Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslyndaflokksins, hlaut enga hilli hjá flokksmönnum sínum í prófkjörini í NV kjördæminu. Fólkið vildi hann ekki á þing. En Magnús gefst ekki upp. Eða kannski skilur hann ekki þá útreið sem hann fékk í prófkjörinu. Nú ætlar hann að bjóða sig fram í formanninn, á móti sitjandi formanni, á landsþinginu í Stykkishólmi um helgina.
Þetta sýnir best dómgreindarleysi þingmannsins fyrrverandi. Ef hann heldur að hroðaleg útreið flokksins í skoðannakönnunum sé Guðjóni Arnari að kenna þá er það mikill misskilningur. Þjóðin sér hins vegar vel hvernig menn eins og Jón Magnússon og Kristinn beittu Trójuhestsaðferinni og eyðilögðu flokkinn á þeim tveimur árum sem þeir voru þar. Þetta eru menn sem Magnús fagnaði innilega við inngönguna í flokkinn og nú sér hann árangur gjörða sinna.
Nú vill hinn valdagráðugi Magnús, sem flokksmenn höfnuðu í prófkjörinu, kljúfa flokkinní enn smærri einingar með formannsframboði. Þetta er bara brandari sem andstæðingar flokksins gleðjast yfir.
Vonandi að Sigurjón og fleiri góðir menn innan flokksins geti komið vitinu fyrir Magnús.
Magnús Þór stefnir á formanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Sammál þér,en kannski sér Magnús þarna færa leið til að komast áfram í flokknum,hann stólar á fólk úr öðrum landshluta,en sínu kjördæmi,eða hann skilur ekki orðið NEI við vilju þig ekki,en svona er lýðræðið,en við vitum öll að Magnús á ekki möguleika gegn núverandi formanni.( en það er alltaf gaman af Magnúsi,og hans skoðum,þótt maður sé ekki sammála honum,gaman að heyra hans skoðanir,við verðum að hafa svona menn líka.HA HA HA).
Jóhannes Guðnason.Stór-Krati.
Jóhannes Guðnason, 13.3.2009 kl. 10:43
Þetta brölt skiptir engu máli. Flokkurinn er á sínum endaspretti.
Björn Birgisson, 13.3.2009 kl. 10:43
Það er ekkert skrítið að hann fengi ekki hljómgrunn í sínu kjördæmi og þá sérstaklega á Akranesi. Þegar menn eru á móti því að skjóta húsaskjóli yfir einstæðar mæður þá er ekki von á góðu. Flóttafólkið sem kom til Akranes hefur ekki verið fyrir neinum nema Magnúsi að því er virðist. Hann vildi reyndar frekar að við hjálpuðum fólkinu á heimavelli, en ég held aftur á móti að þetta hafi verið besta lausnin fyrir þetta fólk. En ég hefði samt vonast til að hann kæmist á þing, hann lét menn heyra það á skemmtilegan hátt ef á þurfti að halda. En ég held samt að hans pólitíska líf sé á enda.
Valsól (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:07
Svona til að leiðrétta þann miskilning að Magnús hafi hlotið eitthvað afhroð í póstkosningunni í NV .. sem ég m.a tók þátt í. Að þá munaði 3 atkvæðum á 3 og 4 sæti.. og 7 minnir mig á 4 og 2 ...
Þannig að við skulum slaka á yfirlýsingunum á meðan síðuritari veit ekki staðreyndir allar.
ThoR-E, 13.3.2009 kl. 11:08
17 atkv.. á 2 og 4
átti þetta að vera.
ThoR-E, 13.3.2009 kl. 11:26
Nú er Karl Matthíasson genginn í flokkinn og er ekki annað hægt en að óska honum góðs gengis og vonandi að hann nái að hreinsa þennan rasistastimpil af flokknum.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:30
Já. Karl Mathíasson rak á fjörur Frjálslyndra í vikunni. Hann gerði lítið gagn í Samfylkingunni, þar sem hann sagðist ekki hafa fengið hljómgrunn, en kannski hann fái betri hljómgrunn hjá Frjálslynda. Vonandi.
En að segja að vara formaðurinn hafi ekki beðið afhroð í prófkjörinu, þar sem hann hlaut 4. sætið, er með besta móti hægt að túlka sem sem léttan brandara. Og þó atkvæðamunurinn hafi ekki verið nema 17 er það samt afhroð. Hann er jú varaformaður flikksins.
Ég vona bara að þetta afhroð hans verði til þess að hann einbeiti sér enn frekar að skrifum fyrir Fiskaren í Noregi. Alltaf forvitnilegt að lesa greinarnar hans þar. Veit að þær hafa vakið athygli meðal útvegsbænda í konungsríkinu. Ekki síst í Álasundi.
Dunni, 14.3.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.