Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Nú loksins hafa Norðmenn fundið stórasannleikann í skólamálum sínum. Lengja skal kennaranámið í 5 ár og ekki útskrifa nema hæfa kennara. Þ.e. fólk sem lýkur námi verður líka að hafa einhverja hæfileika til að miðla fróðleik sínum og speki til nemendanna. Þetta gerðu Finnarnir og breyttu stígvélaverksmiðjunni sinni í verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Þá getum við það og gert Statoil að verðmætasta fyrirtæki í heiminum segja Norðmenn.
Forsætisráðherra konungsríkisins ræddi um það m.a. í áramótaávarpi sínu að hann vissi oft á tíðum ekki hvað börnin hans hefðust að í skólanum sínum. Hann sagði að óskipulega væri unnið. Alltof mikill tími færi í að skipuleggja starfið og sitja á fundum í stað þess að eyða meiri tíma í kennslustofunni með nemendunum. Þá taldi hann að með því að deila bekkjunum í smærri einingar þar sem hver hópur væri að vinna að mismunandi verkefnum, oft að eigin vali, gæti einfaldlega ekki gengið. Blessuð börnin hefðu hvorki þann þroska eða sjálfsaga til að geta verið svo sjálfstæð í náminu. Börn þurfa verkstjórn og læra rét vinnubrögð rétt eins og hver einast vinnandi maður.
Jens Stoltenberg lét sér þetta ekki nægja heldur bætti við að miklu meira þyrfti að taka til hendinni í menntamálaráðuneytinu en gert hefði verið í langan tíma. Hann sagðist sjálfur ætla bretta upp ermarnar og fara í gegnum hvað drengstaulinn, sem nú er menntamálaráðherra, væri eiginlega að bauka bak við skrifborðið sitt. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hann rak fyrsta menntamálaráðherrann í ríkistjórn sinni frá völdum fyrir lélegan árangur.
Þá hafa forráðamenn norska Vinnuveitendasambandsins lýst áhyggjum sínum yfir öllum ónothæfu tossunum sem útskrifast úr norskum grunnskólum. Fjórðungur þeirra flosnar upp úr framhaldsnámi á fyrsta vetri og fleiri fylgja á eftir eftir því sem árunum fjölgar. Þessir vesalingar, sem ekki ná sér í nothæfa undirstöðu fyrir þáttöku í atvinnulífinu, lenda oftast á örorkubótum löngu á undan forledrum sínum og jafnvel á undan öfum sínum og ömmum.Það gefur auga leið að í stað þess að verða nýtir þjóðfélagsþegnar í góðum stöðum í stórfyrirtækjunum eru þessir vesalingar orðnir baggi á samfélaginu um leið og þeir hefja skólagöngu 5 ára gamlir. Vinnuveitendasambandið vill að allt verði gert til að hressa upp á skólanna með betri kennurum og markvissara námi.
Og ekki lét stuðningurinn við hugmyndir Vinnuveitendasambandsins á sér standa. Prófessor við Verslunarháskólann, BI, lýsti þeirri bráðsnjöllu hugmynd í útvarpi í gær launa ætti kennara eftir árangri í starfi. Þetta er ekki alveg ný hugmynd en það sem er nýtt hjá prófessornum er að hann kom með hugmynd um útfærslu á tillögu sinni. Þegar starf kennarans er metið til launa ber að taka tillit til árangurs nemenda hans á landsprófum yfir einhvern tíma. Síðan á skólastjóri að skoða niðurstöðuna og meta árangurinn og færa kennarana til í launastiganum eftir gengi nemenda sinna.
Ég hugsaði með mér þegar ég heyrði þessa speki á leið í skólann í morgun. Hellvíti að þessi frábæra röðun í launaflokka kennara hafi ekki verið komin á Íslandi árið 1973.
Bloggar | 4.1.2008 | 15:56 (breytt kl. 16:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar