Árni Matt og virðing fyrir valdinu

Ekki veit ég hversu mikil völd forsætisráðherra verða yfir Seðlabankanum samkvæmt frumvarpi um Seðlabanka sem nú er rætt á Alþingi.  Hins vegar er alveg  ljóst að forsætisráðherra hefur hvergi nærri nógu mikil völd samkvæmt nýverandi lögum um bankann.  Annars væri búið að kasta brennuvarginum í bankastjórastólnum á dyr fyrir nokkru.

En að hlusta á Árna Matthiesen mala um of mikil völd forsætisráðherra er í besta falli heimskuleg. Árni Matthiesen er nefnilega sá ráðherra sem lengst hefur gengið í að misnota vald sitt. Með aðstoð dómsmálaráðherrans fyrrverandi, Björns Bjarnasonar. Báðum var þeim stjórnað með spotta úr Seðlabankanum er þeir réðu héraðsdómarann margfræga.  Þeir létu vel að stjórn báðir tveir og þverbrutu allar venjur og túlkuðu lögin eins þröngt og mögulegt var til að þóknast Davíð Oddsyni sem óttaðist að sonurinn fengi ekki starf "við hæfi."  Og svo verður vesalings Þorsteinn að dragnast með þennan stimpil í andlitinu það sem eftir er starfsæfi hans.  Það verður honum varla til framdráttar þegar hann sækir um stöðuhækkun.

Árna hefði farið betur að þegja í dag í þeirri von að þjóðin gleymdi valdnýðslu hans.  Þess í stað kallaði hann á athygli fólks sem nú rifjar upp heimskupör dýralæknisins úr Hafnarfiði meðan hann gengdi starfi ráðherra. 

Árni M. Matthiesen á að hafa rænu á að skammast sín fyrir afglöp sín í ríkisstjórn svo ég tali ekki um framgöngu hans í málum Sparisjóðs Hafnarfjarðar.


mbl.is Seðlabanki Jóhönnu Sigurðardóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Matt á að hætta í stjórnmálum. Punktur!

Ína (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:30

2 identicon

Samfylkingin tók þátt í spillingunni ásamt forsetanum og fréttamönnum baugveldisins.Hvor er meira menntaður dýralæknirinn eð flugfreyjan.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:40

3 Smámynd: Dunni

Menntunin skiptir ekki öllu máli. Heldur hvernig maður fer með hana og það vit sem guð gefur okkur. Árni hegðar sér stundum eins og hann hafi fengið takmarkaðan skammt því. Samt held ég að guð hafi ekki gleymt vitnu þegar hann skapaði Árna. Árni veldur því bara ekki. Því miður og hvorki forsetinn eða Jóhanna flugfreyja geta neitt við því gert úr þessu.  Árni er nefnilega orðinn of gamall.  Og dýri veit betur en flestir að það er erfitt, ef ekki ómögulegt að kenna gömlum hundi að sitja. 

Dunni, 20.2.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband