Hvað sem segja má um Davíð Oddsson er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér af hverju flokksbróðir hans og arftaki, Geir Haarde, valdi þá ótrúlegu leið út úr efnahagasógöngunum að hlusta ekki á meistara sinn þegar hann benti á væntanlegt þjóðargjaldþrot ári áður en það varð að veruleika. Geir valdi aðgerðarleysið og lýsti með stolti árangri þess í sjónvarpsviðtölum.
Ég efast ekkert um að Davíð veifaði skotheldum heimildum í Kastljósinu í gær þar sem voru fundargerðir og voðaskýrslan margfræga sem ekkert var gert með. Ég er líka handviss um að fjölskylda Davíðs hefur ekki átt 7 dagana sæla síðustu mánuðina. Get ekki ímyndað mér annað en að allir hafi samúð með eiginkonuhans og syni og hundinum líka. En Davíð verður bara að átta sig á því að hann hefur að stórum hluta kallað ástandið yfir sig og sína fjölskyldu með framkomu sinni. Ef menn vilja njóta virðingar verða menn að sýna auðmýkt. Það gerir Davíð Oddson aldrei. Alla vega ekki í viðtölum.
Eins og alltaf brást Davíð illa við þegar hann komst að því að Sigmar var ekki að bjóða honum í drottningarviðtal. Davíð vildi bara tala um það sem hann hafði áhuga á að segja þjóðinni en vildi ekki svara spurningunum sem brunnið hafa á þjóðinni og Sigmar reyndi, af festu og kurteysi, að fá út úr Seðlabankastjóranum sem segist njóta trausts þjóðarinnar þrátt fyrir að kannanir sýni að hátt í 90% þjóðarinnar vill ekkkert með hann hafa. Það er gott dæmi um hörgul á auðmýkt.
Hins vegar er það náttúrulega út í hött og með öllu óskiljanlegt af hverju ekki var hafin rannsókn frá fyrsta degi í þeim tilgangi að finna hvað fór úrskeiðis, hverjir áttu sök á því og láta þá sæta ábyrgð. Þess í stað sagði Geir Haarde, þáverandi yfirmaður Davíðs, að ekki væri tímabært að leita að sökudólgunum. Fyrst yrði að koma bönkunum efnahagslífinu í gang.
Svo kemur Davíð í "Gáfnaljósið" í gær og segir að ríkistjórnin hafi ekkert gert. Hún hafi hvorki hreyft hönd eða fót efnahagslífinu til hjálpar. Allt sem gert hafi verið hafi verið unnið í Seðlabankanum. Þess vegna skildi Davíð ekkert í því af hverju allir þessir vísindamenn, sem Sigmar las upp, væru svona mikið á móti honum og bankanum hans. Þetta þarf að sjálfsögðu að rannsaka.
Það þarf líka að rannsaka hinar hálfklveðnu vísur Davíðs um öll einkahlutafélögin sem fóru bakdyramegin að lánafyrirgreiðslunum. Davíð er verður náttúrulega að klára söguna og segja hvaða fyrirtæki þetta eru og hvaða menn standa að baki þeim. Hann getur ekki endalaust haldið áfram að tala sem véfrétt eins og hann gerði á fundi Viðskiptaráðsins.
Reyndar held ég að Davíð hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að fjármagnsflutningar Kaupþings hafi haft mikil áhrif á hryðjuverkalögjöf "vinar" okkar, Gordons Brown.
En ef Davíð Oddson vill endurvinna traust þjóðar sinnar verður hann að tala skýrar og sýna fólkinu auðmýkt. Hálfkveðnar vísur eri lítils virði.
Rannsókn sett til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Ef það er rétt að Davíð hafi vitað allt frá upphafi og marg varað við hruni bankanna (sem ég reyndar efast um). Af hverju talaði hann þá þvert gegn því, sagði alltaf að bankarnir stæðu mjög sterkt, í öllum viðtölum alveg fram í lok septamber í fyrra?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 08:31
Mér finnst gott að sjá það álit á DO sem hér birtist. Því maðurinn er gáfnaljós með mjög jákæðri merkingu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki einn við stjórn. DO kemur með viðvaranir sem að viðskiptaráherra (samfylkingarmaður) hlítur að þurfa að skoða. Það er dapurlegt ef ISG hefur ekki getað tekið viðvörunum vegna haturs á ráðgefanda.
DO fær málfrelsið eftir nokkra daga ef að þessari fáránlegu ríkisstjórn tekst það sem er efst á hennar óskalista að losna við hann. Þessi ríkisstjórn eiðir meira púðri í að koma honum frá en að leysa vanda fólks í þessu landi. Það er miður fyrir Jóhönnu og Steingrím að grafa sína pólitísku gröf með þessum hætti.
Nú hefur Lúðvík Bergvinsson sagst ætla hætta á þingi, spurning hvor að einhverjir viti um eitthvað sem ekki er gott að komi upp á yfirborðið varðandi fjárfestingar hans í Borgartúninu.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.