Leiðtoginn Grétar Mar

Sæborg llVerð að viðurkenna að Grétar Mar er ekki minn eftirlætis þingmaður. Fylgdist með honum sem skipstjóra, einkum er hann reyndi að veiða síld við og inni á Austfjörðunum og þá þegar efaðist ég um leiðtogahæfileika hans.

Nú hef ég fylgst með karlinum á þingi þetta kjörtímabilið og ég efast ekki um að Grétar vill vel og ólíkt mörgum öðrum hugsar hann ekki fyrst og síðast um rassgatið á sjálfum sér. Það er ekki lítill kostur.  Hins vegar fannst mér hann ekki standa sig er hann sigaði Ása karlinum, kvótalausum, til sjós á tryllunni og tók svo á móti honum, með löggunnu, og klappaði honum á öxlina er hann tók land með einvherja þorsktitti í karinu. Hann klikkaði líka gersamlega í Kastljósinu þegar hann skiptist á skoðunum (það er nú kannski of gott orði í þessu tilfelli) við töffarann frá LÍÚ.  Þar fór Grétar undan í flæmingi án þess að þurfa þess því vatnsgreiddi drengurinn frá LÍÚ bullaði allan tímann.

Hins vegar óska ég Grétari góðs gengis í kosningunum og vona að hann komist aftur á þing. Hann og formaður hans, Guðjón Arnar, eru tryggir verjendur sjómanna á þinginu. Ég er æði smeykur um að rödd sjómanna væri hjáróma þingsalnumnyti þeirra ekki við. Ég vona að Frjálslyndir komist í þá aðstöðu að geta pressað fram réttlátar breytingar á kvótakerfi Davíðs og Halldórs sem fremur örðu er upphafið af fallinu mikla í lok september 2008.  


mbl.is Grétar Mar vill leiða listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hver er afstaða þeirra flokka sem nú er við stjórnvölinn til þessara mála. Tel að þeir sem vilja hafa áhrif á framvindu ýmissa mála eigi fyrsta og fremst að finna sér stað innan þeirra raða. Þeir sem í alvöru vilja að Sjálfstæðisflokkur verði ekki í næstu ríkisstjórn geri það besta með því að flykkja sér um þessa flokka, þá er ég að tala um VG og Samfylkingu. Framsókn er enn með svo mikla klíku á bak við sig og það tekur meira en nokkrar vikur, að hreinsa þar til. Til þess tel ég að þurfi líka breytingu á grunnreglunum.

Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Dunni

Eins og talað út úr mínu hjarta.  En ef ég vissi afstöðu íslenskra stjórnmálaflokka væri ég heimsfrægur spámaður en sæti ekki hér á rassinum, úti í Noregi, og velti vandm´lunum heima fyrir mér.  Ég er bara venjulegur strákur frá Eskifirði sem veit svo sem ekkert  meira en gengur og gerist hvað stjórnmálamennirnir eru að hugsa um annað en sjálfa sig.

Dunni, 20.2.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband