Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Keflvíkingar geta engum þakkað nema eigin aulaskap fyrir að verða af Íslandsmeistaratttlinum í ár. Þeir fóru einfaldlega á taugum þegar FH-ingar fóru að anda í hálsmálið þeirra í síðustu viku. Taugaflækjan náði svo hámarki þegar liðið er kallað út á kvöldæfingu í hálfleik þegar FH var að vinna Breiðablik. Það eru í besta falli einkennileg skilaboð til leikmanna og greinilegt að þau hafa farið eitthvað öfugt í þá.
Eftir að hafa verið 8 stigum á undan Hafnarfjarðarliðinu, fyrir aðeins nokkrum dögum, er með ólíkindum að láta titilinn ganga sér úr greipum með tapi fyrir FRAM og það á heimavelli sínum í Keflavík. Þetta er rakið dæmi um taugaáfall í fótboltanum.
Ekki það að ég harmi sigur FH. Öðru nær. Gæti varla verið ánægðari nema ef Grindavík næði einhvern tíman að krækja í titilinn. Svo náttútlega herf ég ekkert á móti KR. Þeir riðu svo sem ekki feitum hesti frá leiktíðinni og verður sepnnandi að vita hvað gerist þar á bæ með haustinu.
TIL HAMINGJU FH
FH-ingar lyfta Íslandsbikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 28.9.2008 | 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er það nú fullmikið hjá Keflvíkingum að fara á taugum þó FH sé að vinna Breiðablik. Maður verður þó að vona að skjálftinn verði ekki svo mikill að liðið fari á límingunum og hrynji eins og spilaborg á endasprettinum.
Það yrði nú saga til næsta bæjar ef skræfuskapurinn yrði Keflvíkingum að falli þegar þeir eru komnir með tvær krumlur á Íslandsmeistarabikarinn.
Keflvíkingar farnir á æfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.9.2008 | 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er með ólíkindum að enn í dag skuli ekki finnast einn einasti boðlegur knattspyrnuvöllur hjá úrvalsdeildarfélögunum á Íslandi. Á meðan ástandið er ein og það er mun seint ganga að gera fótboltann að því aðdráttarafli sem hann er í nágrannalöndunum.
Vestamanneyingar eru komnir enn og aftur í efstu deildina, þar sem þeir eiga svo sannarlega heima, en geta samt eki boðið þeim sem áhuga hafa á fótbolta neina þjónustu ef þá skyldi nú langa á völlinn.
Nú gerir KSÍ kröfu til þess að Eyjamenn reisi a.m.k. 700 sæta stúku og að minnst 300 sæti séu undir þaki. þetta eru hlægegar kröfur og alveg ljóst að lið með slíka aðstöðu fengi ekki að spila einn einasta leik í norsku fyrstu deildinni.
Sogndal í Noregi er sveitafélag á stærð við Vestmannaeyjar. Þar er ágætis fótboltalið, sem rokkar a milli fyrstudeildarinnar og úrvalsdeildar og er með um 3000 áhorfendur að meðaltali á leikjum sínum í fyrstu deildinni. Þeir bjóða vallagestum sæti í 6000 manna stúku þar sem öll sæti eru undir þaki. Sæmileg snyrtiðastaða er til staðar fyrir vallargesti af báðum kynjum sem þurfa að létta á sér auk þess sem veitingaþjónustan stendur undir nafni.
Reyndar eru kröfurnar orðnar þannig í Noregi að Sogndal þarf að gera æði miklar andlitslyftingu á aðstöðunni, bæði fyrir leikmenn og áhorfendur næst þegar liðið kemst upp í úrvalsdeildina. En ljóst er að það lið á Íslandi sem gæti boðið upp á aðstöðuna í Sogdal hefði yfirburða aðstöðu fyrir bæði leikmenn og áhorfendur á eyjunni góðu í Atlandshafinu.
Á Íslandi er öll aðstaða fyrir knattspyrnumenn og áhorfendur 25 árum á eftir því sem þykir ásættanlegt í Noregi. Áhorfendatölur á knattspyrnuleikjum segir þar allt sem þarf.
Þurfa 700 sæti og helminginn undir þaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.9.2008 | 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 22.9.2008 | 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frá því að flotkrónan kom á 9. áratugnum hefur mikið vatn runnið til sjávar í efnahagsmálum á Íslandi. Flotkrónunni var kastað upp tekin öllu þyngri króna með mynd að djúsjávarfiskinum sem kallaður er þroskur. Það átti vel við í fjölda ára því þá smá sökk krónan og mjakaðist lítið eitt upp af og til.
Nú er ekki því að heilsa lengur og krónan sekkur í djúpið á meiri hraða en áður hefur þekkst. Því er ekki úr vegi að fara skipta út þorskkrónunni og fá næstu krónu með mynd af enn öðru djúpsjávarkvikindi sem lifir í miklu dýpra vatni en þorskur. Mér dettur einna helst í hug að lúsíferinn myndi passa vel við íslensku krónuna í dag.
Krónan veiktist um 2,33% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.9.2008 | 18:35 (breytt kl. 18:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Noregsmeistarar Brann taka hús á Lilleström á Åråsen vellinum í kvöld. Gylfi Einarsson, fyrrum Lilleström leikmaður, er einn fjögura Íslendinga í byrjunalrliði meistaranna. Gylfi vann sér milka hylli Kanarífuglana, stuðningsmanna LSK, er hann lék með félaginu enda skoraði hann fjölda marka fyrir liðið.
Í kvöld er Gylfi ekki jafn vinsæll. Hann skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins fyrir Brann á 36. mínútu og sendir þar með Lillestræm á kaf í fallbaráttuna aftur. En það er mikið eftir af leiktímanum og þrátt fyrir að liggja undir er Lilleström ekki þekkt að því að leggja árar í bát. Þeir hafa jú allt að vinna meðan Brann siglir lygnan sjó. Nú eru 2 mínútur til hálfleiks.
Bloggar | 22.9.2008 | 17:44 (breytt kl. 17:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef aldrei haldið með Skagamönnum nema þá í Evrópukeppnum þar sem maður gerir það að skyldu sinni að halda með íslensku liðiunum, smama hvaðan þau koma.
En ég hef lengi hrifist af tvíburunum, Bjarka og Arnari, fyrir hugarfarið sem þeir sýna hvar sem þeir eru. Að sjálfsögðu hef ég lítið fylgst með íslenska boltanum í sumar nema bara í gegnum blöðin og RÚV, útvarp og sjónvarp. Það litla sem ég hafði séð af Skagamönnum í sjónvarpinu bent til þess að það var miklu meira að í liðinu heldur en hægt var að kippa í liðinn á nokkrum vikum. Fallið var nánast óumflýjanlegt nema tími kraftaverkanna léti á sér kræla. Það gerist bara svo sjaldan í fótbolta.
En það er engin spurning að bræðurnir hafa lagt sitt af mörkum og sýna sitt rétta andlit og hugarfar með því að yfirgefa ekki sökkvandi skip. Það er kominn sjór yfir lunninguna en skútan er ekki sokkin og að ári getur hún aftur blandað sér í leikinn með aflakóngunum á stigaveiðunum í íslensku úrvalsdeildinni. Bræðurnir eru réttu mennirnir til að fleyta þeim gulu í gegnum brotin og á lygnan sjó í fyrstudeildinni.
Verð að bæta því við hérna að ég gleðst að sjálfsögðu ógurlega yfir sigri Grindvíkinga á HK. Hann sýnir gulglöðu Suðurnesjamennirnir eru gerðir úr eðalefnum og halda ótrauðir áfram í efstu deild að ári.
Bjarki: Okkar skylda að halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 19.9.2008 | 05:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sigur Brann kom þeim sjálfum ekkert sérstaklega á óvart. Þeir vissu sem var að þeir áttu engan sjens í neitt í norksa fótboltanum í ár og því er það bara velgengni í Evrópuboltanaum sem getur gefið þeim eitthvað til að muna eftir leiktiðina.
Mons Ivar bjó sig og liðið sérdeilis vel undir leikinn og var búinn að kortleggja hvern einasta leikmann mótherjanna áður en til leiksins kom. Það skilaði þeim árangri að Norsararnir og Íslendingaranir voru áberandu betur skipuagðir en gestir þeirra. Brann stjórnaði leiknum frá upphafi til enda.
Það er erfitt að taka einhvern besta mann út úr hópnum að þessu sinni. Liðið lék eins og vél og menn fórnuðu sér hver fyrir annan og liðið allt. Bæði mörkin verða sjálfsagt minnisstæð. Vítaspyrnan var frábær hjá Óla og markið hjá Solli var með þeim glæsilegri sem maður sér.
Annars gegnug ekki eins vel hjá Stefáni G'isla og Bröndby. Liðið liggur undir á heimavelli fyrir Rosenborg, 0 - 1. RBK skoraði úr eina marktækifæri sínu meðan Brændby hefur klúðrarð alla vega 3 góðum marktækifærum.
Ólafur skoraði í glæsilegum sigri Brann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.9.2008 | 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki á hverjum degi að erlend knattspyrnulið tefli fram 4 Íslendingum í einum og sama leiknum. Það gerði norska liðið Brann í kvöld þegar það tók á móti Deportivo La Coruna og sigraði 2 - 0 á Barnn Stadion.
Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og Grindvíkingurinn, Ólafur Örn Bjarnason, skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu. Aðrir Íslendingar í Brann liðinu voru voru Krisján Örn Sigurðsson, Gylfi Einarsson, sem fór ítaf á 73. mínútu og Ármann Smári Björnsson. Birkir Már Sævarsson var varamaður og kom ekki við sögu á Stadion.
Annars er skemst frá því að segja að Brann tók leikinn í sínar hendur strax í upphafi og hafði tögl og hagldir til enda. Vítaspyrna Óla var óumdeild og Grindjánnn setti botann örugglega í netið. Seinna markið skoraði Jan Gunnar Solli með frábæru skoti af 25 metra færi sem spánski markmaðurinn átti aldrei möguleika á að verja.
Sanngjarn norsk-íslenskur sigur gegn spánska fjandanum á Barnn Stadion í kvöld.
Nú er ný hafinn leikur Bröndby og Rosenborg í Kaupmannahöfn. Austramaðurinn og fyrirliðinn, Stefán Gíslason, er að sjálfsögðu í Bröndbyliðinu en athygli vekur að norski landsliðsmarkvörðurinn, Rune Almenning Jarstein, hlaut ekki náð fyrir augum RBK þjálfarans.
Bloggar | 18.9.2008 | 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norsku Brannararnir, með 4 Íslendinga í byrjunarliðinu og Birki Má Sævarsson á bekknum tók gesti sína frá Spáni með tropmi á Brannstadion í kvöld.
Ólafur Örn Bjarnason skorðai fyrsta markið úr vítaspyrnu á 21. mínútu og 12 mínútum fyrir hálfleik bætti Jan Gunnar Solli örðu marki heimamanna við. Brann hefur verið betra liðið á vellinum og verðskuldar forystuna.
Nú er bara að sjá hvort Spanjólarnir vakni til lífsins í seinni hálfleik eða hvort þessi þurslit verði norksum fótbolta að alþjóðlegri stigalind.
Bloggar | 18.9.2008 | 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar