Það var merkilegt að hlusta á Geir H Haarde þegar hann talaði í fyrsta skipti á Alþingi eftir heimkomuna frá Hollandi. Hann byrjaði á gamasaman hátt að senda ráðherrum VG smá skeyti og það var gaman að heyra Geir hressan og kátan. En eftir gamansemina var hin stutta ræða hans þvættingur til enda.
Geir hafði áhyggjur af bankaráðum nýju ríkisbankanna og sagði þau sitja með fangið fullt af verkefnum. Auðvitað veit hver heilvita maður að bankaráðin sitja með fangið fullt og reyna að hreinsa til eftir óstjórn Geirs og félaga síðustu 18 árin. Það er full ástæða fyrir ríkisstjórrnina að fylgjast náið með störfum þeirra. Ekki síst þegar bankaráðsformennirnir eru byrjaðir á að skipa sjálfa sig bankastjóra. Ætlar nú Ásmundur að þiggja laun bæði sem bankastjóri og bankaráðsformaður?
En þegar Geir hóf að mæra störf FME, Lánasjóðsins og svo ekki sé minnst á bankastjórn Seðlabankans gerði fyrrum forsætisráðherra lítið úr sjálfum sér. Hvert einasta mannsbarn, um heim allan, sem fylgst hefur með fjármálakreppunni veit að hvorki bankastjórn Seðlabankans eða FME hafa unnið góð störf í þágu þjóðarinnar. Þá væri þjóðin ekki stödd eins og raun ber vitni. Við fengum staðfestingu á áliti heimsbyggðarinnar frá Blooberg í dag þegar vitnað var í danska Seðlabankastjórann.
Allir íslenskir námsmenn erlendis vita að Lánasjórðurinn vann hreint hörmulega að málefnu fjárvana stúdenta. Gunnar Birgisson hafði ekki hugmynd um hvað hann átti að gera vegna þess að hann setti sig aldrei inn í aðstæður stúdentanna. Það ber Gunnari og Lánastjóðnum ekki gott vitni þegar stúdentar í Noregi og Danmörku höfðu um 5000 krónur til að lifa á mánuði. Myndi Gunnar Birgisson treysta sér til að draga fram lífið á íslenskum fimmþúsundkalli í Danmörku?
Geir Haarde á að skammast sín ef hann heldur því fram að þessir aðilar hafi unnið þjóðinni vel.
![]() |
Geir óttast um bankaráðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.