Eftir skrautlegar fyrstu 15 mínútur leiksins á Santiago Bernabeu, þar sem var eins og bæði liðin léku á jarðsrpengju svæði, komst Liverpool í gang. Það sem eftir lifði leiksins gerði liðið varla nokkur mistökog spilaði glimrandi varnarleik og vel útfærðar sóknir. Markið kom þó úr aukaspyrnu þar sem sóknarmenn Liverpool, ásamt varnarmömnnum, göbbuðu Realvörnina upp úr skónum og er boltinn kom inn í teiginn voru 4 rauðklæddir gapandi fríir.
Það sem gleður mig mest eftir leikinn var hve margir hinna svo kölluðu slakari leikmanna Liverpool, sýndu góða takta. Reyndar hefur Riera sýnt að hann getur sitt af hverju áður en hann hefur verið slakur í síðustu leikjum liðsins. Nú var hann mjög góður, sérlega í fyrri hálfleik. Þá sýndi Aurelio að hann getur spilað vel. Arbeloa var líka þrælgóður, Benayoun var frábær eins og hann hefur reyndar verið það sem af er árinu. Torres var náttúrulega hálf meiddur fyrir leik og setti ekki mikið mark á leikinn þó svo að hann hefði getað skorað merk með smá heppni í fyrri hálfleik. Það þarf ekkert að tala um Dirk Kuyt. Hann gerir alltaf sitt besta og er alltaf mjög mikilvægur í liðinu.
En af öðrum ólöstuðum voru Xabi Alonso og Mascherano lang bestu menn vallarins. Benayoun var ekki langt frá því heldur. Reina var slakast maður liðisins í kvöld enda hafði hann ekkert að gera. Hann var þó öryggið uppmálað í þau fáu skipti sem þess þurfti.
Það er nokkuð ljóst að þessi sigur var verulega mikilvægur eftir fremur slakt tímabil síðustu vikur og mánuði. Evrópumeistaratitill er það eina sem getur bjargað heiðri liðsins í vor því fátt bendir til að Manchester United misstígi nógu oft til að LFC geti komist upp fyrir þá andskota í vor. Þess vegna verður gaman að fylgjast með því sem Rafael Benitez gerir í vikunni. Skrifar hann undir nýjan samning eða yfirgefur hann Bítlaborgina eins og hann hótaði að gera eftir "tapið" gegn City á Anfield á sunnudaginn.
Liverpool skellti Real Madrid - Naumur sigur Chelsea gegn Juventus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Þetta voru mögnuð úrslit. Það verður þvílíkur unaður að koma í vinnuna á skrifstofuna í Þorbirni í fyrramálið og horfa framan í þessa United-mafíu, sem þar ríður húsum, ég held þú þekkir þá flesta, Eirík Tom, Jónas Þórhalls, Ottó Hafliða og Tryggva Kristjáns, en þetta liða ætlar allt á leik Púllara og Unitted á Old Trafford 14 mars. Vonandi verður Englandsmeistaratitillinn í seilingarfjarlægð eftir þann leik.
Evrópumeistaratitillinn er í augsýn!
Kveðja / GA
Guðmundur Agnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 22:59
Ég veit ekki mð Xabi gat hann eithvað? mér fannst hann alltaf vera að tapa boltanum, sparka honum útaf og láta sólasig. Svo var Reina á rassgatinu allan seinnihálfleik.
Mascherano Benayoun voru langbestir að mínumati.
Ragnar Martens, 25.2.2009 kl. 23:00
Já Guðmundur. Við skulum vona að þeir komi ekki jafn kátir úr Englandsferðinni eins og þú ferð í vinnuna í dag. Með ólíkindum hvað jafn skynsamir menn missa ráð og rænu þegar kemur að fótboltanum.
En þetta eru allt góðir vinir okkar svo við umberum þennan galla þeirra.
Dunni, 26.2.2009 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.