Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Upp er komin umræða í konungsríkinu um að banna reykingar undir berum himni þar sem fólk safnast saman.
Eins og flestir vita var Noregur eitt af fyrstu löndum heimsins sem bannaði reykingar á veitingastöðum. Lögin um reykingabannið gengu í gildi 1. júní 2004. Reynslan af reykingabanninu á veitingastöðunum hefur verið svo góð að nú er komin af stað umræða um að banna reykingar víðar en bara á veitingastöðum. Nú hyggjast Norsarar, til að byrja með, banna fólki að reykja á íþróttavöllum, járnbrautarpöllum, strætóstoppistöðvum, baðströndum og í almenningsgörðum.
Almennt vilja þeir sem berjast gegn tóbaksbölinu banna reykingar á öllum stöðum þar sem fólk safnast saman. Það stefnir því í að Noregur verði reyklaust land innan nokkurra ára.
En hvernig hafa reykingarlögin virkað síðan þau voru samþykkt á Stórþinginu. Kannanir sýna að nú eru um 80% Norðmanna ánægðir með lögin. Tóbakssala í konungsríkinu hefur minnkað um 17% síðan lögin gengu í gildi fyrir 4 árum. Samkvæmt könnunum er mikill meirihluti þeirra sem reykja illa launað og lítið menntað landsbyggðarfólk sem hefur lífsviðurværi sitt af vinnu sem ekki krefst fagmenntunnar.
Karl Eric Lund heitir sá sem mest hefur rannsakað hvernig reykingarbönn hafa þróast bæði í Noregi og í öðrum löndum. Han segir þróunina vera þá að reykingar séu bannaðar á sífellt fleiri stöðum. Hann bendir á land eins og Bandaríkin, vöggu sígarettunnar, þar sem þróunin er sú að fólk fær ekki lengur að reykja hvar sem er í því annars frjálslynda samfélagi. Hann telur að reykingafólk verði að sýna meiri tillitsemi þegar það kveikir sér í sígarettu innan um margmenni. Það sé alla vega ekki til of mikils mælst að það dragi sig út úr hópi þeirra sem ekki reykja á brautarpöllunum og baðströndunum.
Að sjálfsögðu eru ekki allir Norðmenn á því að banna reykingar undir berum himni. Formaður heilbrigðisnefndar Stórþingsins, Harald T. Nesvik, finnst nóg komið af boðum og bönnum á reykingarfók og segir að það séu takmörk fyrir hve langt sé hægt að leggja reykingafólk í einelti. Aðrir eru á þeirri skoðun að þeir sem veikjast af reykingum eigi ekki skilið að fá læknisaðstoð greidda af skattpeningum þeirra reyklausu.
Bloggar | 20.7.2008 | 14:16 (breytt kl. 16:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar