Liverpool náði sér engan veginn á strik í kvöld. Leikurinn við Everton var, eins og oftast, hundleiðinlegt hnoð sem einkendist af taugaveiklun í báðum liðum. Enginn þorði að taka áhættu. Liverpool hefði átt að notfæra sér að Everton fóru að reyna að spila Liverpool bolta með mörgum stuttum sendingum í stað hefðbundinna Everton kílinga.
Munurinn á liðunum í kvöld var samt sá að Liverpool hafði betri leikmenn en Everton var betra lið. Aulaskapur í Leiva að láta reka sig út af og hrikaleg mistökin há Arbeloa þegar Gosling skoraði sitt gullfallega mark. Virðist vera góðru guttinn sá.
Það var þó jákvætt hjá Liverpool að aldrei þessu vant virkaði Babel frískur þegar hann kom inn. Fór meira að segja í eina tæklingu. Það var smá barátta í karlinum og vonandi að hann haldi áfram að á sömu braut. Hann er nefnilega sagður hæfileikaríkur. En það eitt dugar ekki í enska boltanum þó menn fari langt á því í Hollandi.
Gosling sló Liverpool útúr bikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Mér fannst dauðþreyttur Torres betri en frískur Babel.
Þó svo að Jagielka hafi verið með hann í vasanum allan tíman. Hann er góður!
Ragnar Martens, 4.2.2009 kl. 23:39
Er 100% sammála. Þessi Babel kæmist tæplega á bekkinn hjá Augnabliki. Það væri þá ekki nema Basli sparkaði hressilega í rassgatið á honum.
Dunni, 9.2.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.