Það er dálítið merkilegt þegar forsætisráðherra skrifar undirmönnum sínum bréf og biður þá að svara innan ákveðins tíma að þeir skuli ekki virða það. Það er enn ein handvömmin hjá Davíð Oddsyni og félögum hans í bankanum sem safna með þessum aumingjaskap enn fleiri glæðum að höfði sér.
Reyndar hefði verið fullkomlega eðlilegt hjá forsætisráðherra að skrifa þeim uppsagnarbréf strax í gærkvöldi og reka þá fyrir óhlíðni. Hegðun þeirra er nefnilega eins og óþekktarorma á leikskóla. Munurinn á Seðlabankastjórnunum og leikskólabörnunum er að venjulegast taka þau tali þegar vel er talað til þeirra en það gera þeir ekki. Enn ein vísbendingin um að þeir eru óhæfir í embættum sínum.
Ég er ansi smeykur um að sjómaður á síldarbát yrði rekinn á stundinni ef hann segði skipstjóranum að hann kæmi á dekkið á morgun þegar karlinn kallaði klárir. Sé ekki að það eigi að gilda aðrar reglur fyrir Seðlabanakstjóra en þá sem skaffa þeim peningana sem þeir hafa ráðskast með. Alla vega ekki þegar árangurinn er eins og hann er á Íslandi í dag.
Seðlabankastjórar svara Jóhönnu líklega í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Miðað við frammistöðu þessara "starfsmanna" seðlabankans, bæði núna og gegn um tíðina, þá halda ekki rökin fyrir háu laununum.
Ég er líka mjög ósáttur við að þeir fái biðlaun. Því er ekki hægt að svipta þá þeim rétti og bera við fjárskorti?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 07:38
Dunni, þetta er misskilningur hjá þér, það er hásetinn sem er að skipa skipsstjóranum fyrir. Heldur þú að Bjössi á Ásberginu hefði hlustað á þig ef þú hefðir skipað honum að hætta við að kasta fyrir utan Grindavík (hreinsikast)þegar þið fenguð kræðuna í nótina, og þú misstir af verslunarmannahelginni?
ET (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:46
Það var ekki eitt hreinsikast Eiki minn. Þau urðu átta. Við fengum nefnilega full nót af brislingi í fyrasta kastinu. Er ekki öruggur á því h að Bjössi hefði gert. Hitt er annað að ég hefði aldrei látið mér detta í hug að mótmæla honum. Hann var fínn skipper og hlustaði alltaf á aðra þegar eitthvað fór í hnút. Enda fiskaði karlinn hellvíti vel.
Dunni, 9.2.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.