Kraftaverk 21. aldarinnar

Þetta afrek Chesley Sullenberger og áhafnar hans sýnir að tími kraftaverkanna er ekki liðinn.  Hreint ótrúlegt æðruleysi sem flugstjórinn sýnir og það er ljóst að hann hefur haft gott vald á áhöfn sinni.  Að engin skildi svo mikið sem meiða sig í lendingunni hlýtur að teljast til stærri kraftaveraka þó að sé ekki jafn tilkomumikið og afrek Móse við Rauðahafið.
mbl.is Sullenberger: Ætlaði ekki að trúa þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kraftaverk er kannski svolítið djúpt í árina tekið. Lending á vatni getur tekist mjög vel og er mörg dæmi um það. Það fór t.d. lítil þota í hafið 43 mílur vestur af Keflavík fyrir u.þ.b. 15 árum - 6 voru um borð og sakaði engan. En þessi lending á Hudson var frábær, gott starf áhafnar og vel heppnuð lending skilaði sér.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Í mínum huga er það bara kraftaverk þegar einum manni tekst að stýra atburðarás af þessum toga með þessum hætti.

Það á líka við um þann sem lenti þotunni fyrir 15 árum, piltinn sem stökk inn í logandi hús á Klapparstíg 17 fyrir skemmstu og marga aðra, sem með ótrúlegum hætti tekst að bjarga samborgurum sínum á ögurstundu.

Við erum kannski of upptekin af hinu sem ekki fer eins vel. Hugum meir að þeim sem gera svona hluti, það eru hetjur hversdagsins

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2009 kl. 11:38

3 identicon

Kraftaverk er eitthvað yfirnáttúrulegt og óútskýranlegt. Þetta var ekki kraftaverk því flugvélin er hönnuð með svona lendingar í huga og flugmaðurinn er með mikla reynslu. Þetta var einfaldlega afskaplega vel heppnuð nauðlending sem kemur kraftaverki ekkert við. Að kalla eitthvað kraftaverk er það sama og að líta framhjá staðreyndum málsins, því allt hefur sínar eðlilegu útskýringar.

Hvati (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:50

4 identicon

Afrek Chesley Sullenberger er margfalt á við söguna um Móses. Ástæðan er auðvitað sú að Chesley Sullenberger gerði þetta í alvörunni, þetta er ekki lygasaga eins og hin.

Haraldur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:38

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það hefði farið öðruvísi ef hann hefði lent í Atlantshafi í öldugangi og roki. 

Þessi hetjudýrkun keyrir um þverbak. Röð tilviljana réði því að vel fór, m.a. að fullt af bátum voru til taks á augabragði. Vélin var varla lent þegar hún var umkringd ferjum sem björguðu farþegunum. Flugstjórinn gerði það sem við ætlumst til af flugstjórum, stóð sig með prýði í sínu starfi.

Ólafur Þórðarson, 6.2.2009 kl. 15:22

6 Smámynd: Einar Steinsson

Það er ekki rétt að vélar af þessari stærðargráðu eigi að geta lent á vatni, raunar hafa verið uppi kenningar um að það væri ekki hægt. Þetta hefur verið reynt nokkrum sinnu og alltaf endað með dauða stórs hluta farþeganna og Sullenberger er sá fyrsti til að takast þetta. 

Einar Steinsson, 6.2.2009 kl. 16:51

7 identicon

Einar, það er reyndar þannig að þessi áhöfn er langt frá því að vera sú fyrsta sem nær að gera þetta. Svo er nú annað, Sully gerði þetta ekki einn og fyrst hann var í radíóinu hlýtur kóarinn að hafa verið að fljúga þegar birdstrike-ið átti sér stað en þessihetjudýrkun kanans er yndisleg. Svo var kóarinn líka síðastur úr vélinni með flugstjóranum og því gefur það ekki alveg rétta mynd þegar sagt er frá því að flugstjórinn hafi verið síðastur frá borði.

Svo eru flugvélar reyndar hannaðar til þess að geta gert þetta og það er m.a. ditch takki í þessari Airbus vél en ditching þýðir lending á vatni og sýnir þetta hversu frábærlega vel hannaðar þessar Airbus vélar eru.

Ingvar (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 18:41

8 Smámynd: Einar Steinsson

Þó að það sé "ditch" takk hefur það enga þýðingu, sá takki er einfaldlega til að loka vélinni þannig að vatn flæði ekki inn og hún haldist lengur á floti, það eru líka björgunarvesti í vélunum en það hefur stundum verið deilt um tilgangin á því að hafa þau (þær deilur ættu að vera úr sögunni núna).

Mér vitanlega hefur engin vél af þessari stærðargráðu lent á vatni áður án þess að brotna og eftir því sem ég veit best hefur vél af þessari stærðargráðu aldrei lent á vatni áður án þess að orðið hafi manntjón. sú sem líklega kemst næst því er Boeing 737 sem lenti í á eftir vélarbilun í Indonesíu 2002 en hún stöðvaðist í einungis hnédjúpu vatni, 1 áhafnarmeðlimur fórst. í öðrum tilfellum þar sem ekkert manntjón hefur orðið hefur verið um að ræða miklu minni vélar.

Á Wikipedia er síða sem er helguð þessu: http://en.wikipedia.org/wiki/Water_landing  

Einar Steinsson, 6.2.2009 kl. 20:32

9 identicon

Hvað ditch takkinn hef ég ekki hugmynd um en ég held að hann gefi raddskipanir í PA til farþega í ákveðnum hæðum, en ég er ekki viss, enda skiptir það ekki máli. Þú sagðir að vélar væru ekki hannaðar til að geta lent í sjó/vatni og ég sýndi fram á annað með þessum ditch takka.

Ingvar (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:32

10 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Dunni.

Þar sem ég þjáist af flughræðslu, þá hefur þetta kraftaverk verið mér mjög ofarlega í huga, allt frá því að ég heyrði af því.

Bestu kveðjur til þín frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 6.2.2009 kl. 22:32

11 identicon

Enn og aftur að þá kemur þetta kraftaverki ekkert við, enda er það hugtak sem sennilega hefur aldrei átt við nokkurn hlut, því nánast allt er hægt að útskýra. Það sem ekki er hægt að útskýra í dag er kannski hægt að útskýra á morgun því vísindum og þekkingu fleygir fram með hverjum deginum sem líður.

Hvati (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 01:21

12 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta er hárrétt hjá þér Hvati (heitir þú Sighvatur?)

Kraftaverk er vafalítið ofnotað orð rétt eins og þetta var helvíti gott.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 8.2.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband