Þeir klikka ekkert strákarnir að heiman þegar þeir á dífa trollinu í hafið. Tæplega 2400 tonn af kolmunna eftir að hafa togað í 36 tíma er góðar fréttir í kreppukjaftæðinu. Sá að guli punkturinn var kominn á rúmlega13 hnúta hreyfingu eld snemma í morgun. Það boðar peningalykt á Eskifirði og það er gott mál. Sá líka að Hákon var kominn á svæðið og vonandi gengur þeim líka fljótt og vel að fylla.
En langt þurfa þeir eftir þessum ófríða fiski. Þegar þetta er skrifað á Jón Kjartansson eftir tæpar 500 mílur heim. En þeir geta verið ánægðir drengirnir að þeir sjá alla vega "Super Sunday" leikinn heima í stofu.
Kolmunni er kærkomin uppfylling nú þegar ekkert bendir til að nein loðnuvertíð sé inni í myndinni. Ekki veitir okkur af sem mestu aflaverðmæti upp úr sjó núna. Held að íslenska þjóðin sjái það nú betur enn nokkru sinni síðustu 40 árin að það eru og hafa allataf verið íslensku sjómennirnir sem verið hafa ankerið í efnahagslífi landsins og gert þjóðinni kleyft að byggja upp það velferðarkerfi sem við höfðum þó náð. Pappírskettirnir, sem slógu sér á brjóst og töldu sig útrásarvíkinga, hafa ekkert með velgengni þjóðarinnar að gera. Þvert á móti eyðilögðu þeir árangurinn sem náðst hafði í uppbyggingunni frá stríðslokum og til aldamóta. Og máttvana ríkisstjórn og ónýtur Seðlabanki horfðu á þjófnaðinn án þess að hreyfa hönd eða fót.
Með fullfermi af kolmunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.2.2009 | 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er sennilega mikið til í þeirri fullyrðingu Jamie Carragher að Liverpool er eitt best ef ekki best skipulagða liðið í Meistaradeildinni. Það hefur skilað þeim langt undanfarin ár.
En þá verður maður að spyrja Benza og Carrah af hverju í ósköpunum þeir geti ekki skipulagt liðið jafn vel í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið hefur verið mjög óstöðugt í vetur. Eftir að hafa haft 5 stiga forystu á Man Udt. í haust og vera komin 7 stigum á eftir þeim nú bendir til þess að eitthvað verulega mikið er að í skipulagningunni.
Reyndar lék allt liðið frábærlega vel á móti Real Madrid í gær. Leikmenn sem hafa verið mjög óstabílir í langan tíma, bakverðirnir báðir og Riera og lengi leiktíðarinnar Benayoun einig, áttu allir flottan leik í gær. Benayoun hrökk reyndar vel í gang í byrjun febrúar og hefur leikið vel í heilan mánuð. En hvers vegna í ósköpunum gerist það að leikmenn eins og Arbeloa, Aurelio, og Riera, sem aller spiluðu eins og englar í gær eru eins og kórdrengjaflokkur í alltof mörgum deildarleikjum?
Er það vegna þess að þeir skilja ekki skipulagði eða er það vegna þess að þeir eru ekki nógu sterkir í hausnum og gleyma því að í ensku deildinni er boltinn mun hraðari og harðari en í deildunum se, þeir koma frá. Ef þeir fara ekki fljótt að læra á enska boltann og leggja sig fram í deildinni líka er betra að selja þá á brunaútsölu en að halda þeim í hópnum.
Carragher: Erum skipulagðasta liðið í keppninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.2.2009 | 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir skrautlegar fyrstu 15 mínútur leiksins á Santiago Bernabeu, þar sem var eins og bæði liðin léku á jarðsrpengju svæði, komst Liverpool í gang. Það sem eftir lifði leiksins gerði liðið varla nokkur mistökog spilaði glimrandi varnarleik og vel útfærðar sóknir. Markið kom þó úr aukaspyrnu þar sem sóknarmenn Liverpool, ásamt varnarmömnnum, göbbuðu Realvörnina upp úr skónum og er boltinn kom inn í teiginn voru 4 rauðklæddir gapandi fríir.
Það sem gleður mig mest eftir leikinn var hve margir hinna svo kölluðu slakari leikmanna Liverpool, sýndu góða takta. Reyndar hefur Riera sýnt að hann getur sitt af hverju áður en hann hefur verið slakur í síðustu leikjum liðsins. Nú var hann mjög góður, sérlega í fyrri hálfleik. Þá sýndi Aurelio að hann getur spilað vel. Arbeloa var líka þrælgóður, Benayoun var frábær eins og hann hefur reyndar verið það sem af er árinu. Torres var náttúrulega hálf meiddur fyrir leik og setti ekki mikið mark á leikinn þó svo að hann hefði getað skorað merk með smá heppni í fyrri hálfleik. Það þarf ekkert að tala um Dirk Kuyt. Hann gerir alltaf sitt besta og er alltaf mjög mikilvægur í liðinu.
En af öðrum ólöstuðum voru Xabi Alonso og Mascherano lang bestu menn vallarins. Benayoun var ekki langt frá því heldur. Reina var slakast maður liðisins í kvöld enda hafði hann ekkert að gera. Hann var þó öryggið uppmálað í þau fáu skipti sem þess þurfti.
Það er nokkuð ljóst að þessi sigur var verulega mikilvægur eftir fremur slakt tímabil síðustu vikur og mánuði. Evrópumeistaratitill er það eina sem getur bjargað heiðri liðsins í vor því fátt bendir til að Manchester United misstígi nógu oft til að LFC geti komist upp fyrir þá andskota í vor. Þess vegna verður gaman að fylgjast með því sem Rafael Benitez gerir í vikunni. Skrifar hann undir nýjan samning eða yfirgefur hann Bítlaborgina eins og hann hótaði að gera eftir "tapið" gegn City á Anfield á sunnudaginn.
Liverpool skellti Real Madrid - Naumur sigur Chelsea gegn Juventus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.2.2009 | 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú þegar Óskar Magnússon, Baugsmaður, verður eigandi Morgunblaðsins liggur beinast við að hann geri Reyni Traustason að ritstjóra málgagni allra landsmanna.
Það verður spennandi að fylgjast með mannabreytingum í yfirmannastöðum og ennþá meira spennandi verður að fylgjast með viðbrögðum "rannsóknarblaðakonunnar" Agnesar Bragadóttur. Hún hefur lítið álit á Reyni og vildi láta reka hann úr blaðamannafélaginu fyrir skömmu.
Spennandi tímar á Mogganum framundan.
Þórsmörk kaupir Árvakur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.2.2009 | 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað sem segja má um Davíð Oddsson er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér af hverju flokksbróðir hans og arftaki, Geir Haarde, valdi þá ótrúlegu leið út úr efnahagasógöngunum að hlusta ekki á meistara sinn þegar hann benti á væntanlegt þjóðargjaldþrot ári áður en það varð að veruleika. Geir valdi aðgerðarleysið og lýsti með stolti árangri þess í sjónvarpsviðtölum.
Ég efast ekkert um að Davíð veifaði skotheldum heimildum í Kastljósinu í gær þar sem voru fundargerðir og voðaskýrslan margfræga sem ekkert var gert með. Ég er líka handviss um að fjölskylda Davíðs hefur ekki átt 7 dagana sæla síðustu mánuðina. Get ekki ímyndað mér annað en að allir hafi samúð með eiginkonuhans og syni og hundinum líka. En Davíð verður bara að átta sig á því að hann hefur að stórum hluta kallað ástandið yfir sig og sína fjölskyldu með framkomu sinni. Ef menn vilja njóta virðingar verða menn að sýna auðmýkt. Það gerir Davíð Oddson aldrei. Alla vega ekki í viðtölum.
Eins og alltaf brást Davíð illa við þegar hann komst að því að Sigmar var ekki að bjóða honum í drottningarviðtal. Davíð vildi bara tala um það sem hann hafði áhuga á að segja þjóðinni en vildi ekki svara spurningunum sem brunnið hafa á þjóðinni og Sigmar reyndi, af festu og kurteysi, að fá út úr Seðlabankastjóranum sem segist njóta trausts þjóðarinnar þrátt fyrir að kannanir sýni að hátt í 90% þjóðarinnar vill ekkkert með hann hafa. Það er gott dæmi um hörgul á auðmýkt.
Hins vegar er það náttúrulega út í hött og með öllu óskiljanlegt af hverju ekki var hafin rannsókn frá fyrsta degi í þeim tilgangi að finna hvað fór úrskeiðis, hverjir áttu sök á því og láta þá sæta ábyrgð. Þess í stað sagði Geir Haarde, þáverandi yfirmaður Davíðs, að ekki væri tímabært að leita að sökudólgunum. Fyrst yrði að koma bönkunum efnahagslífinu í gang.
Svo kemur Davíð í "Gáfnaljósið" í gær og segir að ríkistjórnin hafi ekkert gert. Hún hafi hvorki hreyft hönd eða fót efnahagslífinu til hjálpar. Allt sem gert hafi verið hafi verið unnið í Seðlabankanum. Þess vegna skildi Davíð ekkert í því af hverju allir þessir vísindamenn, sem Sigmar las upp, væru svona mikið á móti honum og bankanum hans. Þetta þarf að sjálfsögðu að rannsaka.
Það þarf líka að rannsaka hinar hálfklveðnu vísur Davíðs um öll einkahlutafélögin sem fóru bakdyramegin að lánafyrirgreiðslunum. Davíð er verður náttúrulega að klára söguna og segja hvaða fyrirtæki þetta eru og hvaða menn standa að baki þeim. Hann getur ekki endalaust haldið áfram að tala sem véfrétt eins og hann gerði á fundi Viðskiptaráðsins.
Reyndar held ég að Davíð hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að fjármagnsflutningar Kaupþings hafi haft mikil áhrif á hryðjuverkalögjöf "vinar" okkar, Gordons Brown.
En ef Davíð Oddson vill endurvinna traust þjóðar sinnar verður hann að tala skýrar og sýna fólkinu auðmýkt. Hálfkveðnar vísur eri lítils virði.
Rannsókn sett til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.2.2009 | 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það sem vekur athygli í norska bílabransanum er það að þýskaland er ekki lengur uppistaða í innflutningi á notuðum bílum til Noregs. Nú er það Ísland sem er inn þegar flytja skal inn notaðan bíl. Hundruðir bíla hafa verið fluttir frá Íslandi til Noregs frá því kreppan skall á og ekkert lát er á þeim innflutningi.
Samkvæmt féttum E24 kostar notaður bíll á Íslandi aðeins helminginn af því sem sambærilegir bílar kosta í Þýskalandi. Öðruvísi mér áður brá.
Hérna fylgir með linkur á E24
http://e24.no/naeringsliv/article2943820.ece
Nýskráningar ökutækja ekki færri í 24 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.2.2009 | 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í haust var okkur tjáð að Ungverjaland væri í "ekki minni krísu" en Íslendingar. Og sennilega er það næstum sannleikur. Munurinn er hins vegar sá að Ungverjar hafa virkan Seðlabanka sem hefur stjórn á þeim erkefnum sem hann á að sinna. Hvers vegna getum við ekki farið sömu leið og Ungverjarnir sem virðast trappa stýrivextina niður með skynsamlegum hætti.
Á sama tíma og Ungverjar vinna sig út úr sinni kreppu með því að létta bæði atvinnufyrirtækjum og heimilum róðurinn með skynsamlegri vaxtastefnu sitjum við uppi með okkar Mugabe í Seðlabankanum sem enn heldur áfram að þvælast fyrir björgunarstarfinu. Sá Mugabe nýtur bara traust nokkura Sjálfstæðismanna og eins Framsóknarmanns.
Óneitanlega fer maður að velta fyrir sér muninum á íslenskum stjónmálum og þeim sem maður hefur kynnst í nágrannalöndunum. Þar er stór munur á alla vega þegar kemur að vinnuöryggi minnihluta stjórna sem oftast koma sínum málum í gegnum þjóðþingin jafnvel þó ekki sé búiðað semja um afrgreiðslu þeirra fyrirfram. Það dugar ekki einu sinni til á Íslandi. Það finnst alltaf einhver sem svíkur.
Óbreyttir stýrivextir í Ungverjalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.2.2009 | 06:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjaldan hefur nokkur þingmaður verið jafn sárt leikinn í Kastljósinu í kvöld og Höskuldur Þórhallsson Framsóknaringmaður. Fyrst fannst manni þetta hlálegt en nokkru eftir að samtali þingmannsins og Sigmars lauk komumst við að því að þetta var sorglegt. Það var sorglegt að sjá þingmann þjóðarinnar bíta í skottið á sjálfum sér þrisvar eða fjórum sinnum í þessu stutta viðtali. Sigmar lék sér að honum eins og köttur að fatlaðri mús.
Höskuldur áttaði sig á mistökunum undir lokin og vafðist þá all verulega tunga um tönn. Enda hvernig á annað að vera þegar hann í einu orðinu segir að það sé ekki venja að fá álit erlendra aðila á stjórnvaldsaðgerðum á Íslandi og síðan í hinu orðinu vill hann láta stjórnast af skýrslu frá sama aðila.
Auðvitað er ráðgjöf frá Seðlabanka Evrópu miklu öflugra tæki en einhver almenn skýrsla frá sama banka. Þingmaðurinn gat ekki með nokkru mótu gert minna úr sjálfum sér en hann gerði með málflutningi sínum í kvöld.
Svo hélt hann þvi fram að formaður flokksins, Sigmundur Davíð, styddi bæði sig, sem hafnaði að Seðlabankafrumvarpið færi til þriðju umræðu í þinginu og varaformanninn, Birki Jón,´sem vildi afgreiða málið til þriðju umræðu eins og samkomulag hafði verið um.
Ef hægt er að vera meiri já, já & nei, nei maður en þetta hefði ég gaman að sjá það fyrirbæri. Ragnar Reykás er gáfumenni í samanburðinum við Höskuld í kvöld. Held ekki einu sinni að Árni Johnsen myndi láta fara svona með sig þó staðfest hafi verið, úr ræðustól Alþingis, að það heyrist langar leiðir þegar hann hristi hausinn.
Nú verður Sigmundur Davíð að sína húsbóndavald sitt ef hann ætlar ekki að láta þjóðina halda að hann sé getulaus með öllu. Hann getur varla setið undir þeim áburði að styðja bæði mann sem er á móti að þingmál fari til lokaumræðu og líka annan sem mælir með því að sama mál fari í umræðuna.
Enginn klofningur framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.2.2009 | 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þegar Zlatan og norski John Carew vrou að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennskunni í Evrópu tóku Norðmenn allt í einu upp á því að fara bera þá saman. Töldu þeir Carew að sjálfsögðu mun betri knattspyrnumann.
Zlatan stakk síðan upp í Norsarana með sinni frægu fullyrðingu að allt sem John Carew gæti gert með fótbolta gæti hann gert með appelsínu. Sennilega er nokkuð til í því hjá Zlatan því hann hefur lengst af spilað með einu besta liðið Evrópu meðan Carew hefur gengið kaupum og sölum milli meðalliða og aldrei náð að slá í gegn nema hjá sértrúarsöfnuðinum sem hefur hann sem sinn guð.
Ibrahimovic: Er betri en Rooney og Berbatov | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.2.2009 | 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er Framsókn í essinu sínu. Gripirnr búnir að slíta sig lausa af básunum og mykjuslagur hafinn í ómokuðum flórnum. Höskuldur kastar stórum kúadellum í andlit félaga sinna sem og þeirra, í stjórnarflokkunum, sem sýndu honum traust sem hann greinilega ekki var verður.
Framsóknarflokkurinn er sá íslenskur stjórnmálaflokkur sem sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að treysta. Í engum flokki hefur þrifist önnur eins spilling og hjá Framsókn og í engum flokki skipta menn jafn oft um skoðun. Það passar Höskuldi greinilega vel. Félagskapur við Aalfreð og Finn hentar Höskuldi betur en að hlusta á þjóðina.
Hvað Höskuldi gekk til í viðskiptanefndinni í dag þegar hann gekk í lið með Sjálfstæðismönnum er ekki gott að segja um. En líklegast þykir mér að honum hafi verið lofað einhverjum bitling af Geir og félögum hjálpi hann Sjálfstæðismönnum að halda Davíð í Seðlabankanum svo hann komi ekki fram á pólitíska völlinn aftur og eyðileggi fyrir þeim sem hyggjast bjóða sig til forystu í flokknum. Framsóknarmenn hafa nefnilega lengi verið falir fyrir fáeina skildinga og Höskuldur er einn af þeim.
Það hefði verið miklu hreinlegra fyrir Höskuld að hafna samstarfi við VG og Samfylkinguna strax í upphafi í stað þess að ganga Sjálfstæðismönnum á hönd nú þegar frumvarpið um Seðlabankann, sem flokkur hans var búinn að samþykkja, færi í gegnum viðskiptanefnd í dag til þriðju umræðu á þinginu.
Með þessum framgangi sínum gerði Höskuldur afar lítið úr sjálfum sér og opinberaði enn og aftur að Framsóknarflokkurinn er ekki til að treysta á. Sé ekki hvernig nokkur flokkur muni hafa geð í sér til að hafa samstarf við hann eftir kosningar. Þá er greinilegt að Höskuldur gefur skít í fólkið í landinu sem óskar þess eins að þjóðin enduvinni það traust sem hún hafði fyrir hrunið sem fyrst. Það verður ekki gert fyrr en brennuvargurinn í Seðlabankanum hefur verið rekinn á dyr.
Nú gefur þjóðin bara skít í Höskuld sem greinilega ekki er vinur "litla mannsins".
Þingfundi frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.2.2009 | 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar