegnum tíðina vita að hann er vænn maður og vitur. Auk þess á hann það til að vera manna skemmtilegastur. Sem sagt Halldór er flottur karl og getur verið stoltur af því sem hann hefur afrekað á starfsæfu sinni.
En að halda því fram að menn vilju breyta Seðlabankanum bara af því Davíð Oddson var leiðtogi Sjálfstæðisflokksins bendit tilþess að Halldór hafi haldið sig á tunglinu eða jafnvel enn lengra frá jörðinni síustu árin.
Það kom nefnilega í ljós að pólitísk skipan bankastjóra Seðlabankans er gersamlega misheppnuð. Davíð Oddsson var örugglega góður leiðtogi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann kann ekki að reka Seðlabanka enda hefur hann enga menntun til þess og þaðan af síður reynslu. Það sýndi sig best þegar Davíð þjónýtti Glitini. Seðlabankastjórar í nágrannalöndunum göptu af undrun yfir aðgerðinni og létu svo segja sér þrisvar áður en þeir trúðu heimskupörum íslenska Seðlabanakastjórans.
Bara sá gjörningur Davíðs eyðilagði orðstýr og það trúnaðartraust sem Ísland hafði í samfélagi siðaðra þjóða. Þessi verknaður setti okkur á sama stað og Simbabve og þessi eini gjörningur Davíðs hefði nægt í öllum öðrum vestrænum löndum til að fá upsögn.
Því miður virðist Davíð ekki mikið gefinn fyrir að endurmeta hugmyndir sínar og sjálfsgagrnýni er ekki til í höði hans. Þess vegna getur hann ekki borið ábyrgð á einni mikilvægustu stofnun samfélagsins. Það hefur ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera.
Stundum verða stjórnmálamenn að hlusta á þjóð sína og síðan á samvisku sína. Þann hæfileika hefur Davíð Oddsson ekki. Þess vegna ferðast hann nú um götur borgarinnar með lífverði sér til halds og trausts.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.2.2009 | 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ég er ekki undrandi yfir því örvæntingu Chelsea á leikmannamarkaðnum. Scolari fékk ekki pening til að kaupa leikmenn meðan glugginn var opinn og allir sáu hvernig liðið lék á móti Liverpool á Anfield í gær. Leikmenn liðsins, nema kannski varnarmennirnir, voru eins og tindátar og áttu aðeins 2 skot á markið allan leikinn. Reyndar var skotið bara eitt því seinna "skotið" átti að vera sending en rataði beint í klærnar á Reina.
Við skulum vona að molinn Mílanó verði til að styrkja Chelsea. Það verður leiðinlegt ef liðið nær ekki að sýna bestu hliðar sínar. Engin efast um getu þess á góðum degi og á er virkilega gaman að sjá þá.
Ég er smeykur um að Alex Ferguson verði ekki að ósk sinni um að það verði Chelsea sem fylgi United eftir á toppnum. Lundúnaliðið missti af þeim möguleika í gær. Hræddur um að Skotinn verði að sætta sig við að það verður Spánverji sem andar í hálsmál hans til loka leiktíðarinnar. Nema Spánverjinn stingi af á endasprettinum. Á reyndar ekki von á því. En allt getur gerst í fótbolta og móti er ekki búið fyrr en það er búið.
Ricardo Quaresma til Chelsea á láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.2.2009 | 21:16 (breytt kl. 21:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Oft hef ég velt fyrir mér hvers vegna það er ekki regla að skipta út ráðuneytisstjórnum um leið og nýjar ríkistjórnir taka við. Það kemur í veg fyrir að menn afdankist í þessum mikilvægu embættum og ætti að minnka hættuna á spillingu innan ráðuneytanna.
Einhverjar hrókeringar voru milli ráðuneyta í sumar eða haust. Það bendir tilþess að mönnum hefur þótt rétt að breyta til. Af hverju í ósköpunum hreinsa menn ekki almennilega til í ráðuneytunum með nýjum ráðherrum?
Getur það talist trúverðugt að ráðuneytisstjóri sem starfað hefur í kannski áratug undir stjórn eins og sama ráðherrans og eða flokksins sýni nýjum ráðherrum, kannski pólitískum andstæðingum, sama trúnað.
Skipt um ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.2.2009 | 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Engin efast um getu Robie Keane. Og þó honum hafi ekki tekist að sanna sig sem Liverpool leikmaður segir það ekkert til um hæfileika Írans. Nú er bara að þakka Robbie Keane fyrir að hann lagði sig virkilega fram. Hann bara fann sig ekki í leikstílnum og við því er ekkert að gera.
Menn skulu hafa það hugfast að Rafa Beniez hafði aldrei áhuga á að fá Keane í sinn hóp. Benni vildi fá Garreth Barry en Rick Parry sagði nei og keypti Keane á 20 milljónir, 2 milljónum meir en aston Villa setti upp fyrir Barry.
Þessi kaup á Keane voru ein ástæða þess að Benitez neitaði að skrifa undir nýjan samning við Liverpool fyrir jól. Hann hafði engan áhuga á að stýra liði sem hann réð ekki hvernig leit út. Nú er eigendur félagsins búnir að átta sig á heimskupörum sínum. Benza er lofað alræði í leikmannakaupum og hátt í 4 milljörðum skrifi hann undir.
Spurningin er nú hvort Spánverjinn er búinn að fá nóg af Ameríkönunum sem hafa verið iðnir við að svíkja loforðin um uppbyggingu félagsins. Best væri auðvitað að þeir sæju sóma sinn í að selja félagið til manna sem vita út á hvað enskur fótbolti gengur og gera sér grein fyrir því að það er knattspyrnustjórinn sem er skipstjóri á skútunni en ekki útgerðarmaðurinn.
Keane aftur til Tottenham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.2.2009 | 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kaupþing leggur upp laupana í Finnlandi sem og annarsstaðar á Norðurlöndum. Sennilega finnst ekkert fyrirtæki í Skandinavíu sem er jafn illa þokkað og Kaupþing þessa dagana.
Norska blaðið, Dagens Næringsliv, hefur fórnað töluverðu plássi til umfjöllunar á þessum gjörspillta banka og tilraunum stjórnenda hans til að galdra upp verðmæti hans.
Sagan af Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani sem keypti 5,01% af hlutafé Kaupþings er aðhlátursefni í konungsríkinu. Hinn konungborni Sjeik tók, meðvitað eða ómeðvitað, þátt í fölsunum þeirra Kaupþingsmanna til að hækka verðmæti hlutabréfa í bankanum. Það tókst með því, eins og allir vita núna, að Sjeikinn keypti hlutabréfin en Kaupþing sjálft borgaði þau og þar með jukust skuldir bankans um ófáa milljarða. Sigurður E. og félagar voru ekki ákkurat að hugsa um hinn almenna hluthafa þegar þeir framkvæmdu þann gjörning. Lán bankans til Arabans fór aldrei fyrir bankaeftirlitið eins og skylda er þegar um slík kaup er að ræða. Þar með er ekki hægt að líta öðru vísi á en svo að stjórendur Kaupþings hafi hreinlega stolið stórfé frá hluthöfunum sem töpuð öllu sínu á falli bankans.
Kaupþingsmönnum tókst með trixinu að koma hlutabréfaverðinu hærra upp en það hafði verið síðustu tvo mánuðina þar á undan. En tveimur vikum síðar var sagan öll. Kaupþing farið á hausinn jörðin hafði gleypt stjórnendurna sem fram á síðasta dag sögðu að reksturinn væri í fínu lagi og bankinn stæði traustum fótum.
Upplýsingarnar um að stjórnendur Kaupþings hafi með þessum hætti ráðskast með markaðsverð hlutabréfanna er að sjálfsögðu eins og góð tónlist í eyrum breskra stjórnvalda. Hætt er við að þessi starðeynd eyðileggi töluvert fyrir Íslendingum sem nú undirbúa málshöfðun á breska ríkinu vegna hryðjuverkastimpilsins sem átti a hafa komið Kaupþingi á hausinn.
Það er nokkuð ljóst að það þurfti ekki hryðjuverkalögin til. Sigurður Einarsson og félagar settu Kaupþing sjálfir á hausinn með særingum sínum
Kaupþing í Finnlandi hætt starfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.2.2009 | 16:51 (breytt kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðgerð á Geir heppnaðist vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.2.2009 | 15:44 (breytt kl. 16:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það voru ánægjuleg tíðindi sem Joe Kinnear ropaði út úr sér í gærkvöldi þegar han sagði Liverpool hefði neitað að selja sér Sami Hyypia. Hyypia er engin söluvarningur í Liverpool. Hann er einfaldelga einn elsti, tryggasti og besti leikmaður sem Liverpool hefur haft í sínum röðum síðasta áratuginn. Það lítur engin á hann sem útlending lengur í Liverpool hann er "einn af okkur" segir lýðurinn þar í borg.
Sami á ekki eftir að spila mörg ár í viðbót með Liverpool. Hann er að komast á aldur og hefur ekki lengur þann hraða sem krefst í toppliði í úrvalsdeildinni. En hann hefur ýmilsegt annað. Hann hefur frábæran fótboltaskilning og er einstaklega klókur varnarmaður sem ekki lætur gabba sig svo auðveldlega. Hann nýtur mikillar virðingar í liðinu og ég gladdist innilega þegar ég lasað Benitez sagði að það hafe verið erfið ákvörðun að hafa hann ekki með í Meistaradeildarhópnum. Það þýðir að Rafa karlinn sér hálfpartinn eftir því að hafa skippað Finnanum.
Reyndar hef ég heyrt fregnir af því að Sami Hyppia séu ætluð önnur störf hjá félaginu eftir að knattspyrnuferlinum lýkur. Þannig hefur það oftast verið hjá Liverpool. Þeir sem hafa þjónað félaginu best hafa gjarnan fengið góð störf sem í boði hafa verið.
Liverpool hafnaði tilboði frá Newcastle í Hyypia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.2.2009 | 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Torres var góður í dag. Svo góður að ég læt hér fylgja lag honum til heiðurs.
Bloggar | 1.2.2009 | 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enignn vafi á að Torres er að komast í form aftur. Hann þarf 3-4 leiki til og þá verður hann búinn að ná toppfromi aftur. Fyrra markið hans var heimsklassa mark. Frábært hvernig hann gabbaði Terry og Alex, sem gerði bara ein mistök í leiknum, og skoraði frábært mark fram hjá gersamlega varnarlausum gúmmí-Tjékkanum í Chelsea búrinu.
Annars átti Liverpool liðið fínan leik í kvöld. Einna helst Riera sem var slakur. Hann var að mestu áhorfandi að leiknum. Vörnin átti sinn besta leik í langan tíma og heimamenn réðu öllum gangi mála á miðjunni. Enda segja tölurnar sitt. Liverpool hélt boltanum 70% af tímanum, átti 21 marktilraun þar af hittu 11 á rammann. Sambærilegar tölur hjá Chelsea voru 30% 9 skottilraunir og þar af ein á markið.
Þarf ekki að segja neitt meir um þetta og nú er LFC lang næst-besta liðið í deildinni. Verður vonandi það besta þegar upp verður staðið í maí.
Torres: Frábært að skora fyrstu mörkin á heimavelli gegn Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.2.2009 | 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar