Þingrof, helsærður Sjálfstæðisflokkur og varðhundur valdsins

BúsáhaldabyltinginKosningar eftir rúmlega mánuð og Sjálfstæðismenn halda uppi ómálefnalegasta málþófi sem um getur í þingsögunni.  Þetta lítur svolítið öðruvísi út nú en oft áður þegar Sjálfstæðismenn sökuðu, sérstaklega Hjörleif Guttormsson, um að halda uppi reglulegu málþófi ern þinlok nálguðust.

Nú hefur dæmið snúist algerlega við.  Sjálfstæðisflokkurinn hraktist, vegna aðgerðarleysis og innbyrðis væringa, í stjórnarandstöðu og kunna með engum hætti að höndla þá stöðu á Alþingi eftir 18 ára gerspillta stjórnarsetu og þjóðina rúna trausti í samfélagi þjóðanna.

Og hvað er það sem rekur Sjálfstæðismenn til málþófs. Jú. Það að þeir þola ekki gerðar verði breytingar á dönsku stjórnarskránni við höfum mátt þola í alltof langan tíma.  Sjálfstæðisflokkurinn, sem eru hrein og klár hagsmunasamtök sem lítið eiga skilið við stjórnmál, óttast stórlega að eftir réttlátar og nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni verði hinar ógeðfelldu stjórnaraðferðir þeirra og spillingarbandormur lýðnum ljósar. Meira að segja augljósar.

Það eina sem rekur Sjálfstæðismenn áfram í málþófinu er að þeir sjá fram á að varðhundur valdsins verði særður holundarsári komist aukið réttlæti á í landinu  með breyttri stjórnarskrá. Gegnsæi, auðveldar þjóðinni að fylgjast með því að valdið verði í raun þrískipt, er eitur í beinum Sjálfstæðismanna. Þeir vilja óbreytt ástand og og allt vald á á einni hendi eins og það er nú. Ráðherravald.

Geir Haarde og Bjarni Benediktsson, formannsefni, halda því fram að stjórnlagaþing sé óþarft því Alþingi geti vel séð um breytingarnar.  Þjóðin hefur séð í vetur hvers megnugt Alþingi í raun er. Það er einfaldlega handónýt afgreiðslustofnun fyrir ráðherravaldið. Fá lög eru samþykkt á lögjafarsamkundunni nema þau komi frá ráðherravaldinu.  Alþingismenn Íslands ættu að skammast sín fyrir að taka sín fyrir að taka við launaumslaginu sínu með tilheyrandi bitlingasporslum um hver mánaðamót.  Þeir hafa ekki unnið fyrir kaupinu sínu í mörg ár og hefðu allstaðar verið reknir úr vinnu hefðu þeir verið úti á hinum almenna vinnumarkaði. Og þar hafa Sjálfstæðismenn verið í fylkingarbrjósti og komið í veg fyrir að þeir sem vilja vinna og fara eftir sannfæringu sinni eru útskúfaðir meðal þingmanna. 

Búsáhaldabyltingin barðist fyrir breytingum á stjórnarstefnu og réttlátara samfélagi. Það fáum við aldrei með Sjálfstæðisflokkinn í stjórnaráðinu.


mbl.is Tilkynnt um þingrof á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Ég hef aldrei getað séð Sjálfstæðisflokkinn fyrir mér sem stjórnmálaflokk. Hann er aðeins hagsmunamafía og það er ekki hægt að sjá neina viðleitni hjá frambjóðendum flokksins til að breyta því.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband