Hneyksli er sennilega mildasta orðið

Trúverðileiki íslenskra stjórnvalda hefur beðið skipbrot, bæði á Íslandi sem og í heiminum, í efnahgasþrengingunum síðustu vikur.  Og með skipuninni í bankráði Nýja Glitnis beit ríkistjórnin höfuðið af skömminni þegar hún skipar sem formann bankaráðsins fyrrum bankaráðsmann í Seðlabankanum og núverandi aðstoðarmann viðskiptaráðherra.  Þessi ágæti maður  er einn af þeim sem ber höfuðágbyrgð á grandvaraleysi stjórnvalda sem flutu sofandi að feigðarósi þrátt fjölda margar aðvaranir bæði innlendra og erlendra sérfræðinga í efnahagsmálum.

Þessi aðgerð er ámóta heimskuleg og að setja mann sem er meðvirkur í morði sem dómara yfir sjálfum sér.  Bara þetta litla dæmi sýnir að viðskiptaráðherra ræður enganvengin við verkefni sitt og að nýji bankaráðsformaðurinn er gersamlega blindur á eigin gerðir.  Hann er ábyrgðarlaus með öllu og kannski líka siðblindur?  Ekkert veit ég um það.

Nú er semsagt búið að opna fyrir að stjórnvöld geta farið að leika sér Glitni og deila honum út til vina og vandamanna þegar þar að kemur.  Spillingin er ekkrt að minnka á Íslandi. 

Bara til að benda á eitt lítið dæmi um hvernig menn sjá mistök íslenskra stjórnvalda í útlöndum má benda á blaðamannafundinn sem Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs ásamt Kristinu Halvorsen viðskiptaráðherra og Svein Gjerdrem Seðlabankastjóra. 

Á þeim fundi kom fram að fyrst eftir hrunið á Íslandi fór bankakrísan að gera vart við sig í Noregi. Einu bankarnir sem norsk yfirvöld hafa þurft að koma til aðstoðar eru íslensku bankarnir Kaupþing og Glitnir sem reyndar er norskur banki í eigu Íslendinga.

Svein Gjredrem sagði á fundinum að þjóðnýtingin á Glitni væri dæmi um hrikaleg mistök Seðlabankans. Sú aðgerð gereyðilagði alla tiltrú að stjórn íslenskra efnahagsmála og gróf undan gengi kronunnar með þeim afleiðingum sem allur heimurinn veit nú.  Þetta segir umheiminum það að Davíð Oddsson ásamt Geir Haarde og Björgvini Sigurðssyni eru þeir þrír einstaklingar sem gersamlega hafa brugðist trausti þjóðarinnar þegar það mátti alls ekki bregðast.

Þessir menn, ásamt Framsóknarflokknum, bjuggu til lagaramman utan um leikskólann sem útrásarvíkingarnir léku sér í.  Þeir héldu sér innan við lagaramman meðan eftirlitið svaf á verðinum. Svo þegar Davíð, Geir og Björgvin vakna gripu þeir í fátinu til verstu ráðstafana sem hugusast gátu. Eftir liggur íslensk þjóð í tæknilegu gjaldþroti.

http://e24.no/utenriks/article2708267.ece

http://www.dn.no/forsiden/utenriks/article1510474.ece?jgo=c1_re_left_5

http://www.dn.no/forsiden/borsMarked/article1510509.ece?jgo=c1_re_left_1 

 


mbl.is Stjórn Nýja Glitnis skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli Marteinn lærir af reynslunni

Gísli Marteinn var blautur á bak við bæði eyrun þegar kaldastríðinu endanlega lauk.  Hann veit greinielga ekkert um að einmitt á tímum kaldastríðsins höfðu Íslendingar og Sovétmenn einkar góð samskipti sín á milli og verslun milli landanna blómstraði án þess að rússneski björninn setti nokkur skilyrði fyrir aðstöðu á Íslandi fyrir annað en sitt fjölmenna sendiráð.

Við seldum Sovétmönnum fisk, skinn og ull og fengum í staðinn olíu, rússajeppa, Moska og Lödur svo ekki sé nú minnst á Síberíukadelakkinn, Volgu. Allir undu glaðir við sitt.

Það er að vísu annað samfélaga í Rússlandi núna. Samfélag frjálshyggjunnar þar sem, eins og á Íslandi, örfáir einstaklingar einstaklingar eiga auðæfi "þjóðarinnar".  Og Pútin er þeirra auðugastur ef marka má fjármálapressu Norðurlanda frá því í vetur. Aðrir auðmenn eru síðan persónulegir vinir Pútins.  Kanski er þessu strákum treystandi. Hver veit.

En það er jákvætt hjá Gísla Marteini að hann virðist hafa lært örlítið af reynslunni.  Hann er hneykslaður á flokknum sínum fyrir að hafa stungið öllum skýrslum og góðum ráðum frá útlendum sérfræðingum um fyrirsjáanlega efnahagskreppu undir stólinn.  Greinilegt að Gísli hefur ekki treyst Davíð sem hlýtur að vera á endasprettinum í Seðlabankanum.

Ég geri ekki ráð fyrir að Gísli Marteinn sé einn um þessa skoðun meðal Sjálfstæðismanna. Það þýðir að flokkurinn er klofinn.  Það þarf engan vísindamann til að sjá að klofinn Sjálfstæðisflokkur sem leiðir ríkistjórnina er hættulegur samfélaginu eins og staðan er nú.

 


mbl.is Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tileinkað öpunum sem....

Hlustið og sjáið   http://www.youtube.com/watch?v=eEep67akIn4

I think I'm so educated and I'm so civilized
'Cos I'm a strict vegetarian
But with the over-population and inflation and starvation
And the crazy politicians
I don't feel safe in this world no more
I don't want to die in a nuclear war
I want to sail away to a distant shore and make like an ape man
I'm an ape man, I'm an ape ape man
I'm an ape man I'm a King Kong man I'm ape ape man
I'm an ape man


mbl.is IMF lýsir vilja til að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollensk lúðrasveit!!!!

Ég ætla rétt að vona að lúðrasveitin sem lék þjóðsöngvana fyriri landsleik Hollands og Íslands sé ekki sú besta sem Hollendingar hafa upp á að bjóða.  Sú var hreinasta hörmung. Fölsk og taktlaus og nú er bara að vona að hollenska liðið leiki í samræmi við sveitina.  Þá vinnum við. 


Vinabragð úr óvæntri átt

Það er nú gott og blessað að Össur er vongóður um að Hollendingar hegði sér siðmenntuð þóð í samningaviðræum vegna Icesafe.  Forsætisráðherra Breta hefur opinberað sig af siðblindy og við skulum vona að það finnist ekki fleir slíkir þjóðarleiðtogar í álfunni.

En hvað um það.  Þar sem ég ók um uppsvetir Rómarríkis í Noregi og hlustaði á útvarpsstöðina P4 heyrði ég frétt sem fékk mig til að sperra eyrun.  Hún fjallaði um að að Sif Jensen, formaður Framfaraflokksins, (öfgaflokkur til  hægri) hefði lagt það til að Norðmenn lánuðu Íslendingum þá 30 milljarða NOK sem þeir þyrftu á að halda svo þeir þyrftu ekki að leita á náðir Rússa.

Öðruvísi mér áður brá og nú velti ég því fyrir mér hvort Siv hefði verið jafn rausnarleg við Fílabeinsströndin hefði leitað eftir aðstoð í Noregi.  


mbl.is Mjög vongóður um lausnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg upprifjun

Það var gaman að lesa þessar hugrenningar Roy Hattersley. Hann var skrautlegur skáti og sem utanríkisráðherra í landhegisstríði vissi hvert einsasta mannsbarn á Íslandi hann og skoðanir á þjóð okkar.

Það má vel vera að málstaður Breta hafi verið réttmætur þegar við færðum fiskveiðilögsöguna, í áföngum,  út í 200 mílurnar. Okkar málstaður var líka réttmætur þá.  Annars hefðu þjóðir heimsins, NATO ríkin, örugglega komið í veg fyrir gjörðir okkar.  Við áttum samúð fólks um víða veröld á þessum tíma nema kanski í Englandi, Þýskalandi, Belgíu og á Spáni. Þær þjóðir höfðu stundað rányrkju öldum saman við Íslandsstrendur og auðvitað kom þetta illa við þær.  En við unnum af því við vorum þrjóskir og ósveiganlegir og nutum auk þess dyggs stuðning Norðmanna sem leiddu samningana í höfn.

En ég tel að það sé misskilningur hjá Hattersley að málstaður Breta sé réttmætur í dag. Þeim Bretum fækkar líka nú sem telja að svo sé. Það sem Gordon Brown ætlaði sér sem vopn í baráttunni um einhverjar vinsældir meðal þjóðar sinnar virðist hafa snúist í höndunum á honum og fleiri og fleiri fyrirlíta hann vegna endurtekinna árása sinna á íslensku þjóðina.   Bresku blöðin eru farin að gera grín að honum og þeir eru fleiri og fleiri sem telja hann óhæfan sem leiðtoga þjóðarinnar.

Brown getur aldrei borið sig saman við Harold Wilson, eða Tony Blair. Til þess er hann ekki nógu ákveðinn auk þess sem hann er gersamlega taktlaus í mannlegum samskiptum. 

Það á eftir að koma í ljós þegar Ísland höfðar mál á hendur honum fyrir órökstuddar árásir sínar á þjóð okkar.  


mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ný Sauraundur í uppsiglingu

Verð að segja að ég skil íbúa þessa fallega húss. Auðvitað vilja þeir búa áfram í húsinu. En þegar torkennileg hljóð trufla friðinn hvað eftir annað varpar það að sjálfsögðu skugga á gleðina. Það hlýtur að vera sérstaklega óþægilegt þegar engar skýringar finnast. Eru þetta yfirnáttúruleg hljóð eða eiga þau sér eðlilega skýringu.

En eitt ráð get ég geefið íbúunum.  Það er að tala við Snorra í Betel og fá hann til að biðja fyrir húsinu og íbúm þess.  Snorri er með afbrigðum bænheitur maður og séu hljóðin af yfirnáttúrlegum uppruna getur Snorri þaggað þau niður.

 


mbl.is Vilja helst búa áfram í húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ísland gjaldþrota.

Það eru ekki margir dagar síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var nánast bannyrði á vörum stjórnvalda.  Okkur var tjáð að hann hjálpaði aðeins þeim ríkjum sem römbuðu á barmi gjaldþrots eða væru orðin gjladþrota.  Þá kæmi sjóðurinn inn með gjaldeyri og tæki um leið yfirstjórn efnahagsmála í viðkoamndi ríkis í sínar hendur.

Í gær töldu hins vegar þeir báðir, Geir og Björgvin, að til greina kæmi að sjóðurinn aðstoðaði okkur til að komast á lappirnar á ný.  Því vaknar sú spurning hvort íslenska ríkið sé nær því að vera gjaldþrota í dag en það var fyrir helgi þegar það var ekki inni í myndinni að leita hjálpar IMF.

Eftir því sem dagarnir liða finns manni einhvern veginn að stjórnvöld upplýsi ekki þjóðina um hver hin raunverulega staða er. Getur það verið að hin skuldlausa íslenska þjóð sé að verða gjaldþrota vegna afglapa leiðtoga hennar?

Við verðum að vona að samningaviðræurnar vð Rússa komi til með að ganga vel.  En við skulum vera alveg klár á því að í þeim eru við með bakið upp að veggnum. Svigrúmið er ekkert.

Kristinn Pétursson skrifaði flott blogg um hin góðu viðskipti sem við áttum á sínum tíma við Sovétríkin. Þeir fengu sjávarútvegsafurðir og minkaskinn fráokkur og við fengum olíu og Lödur frá þeim.  Það féll aldrei neinn skuggi á þessi samskipti og bæði ríkin undu glöð við sitt.  En nú er öldin önnur í Rússlandi. Stjórnvöld þar eru ekki minna gírug en í Bandaríkjunum.  Þau fara með ofbeldi gegn vanmáttugum nágrönnum sínum.  Við getum ekki búist við að þeir rétti að okkur einhverjar rúblur án þess að fá eitthvað í staðinn.  Verðum bara að vona að þeir reynsit sangjarnari í samningunum við okkur en þeir hafa verið í smaningum við Norðmenn um innflutning á eldisfiski.

En eftir stendur áleitin spurning um hvort íslenska lýveldið sé að verða gjaldþrota?


mbl.is Rússar og IMF sameinist um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sara Palin í vondu máli

Pallin

Sara Palin hefur rækilega kynt sig sem sérlegan fulltrúa þeirra sem berjast gegn spillingu vestur í ríkjum Bush.  Fréttamenn og gárungar virðast samt ekki taka hana alvarlega enda hefur hún verið með eindæmum seinheppin þegar hún þarf að mæla eitthvað af viti.

En Sara er brosmild og höfðar til fólks vegna frískleika síns.  Reyndar hefur framkomu hennar og klæðaburði verið líkt miðlungs "softpornostjörnu" en ég ætla ekki að leggja mat á það.

En nú er Sara í vondu máli. Og það vegna spillingar. Málið er að á morgun verður lögð fram 236 blaðsíðna skýrsla um meinta spillingu fylkistjórnans í Alaska sem er einmitt Sara palin.

Hún er sökuð um að hafa látið reka lögreglustjórann, Walt Monegan, vegna þess að hann neitaði að reka lögreglumanninn, Mike Wooten, fyrrum mág Söru.  Wooten og systir Söru eiga í illræmdu skilnaðarmáli þarna vestra og varaforsetaefnið ku hafa tekið virkan þátt í atinu með því að vilja láta reka þennan mág sinn úr starfi.

Er lögreglustjórinn neitaði tók fylkistjórinn málið í sínar hendur og rak hann.

Skýrslan verður lögð fram vestra á morgun og er hún talin geta eyðilagt framavonir varaforsetaframbjóðandans.

 

 


Frá útlöndum

Alla vikuna hefur maður setið framan við sjónvarpsskjáinn til að fylgjast með blaðamannafundum Geirs og Björgvins í Iðnó. Verð að segja eins og er að allt þangað til á miðvikudag hafði ég trú á að þeir virkilega legðu sig fram um að leysa vandann og ávinna þjóðinni trúnaðartraust á ný.  Eftir föstudagsfundinn er maður hálf lamaður yfir getuleysi þeirra.  Forsætisáðherra gerði sig endanlega að fífli, sem betur fer á íslensku, þegar hann svaraði spurningu um hvaðan hann vænti gjaldeyris.  Svarið var eins barnalegt og það frekast gatr orðið; "Frá útlöndum", sagði Geir.

Í gæt kallaði hann Helga Seljan fífl og dóna og í dag svarar hann fréttamönnum sem eru virkilega að reyna aðvinna vinnuna sína af slíkri óvirðingu. Geir hefur lært eitt og annað af Davíð.

Björgvin stendur eins og illa gerður hlutur meðan Geir talar og þegar hann kemst að svarar hann engu.  Hann getur ekki einu sinni svarað því hvort hann sé sammála samflokksfólki sínu í afstöðunni til Seðlabanakastjóranna.  Hvað er þessi drengur að gera á þingi. Ég sé eftir atkvæðinu mínu þegar "minn maður" fer svona með trúnaðartraustið sem maður sýnir honum.  Hann verður alla vega að vera klár á því í hvaða flokki hann er og fyrir hvað sá flokkur stendur og fyrir hverju hann barðist fyrir kosningarnar.

Mér dettur ekki í hug að kenna ríkistjórn og Seðlabanka um hvernig fór fyrir bönkunum.  Eigendurnir kláruðu sig alveg sjálfir með að slátra þeim.  En ég kenni stjórnvöldum um að hafa ekki staðið vaktina og gripið í taumana strax þegar fyrstu viðvaranir komu.

Það eru alla vega 2 ár síðan bæði íslenskir og erlendir hagfræðigar fóru að benda á að krónan væri ekki nothæf í því viðskiptaumhverfi sem íslensku bankarnir og stóru fyrirtækin störfuðu í.  Hún var þrándur í götu sem stjórn og seðlabanki gerðu ekkrt með.  Þetta er staðfest í erlendu pressunni þessa dagana. m.a. N.Y.T. þar sem sagt er að ekki hafi verið hægt að hjálpa íslensku bönkunum í efnahagsvandanum vegna ónýts gjaldmiðils.

Fall krónunnar allt þetta ár ásamt aukinni verðbólgu hafa nú leitt til þess að í miðjum stormsveipnum eru allir hættir að taka við krónunni.  Við getum ekki tekið út úr hraðbönkum erlendis og ekki heldur borgað með Visakortinu í búðum.  Ástandið er mun verra en Geir og Björgvin héldu fram í dag.

Að minnast á gjaldmiðilisskiptingu er nánast eins og landráð í eyrum forsætisráðherra og Seðlabankastjóra því þá flyst stjórnun peningamála  frá Reykjavík til Óslóar eða höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu. Allt eftir því hvaða gjaldmiðill verður fyrir valinu.

Erlendis er talað um að Ísland sé í raun gjaldþrota. Frá Íslandi heyrði ég í dag (hátt settur embættismaður) að þjóðin væri "tæknilega gjaldþrota. Í Noregi taka menn ekki svo sterkt til orða en segja að Ísland geti orðið gjaldþrota.  Þarf ekkert að endurtaka Gordon Brown frá í gær. Hans skoðun var skýr. Hverjum eigum við svo að trúa? Ég vona að um leið og um hægist, helst um helgina, verði aðdragandi hrunsins kannaður. Þá um leið á að bera fram vantraust á bæði forsætisráðherra og viðskiptaráðherra og þar með færi ónýt ríkistjórn frá völdum. Að sjálfsögðu hefði átt að reka Seðlabankastjórnina strax síðast liðinn mánudag. Það verður fyrsta skrefið í að endurreisa tiltrú annarra þjóða á Íslendingum.  Þá sést allavega að við drögum einhverja til ábyrgðar.    

 

  

 


mbl.is Aðdragandi hrunsins rannsakaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband