Þyngra en tárum taki

Það er sárt að lesa, sitjandi í góðum málum í Noregi, um neyðina sem bara virðist vaxa á Íslandi.  Að það skuli koma á annað hundrað manns á dag til Samhjálpar og biðja um mat er nokkur sem man gat aldrrei órað fyrir. Og þar fyrir utan fjölgar mjög þeim sem leita á náðir Hjálpræðishersins.

Nú, þegar mikið er rætt um að frysta eignir auðmannanna sem bera stóra ábyrgð að neyð þessa fólks, ættu þeir að sjá sóma sinn í því að styrkja bæði Samhjálp, Herinn, Kvennaathvarfið og SÁÁ.  Með því gætu þeir örugglega mildað viðhorf þjóðarinnar til sín og sýnt í verki að þeir hund skammast sín fyrir fyrri störf. Mikið kemur til með að hvíla á þessum stofnunum öllum á næstu mánuðum og kannski árum og því er mikilvægt að þeim verði tryggt nægt fé til að hjálpa þeim sem eru í mestri nauð.

Það er örugglega ekki létt fyrir fólk, sem lagt hefur alla sína krafta og stolt í að búa sér og fjölskyldum sínum öruggt heimili, að þurfa nú að ganga á vvit hjálparstofnanna og biðja um hjáp til að brauðfæða börnin sín.  Lang stærsti hluti þessa fólks eru venjulegir launþegar sem ekki tóku þátt í kapphlaupinu um skjótfenginn gróða eða barst á með íburðarmiklum einbýlishúsum og ók um á lúxusbílum.  Þetta fólk á engan þátt í hruninu en þarf að blæða mest fyrir það. Það er meira órétlæti en við höfum orðið vör viðí Evrópu síðan Hitler ofsótti Gyðinga og Stalín meðbræður sína í Sovét.

Ég skil vel að margir leiti eftir öryggi utan Íslands um þessar mundir. Það líður ekki sá dagur að Norðmenn vindi sér ekki að manni og spyrji, sumir með glott á vör, hvort Íslendingarnir séu að koma til baka til Noregs núna þegar óbúandi sé orðið á eyjunni.  En málið er að ekkert er verra fyrir íslenska þjóð en að missa fjölda menntaðs hæfs fólk úr landi þegar þörf er á hverri höndi á árarnar við lífróður samfélagsins. 

Mér fannst vanta á verkefnaskrá nýju ríkistjórnarinnar hvernig hún hygðist koma í veg fólksflóttan.  Eftir því sem ég hef heyrt eru um 5000 Íslendingar að pakka niður um  þessar mundir með stefnuna á Noreg.  Hér er kreppa líka en ekki í neinum samanburði við hörmungarnar á Íslandi.  Hér vantar fólk til margra starfa en hér er líka atvinnuleysi, einkum í byggingariðnaðinum.  Hér líður engin skort og stýrivextir á leiðinni niður í 1%. Fólk hefur því góða möguleika í konungsríkinu hafi það atvinnu.

Þegar maður lítur yfir ástandið á Íslandi og orsakir þess þá geta menn varla sagt að það séu pólitískar ofsóknir að skipta út mönnunum sem mesta ábyrgð bera á því að nú þurfi þúsundir manna að biðja Samhjálp og Hjálpræðisherinn um mat handa börnunum sínum.     


mbl.is Barnafólk leitar til Samhjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðan allar götur á Íslandi eru ennþá troðfullar af dýrum blikkbeljum, sem enginn þarf nauðsynlega að eiga (Rétti staðurinn fyrir þessa bíla er, brotajárnshaugarnir) og ennþá styður fjórði hver maður flokkinn sem kom okkur í þetta klandur. Þá spyr ég: til hvers að hafa samúð með þessari þjóð?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 07:31

2 Smámynd: Heidi Strand

Hunbogi það er örugglega ekki stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksina sem standa í biðröðum við hjálparstofnarnir. þeir eru fornarlömb eftir 17 ára  stjórn flokksins.

Dunni það er skelfilegt að missa ungt menntað fólk úr landi, en hvað geta þeir gert á Íslandi þegar hér er enga vinnu að hafa og ef allt fer fram eins og við horfir, verða atvinnuausutryggingasjóð tómur í haust.

Heidi Strand, 4.2.2009 kl. 08:16

3 identicon

Hrunið og fátæktin er alfarið er í boði Sjálfstæðisflokksins, en örugglega ekki Samhjálp

Stefán (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 09:38

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll Dunni minn, já ekki lagast það nú atvinnuástandið miðað við fréttir frá 80 daga stjórninni, engan hval skal veiða og ekkert álver á Bakka voru með fyrstu fréttum frá þeim. Var nú ekki sáttur við hina, en veit það bara að hvalveiðar og bygging á stóriðju er allavega lausn fyrir maraga sem eru nú atvinnulausir. Já það er örugglega ömurlegt ástand víða en kreppan var búin að vera hjá okkur fyrir austan áður en þessi kreppa skall á. Mikil breyting fyrir marga eftir að álverið kom þó það breyti litlu fyrir okkur á sjónum nema eignir okkar hækkuðu lítilaga í verði. Sammál Stefáni þeir eiga allan heiður af þessu hruni.

Og alltaf ertu jafn góður í pistlinum þínum frá Norge.

Grétar Rögnvarsson, 4.2.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Dunni

Þakka þér fyrir hlý orð Gretar

Ég ætla nú bara rétt að vona að 80 daga stjórnin haldi sig bara við það verkefni að lapa upp á bankana svo fyrirtækin í landinu geti haldið áfram að hjakka fram á við.  Ekkert er betra fyrir heimilin en að hafa atvinnu.  Svo þarf hún að sjálfsögðu að undirbúa kosningarnar og stjórnlagaþingið.  Takist þetta alllt sæmilega getur Jóhanna unað glöð við sitt.

Dunni, 4.2.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband