Framsóknarfenómið Höskuldur Þórhallsson

Sjaldan hefur nokkur þingmaður verið jafn sárt leikinn í Kastljósinu í kvöld og Höskuldur Þórhallsson Framsóknaringmaður.  Fyrst fannst manni þetta hlálegt en nokkru eftir að samtali þingmannsins og Sigmars lauk komumst við að því að þetta var sorglegt.  Það var sorglegt að sjá þingmann þjóðarinnar bíta í skottið á sjálfum sér þrisvar eða fjórum sinnum í þessu stutta viðtali.  Sigmar lék sér að honum eins og köttur að fatlaðri mús.

Höskuldur áttaði sig á mistökunum undir lokin og vafðist þá all verulega tunga um tönn.  Enda hvernig á annað að vera þegar hann í einu orðinu segir að það sé ekki venja að fá álit erlendra aðila á stjórnvaldsaðgerðum á Íslandi og síðan í hinu orðinu vill hann láta stjórnast af skýrslu frá sama aðila.

Auðvitað er ráðgjöf frá Seðlabanka Evrópu miklu öflugra tæki en einhver almenn skýrsla frá sama banka. Þingmaðurinn gat ekki með nokkru mótu gert minna úr sjálfum sér en hann gerði með málflutningi sínum í kvöld.

Svo hélt hann þvi fram að formaður flokksins, Sigmundur Davíð, styddi bæði sig, sem hafnaði að Seðlabankafrumvarpið færi til þriðju umræðu í þinginu og varaformanninn, Birki Jón,´sem vildi afgreiða málið til þriðju umræðu eins og samkomulag hafði verið um.

Ef hægt er að vera meiri já, já & nei, nei maður en þetta hefði ég gaman að sjá það fyrirbæri. Ragnar Reykás er gáfumenni í samanburðinum við Höskuld í kvöld.  Held ekki einu sinni að Árni Johnsen myndi láta fara svona með sig þó staðfest hafi verið, úr ræðustól Alþingis, að það heyrist langar leiðir þegar hann hristi hausinn.

Nú verður Sigmundur Davíð að sína húsbóndavald sitt ef hann ætlar ekki að láta þjóðina halda að hann sé getulaus með öllu.  Hann getur varla setið undir þeim áburði að styðja bæði mann sem er á móti að þingmál fari til lokaumræðu og líka annan sem mælir með því að sama mál fari í umræðuna.


mbl.is Enginn klofningur framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

ósköp ,væri nú lítið gagn í að fá þig inn á þing, sem skilur ekki betur en þetta ágætlega fram setta umræðu um einfalda hluti. Þú virðist ekki hafa skilið um hvað þessi skýrsla er og ekki heldur hvers vegna Höskuldur sagðist vilja sjá hana áður en málið væri klárað. 

Guðbjörn Jónsson, 23.2.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Gæti ekki verið meira sammála þér.  Að vilja ekki umsögn bankans - en vilja síðan skýrslu sem á þá eftir að liggja yfir og þrátta.

Þú heyrðir sjálfsagt í Höskuldi við síðustu stjórnarskipti en þar sagði kappinn að nú riði á að ,,taka efnahagsmálin miklum vetlingatökum"

Svo - mikið var ánægjulegt að sjá hjá þér spilunarlistann - Cream.

Hafið það gott í Noregi.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 23.2.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum sá hvað morgundagurinn ber í skauti sínu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2009 kl. 00:36

4 Smámynd: Dunni

Já Alma.  Ég held að Höskuldur sé einhver seinheppnasti stjórnmálamaður sem setið hefur á Alþingi lengi.  Hins vegar held ég að hann sé hinn ljúfasti drengur.  Heyrði á sínum tíma viðtal við hann og systur hans í útvarpinu og þá var það allt annar Höskuldur sem talaði en sá hringsnérist í gær.

Cream voru góðir. Alltaf gaman að hlusta á þá.

Nenni ekki að svara þér Guðbjörn.  Það er líka hægt að skilja það sem þú skrifar á tvo eða þrjá mismunandi vegu. Ég eyði ekki tíma mínum svona athugasemdir.  Það verður að vera eitthvað bitastætt og spennandi sem maður notar tíman í.

Það verður fróðlegt að sjá hvað dagurinn í dag ber í skauti sér. Ég held að þetta smámál sé leysanlegt.  Spurningin er bara sú hvernig hægt er að hjálpa Höskuldu út úr horninu sem hann kom sér í í gær.  Skýrslan sem væntanleg er er einfaldlega almenn skýrsla um seðlabanaka sem hefur ekkert með lög um Seðlabanka Íslands að gera.  

Dunni, 24.2.2009 kl. 06:30

5 Smámynd: Gísli Sigurðsson

En vitið þið hvaða þingmaður fann upp þögnina?

Gísli Sigurðsson, 25.2.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband